Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 39
CJTOA IRVTTTníTOM MORGUNBLAÐIÐ flOOQ ÍT ATTV'/I W qTTnAawAnTTA T LAUGARDAGUR 22. JANUAR 2000 Tilraunir með lyfjagjöf um umdeilt líffæri m HAFNAR eru tilraunir á fólki sem gætu leitt til þess að ný leið finnist til að koma lyfjum til heilans án þess að þau fari um blóðrásina. Koma á lyfj- unum á áfangastað um líffæri sem deilt er um hvort finnst í fólki, að því er kanadíska dagblaðið The Globe and Mail greindi frá nýverið. Með þessari aðferð væri hægt að hafa áhrif á efnaskipti í heilanum, sem stjóma allri líkamsstarfsemi, án hættulegra aukaverkana sem íylgja lyfjum sem tekin eru inn eða er sprautað í líkamann. Bandarískt lyfjafyrirtæki hefur þegar hafið til- raunir með lyf við fyrirtíðarspennu, kvíða, þunglyndi og getuleysi. Þeir sem hlynntir era hefðbundn- um lækningaaðferðum telja þetta vera of gott til að geta verið satt. Lyfjafyrirtækið hyggst koma lyfjun- um á leiðarenda með því að nota líf- færi sem vísindamenn hafa talið að ekki fyrirfinnist í mönnum. En hafi frumkvöðlum í vísindamannastétt í rauninni tekist að finna nýja leið til heilans gæti þetta valdið byltingu í læknavísindum, að því er fréttaskýr- andi The Globe and Mailfullyrðir. Úrelt iíffæri? Um er að ræða svonefndan plóg, tvær litlar dældir og keilulaga sekki innan í nösunum þar sem brjósk og bein mætast. Plógurinn var fyrst uppgötvaðui- fyrir 300 árum, en gegnum árin hefur reynst ákaflega erfitt að finna hann og var hann því felldur úr hefðbundnum kennslubók- um í læknisfræði og sagður vera til- gangslaus afgangur af þróuninni. Þeir sem halda fram tilvist plógs- ins segja að taugaknippi undir hon- um veiti beina leið til undirstúkunn- ar, sem er sá hluti heilans sem stjómar innsæi fremur en rökhugs- un, og stjórnar svefni, matarlyst, til- finningum og kynhvöt. Sumir vís- indamenn segja að plógurinn nemi lyktarlaus efni, svonefnd ferómón, er hafi áhrif á hegðun, samskipti og að- löðun. Þar sé komin skýringin á því sem stundum er nefnt „sjötta skiln- ingarvitið". Það er lyfjafyrirtækið Pherin sem hefur fengið leyfi frá bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlititinu tfi þess að gera tilraunir á fólki með lyf sem gefin eru í gegnum plóginn. Meðal vísindalegra ráðgjafa fyrirtækisins er Elias Corey, Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði og prófessor við Harvard- Freyspálmi styrkir blööruhálskirtilinn Apótekið Smáratorgi * Apótekið Spönginnl Apótekið Krinfllunni • Apótekíá Smíðjuvegi Apótekið Snðiirströnd • Apótekið lóofsili Apótskió Hagkeop Skolfunm Apófekið Haykcup Akersyri HafnarfjarðarApótek Apótskið Nýkaupum Mosfaiisbio háskóla. Stofnandi Pherin er David Berliner. Komi í ljós að þeir sem halda fram tilvist plógsins hafi rangt fyrir sér gæti þessi saga orðið að einu skraut- legasta klúðri í sögu vísindanna. En hafi þeir rétt fyrir sér gæti orðið bylting í læknavísindum. Fréttaskýi-- andi The Globe and Mail segist eiga erfitt með að ímynda sér að vísinda- menn séu enn að deila um grundvall- aratriði í líffæragerð mannsins. Löng saga plógsins Það var hollenski líffærafræðing- urinn Frederick Ruysch sem fyrstu lýsti plógnum í mönnum árið 1703. Danskur vísindamaður, L.L. Jacobs- on, staðfesti árið 1811 að plóginn væri að finna í dýrum en taldi hann ekki vera í fólki. Plógurinn hefur einnig verið nefndur eftir Jacobson. Kanadískir vísindamenn birtu nið- urstöður sínar 1984 um að plóginn sé að finna í flestu fullorðnu fólki. A síð- asta ári voru birtar rannsóknarnið- urstöður sem sýndu að efnasam- skipti milli kvenna samstilltu tíðahringi þeirra, og þykir þetta renna frekari stoðum undir kenning- una um áhrif ferómóna á fólk. Sumir vísindamenn telja mögulegt að skurðaðgerðir á nefi, annað hvort í tengslum við læknisaðgerðir eða fegrunaraðgerðir, geti gert plóginn óvirkan og þannig svipt fólk þessu „sjötta skilningarviti“. Berliner segir að ef fólk hafi óvitandi verið svipt virkni plógsins muni áhrifin á líf þess vera mikil. Reuters Rúmeninn Stefan Sigmund, gerir tilraun til að komast í Heimsmeta- bók Guinness með því að reykja 800 sígarettur á innan við fimm mín- útun í miðborg Búkarest. Ef marka má útreikninga vísindamanna hefúr mettilraunin stytt líf hans um sex sólarhringa. Sígarettan styttir lífið um 11 mínútur New York. Reuters. KARLMENN sem reykja öll full- orðinsárin stytta líf sitt að jafnaði um ellefu mínútur með hverri síg- arettu, samkvæmt útrcikningum breskra visindamanna. Dr. Mary Shaw og starfsfélagar hennar við Bristol-háskóla byggja þessa niðurstöðu á könnun sem gerð var á breskum heimilum. Þeir reiknuðu út að karlmenn, sem reykja frá 17 ára aldri til 71 árs hafi reykt alls 311.688 síga- rettur að meðaltali þegar þeir geispa siðustu golunni. Aðrar upplýsingar vísinda- mannanna bentu til þess að karl- mennirnir styttu líf sitt um sex og hálft ár. Þeir komust því að þeirri niðurstöðu að „hver sígaretta kostar þá ellefu mínútur af lífínu“. Vísindamennirnir segja að reykingamenn geti farið á mis við miklar lífsnautnir og benda á að ellefu mínútur nægi til að spjalla við vin í síma, fara í heilsubótar- göngu eða hafa „allærlegar sam- farir“. Með því að neita sér um ti'u pakka af sígarettum geti þeir lengt lífið um hálfan annan dag, sem nægir til að fara í flugferð um hnöttinn eða gera sér glaðan dag á einhverjum rómantískum stað. Nýtt astmalyf þykirlofa góðu Associated Press. ASTMASJÚKLINGAR sem hafa áhyggjur af alvarlegum aukaverk- unum steralyfja, sem eru áhrifarík- asta meðferðin í mörgum tilfellum, kunna að eiga annars úrkosta inn- an skamms. Tilraunir með nýtt astmalyf, sem nefnt er rhuMAb- E25, lofa góðu. Sjúklingar sem tóku lyfið fundu minna fyrir ein- kennum sjúkdómsins og einn af hverjum fjórum, sem tók stera með innöndun, gat hætt því og einn af hverjum þremur sem tók inn stera í töfluformi. Sterar hafa mikið verið notaðir til að meðhöndla astma á undan- förnum áratug, en langtímanotkun heftir vöxt barna og hjá fullorðnum getur hún valdið beinþynningu, magablæðingum, hækkun blóð- þrýstings og blóðsykurs, auk þyngdaraukingar. Greint var frá tilrauninni með hið nýja lyf í New England Journal of Medicine. Dr. Henry Milgrom, astmasérfræðingur við Gyðinglegu lækna- og rannsóknamiðstöðina í Denver í Bandaríkjunum sagðist gera sér vonir um að tilkoma lyfs- ins myndi valda þáttaskilum. Sérfræðingar segja að lyfið kunni einnig að verka á ofnæmis- kvef og önnur ofnæmi. Að loknum frekari tilraunum vonast forráða- menn fyrirtækjanna þriggja, sem þróað hafa lyfið (Genenteeh, Nov- artis Pharma AG og Tanox) eftir því að fá samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna fyrir markaðssetningu þess. O p i ð : Laugardag k I . 10 - Persía Stök teppi ■■■og mottur S u ð u r I a n d s b r a u t 46 við Faxafen ■ Sími: 568 6999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.