Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Börn Arásarhneigð ungra drengja tengd hormóni. Ný lyf Sagt frá Relenza og flens- unni sem geisar. Reykingar Hver sígaretta sögð stytta lífið um 11 mínútur. Tilraunir Reynt að koma lyfjum til heilans um plóginn. Relenza við inflúensu NÝLEGA kom á mark- að hér á landi lyf gegn inflúensu. Lyfið heitið Relenza og er frá lyfja- fyrirtækinu Glaxo- Wellcome. Lyfið er ætl- að til vamar gegn in- flúensu hjá fullorðnum og bömum eldri en 12 ára. Relenza virkar bæði gegn inflúensu- veirum af A- og B-stofni og er lyfinu andað að sér með sérstöku tæki. Þannig dreifist lyfið til lungnanna og síðan út í blóðið. Lyfið inniheldur efnið zanamivír sem hamlar verkun ákveðins ensíms sem er nauðsyn- legt fyrir vöxt og viðgang inflúensu- veirunnar. Bestur árangur næst ef lyfið er gefið sem fyrst eftir greiningu sjúk- dómsins, helst innan tveggja sólar- hringa frá því að veikindi byrja. Einnig má nota lyfið sem fyrirbyggj- andi meðferð ef smithætta er fyrir hendi. Sjúklingar sem fengið hafa síðbúna bólusetningu gegn in- flúensu geta einnig notað Relenza þar til bóluefnið sjálft fer að virka. Þrátt fyrir til- komu þessa lyfs er bólusetning áfram besta vömin gegn in- flúensunni. A ári hverju lætur tiltölu- lega hátt hlutfall fs- lendinga bólusetja sig gegn inflúensu og því hefur útbreiðsla veik- innar verið minni hér á landi en í flestum öðr- um löndum. Lyfið er lyfseðils- skylt og nauðsynlegt er að læknir eða lyfjaíræðingur leiðbeini viðkom- andi vel um hvemig nota á lyfið. Innan skamms munu ítarlegar upplýsingar birtast á vefsíðu Net- Doktor.is um lyfið Relenza. Vigfús Guðmundsson, lyfjafræð- ingur NetDoktor.is Nýja flensulyfið er tekið inn í úðaformi. Einkenni flensunnar FLENSAN sem nú heijar á landsmenn er bráðsmitandi. Frá því að smitun hefur átt sér stað þar til einkenni koma í ljós 1/ða yfirleitt 1-3 dagar. Infiúensa er fyrst og fremst öndunarfærasjúkdómur og henni fylgir oft mikill hiti. Önnur einkenni eru beinverkir, augnverkir, hósti og hálssærindi hæsi, nefrennsli og slappleiki. Hiti varir oftast í 3-5 daga en hósti og almennur slappleiki getur þjakað menn í ailt að tvær vikur. Inflúensa getur haft alvarlegar afieiðingar þar sem henni geta fylgt lungnakvef og lungnabólga. Þá getur flensan lagst þungt á þá sem haldnir eru langvarandi sjúkdómum. Lengi býr að fyrstu gerð. Arásarhneigð tengd streituhormóni Medical PressCorps News Servicc. TENGSL era á milli snemmbærr- ar og sterkrar árásarhneigðar í drengjum á aldrinum sjö til tólf ára og lítils magns af streituhormóninu kortisól í munnvatni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem geðlæknar við Háskólann í Chicago hafa gert. Rannsóknin stóð í fjögur ár og var fylgst með drengjum sem höfðu átt við hegðunarvanda að etja. í ljós kom, að þeir drengir sem höfðu stöðugt minna af kortis- óli byrjuðu fyrr andfélagslega hegðun. Þeir sýndu ennfremur þrisvar sinnum fleiri einkenni ár- ásarhneigðar en hinir, sem höfðu meira magn eða misjafnlega mikið magn kortisóls í munnvatni og þrefalt líklegra var að bekkjarfé- lagar þeirra bentu á þá sem ill- skeytta eða slagsmálagjarna. Niðurstöðurnar benda til sterks líffræðilegs þáttar í andfélagslegri hegðun, og að hana sé ekki ein- vörðungu hægt að rekja til upp- eldis og umhverfisþátta, að sögn Keiths McBurnett, sem stjórnaði rannsókninni. „Börn sem sífellt eiga við hegðunarvanda að etja kunna að hafa gen sem gera þau líkleg til að framleiða tiltekin hor- món á annan hátt, eða að hormóna- framleiðsla þeirra hefur breyst skömmu fyrir eða eftir fæðingu." Elizabeth Kandel Englander, að- stoðarprófessor í sálfræði við Bridgewater-háskóla í Bandaríkj- unum, sagði að frekari rannsókna væri þörf áður en ályktanir væru dregnar um samband kortisól- magns og árásargirni drengja. Hvað er æðaslit? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Fjölmargar konur á miðjum aldri eiga við háræðaslit á fótum að glíma. Hvernig lýsir þetta sér? Hvað veldur þessu? Er til einhver lausn og þá hver? Svar: Háræðaslit eða æðaslit er rangnefni vegna þess að ekki er um slitnar æðar að ræða heldur einungis víkkaðar. Þessi orð era samt almennt notuð og erfitt að breyta því. Til eru einnig orðin háræðastjarna, háræðaflétta og köngulflétta til að lýsa þessum fyrirbæram. Um er að ræða útvíkkaðar æðar í húðinni, venjulega háræðar sem era minnstu æðarnar. Við eðlileg- ar aðstæður eru þessar æðar svo smáar að þær sjást alls ekki en ef þær víkka út verða þær sýnilegar. Æðaslit er algengt hjá fólki sem komið er um eða yfir miðjan aldur og er oft mest áberandi á fótum og í andliti. Þetta fyrirbæri er al- gerlega meinlaust og er venjulega án óþæginda en það getur verið til lýta. A fótum má ekki rugla þessu saman við æðahnúta sem eru stór- ir og bláir (víkkaðar bláæðar) en æðaslit er fíngert og oft blóðrautt eða bláleitt á lit. Ekki er vitað um orsakir æða- slits annað en að það fylgir aldr- inum og það getur einnig fylgt vissum sjúkdómum. Ekki er ástæða til að meðhöndla æðaslit nema þegar af því er verulegt lýti. Stundum er reynt að sprauta í æðarnar efnum sem loka þeim en það er vandasamt og ber misjafn- an árangur. Sumir húðsjúkdómalæknar hafa yfir að ráða tæki sem getur eytt æðasliti. Þetta tæki sendir örstutt leiftur af sterku ljósi inn í Meinlaust húðina sem skemmir æðarnar þannig að þær minnka eða lokast, en það er það sem sóst er eftir og alveg meinlaust. Þetta veldur litl- um sem engum sársauka og auka- verkanir era oftast mildar. Stund- um kemur smávegis roði eða bólga og jafnvel blöðrar en það lagast á fáeinum dögum. Stundum nægir ein slík meðferð en það get- ur þurft að meðhöndla svæðið nokkram sinnum til að ná besta mögulega árangri. Með þessari nýju tækni hafa möguleikarnir á að bæta útlit fólks með æðaslit gjörbreyst. En þar með er sagan ekki öll sögð því að þessa ljóstækni má nota við meðferð á ýmsum öðram húðkvill- um svo sem valbrá, elliblettum, húðflúri, fæðingarblettum, frekn- um og óæskilegu hári. Valbrá er, eins og æðaslit, útvíkkaðar æðar í húðinni og með ljóstækni hafa möguleikarnir á meðferð gjör- breyst. Elliblettir, fæðingarblettir og freknur eru stundum þannig að ástæða er til að eyða þeim og má í flestum tilfellum gera það með ljóstækni. Suma þessara bletta verður þó að fjarlægja með því að skera þá burt, m.a. þá sem era illkynja. Húðlæknar og lýtalæknar hafa mikið að gera við að fjarlægja húðflúr sem fólk hefur látið setja á sig án þess að hugsa dæmið til enda. Sumt húðflúr er best að fjarlægja með skurðaðgerð en stundum er einfalt pg áhrifaríkt að nota ljóstækni. Óæskileg hár í andliti kvenna era algengt vanda- mál sem ýmiss konar ráðum hefur verið beitt við. Með þessari ljós- tækni má stilla ljósið þannig að það skemmi hársekkina og við það detta hárin af og koma ekki aftur, a.m.k. ekki í langan tíma. Þessi ljóstæki eru sem sagt hin gagnlegustu tól og má nota þau við meðferð ýmiss konar kvilla. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan lOog 171' si'raa 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir stnar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóbannssonar: el- mag(S>hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.