Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MINNINGAR tÞóninn Vigfús- ddttir fæddist í Tungu í Valþjófsdal í Vcstur-ísafjarðar- sýslu hinn 17. apríl 1903. Hún lést á Dvai- arhcimili aldraðra í Borgarnesi himi 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Svein- bjarnarddttir og Vig- fús Eiríksson, bdndi og skipasmiður í Tungu. Þdrunn var yngst níu bama þeirra, sem nú eru öll látin. Hún var við nám í Alþýðuskdl- anum á Núpi veturna 1919-1921. Síðar starfaði hún í mötuneyti Kennaraskdlans í Reykjavík og sdtti þá einnig námskeið í myndlist. Þdrunn giftist Þorsteini Guð- mundssyni, Skálpastöðum í Lund- arreykjadal, 24. maí 1929. Bjuggu þau í eitt ár á Akranesi, þar sem hann stundaði sjdmennsku og smíð- ar, en vorið 1930 keyptu þau Skálpastaði af föður hans og ráku þar búskap í 41 ár, siðustu níu árin í félagi við tvo syni sína. Alla tíð sfð- . an áttu þau heima á Skálpastöðum, en haustið 1995 fengu þau vist á Dvalaheimili aldraðra í Borgamesi. Þorsteinn lést hinn 5. jan. 1996. Böm þeirra em: 1) Guðbjörg, f. 1930, handiðakennari í Sviþjdð, gift Nils Johansson og eiga þau tvær dætur, a) Þdranni Birgittu f. 1963, gift Per Skoglund, tæknifræðingi; þau eiga tvö böm; og b) Karin f. 1966. 2) Vigfús Önundur, f. 1931, d. 1936. 3) Þorsteinn, f. 1933, bdndi á Skálpastöðum. Kona hans var Ásdís Þor- steinsdóttir frá tílfs- stöðum í Hálsasveit. Hún lést 1994. Böm þeirra em fjögur: a) Ylfa, f. 1966, sjúkra- þjálfi í Reykjavík, gift Vilhjálmi Araasyni, ra- feindavirkja, þau eiga þrjá syni, b) Guðrún, f. 1970, félagsráðgjafi í Reykjavík, sambýlis- maður Siguröur Am- arsson, kerfishönnuð- ur, þau eiga eina dóttur. Guðrún átti áð- ur son með Gísla Gunnarssyni. c) Þdr, f. 1972, kerfisfræðingur Skálp- astöðum, kvæntur Guðrúnu Björk Friðriksddttur, auglýsingastjdra, þau eiga þrjá syni, d) Áslaug, f. 1976. 4) Guðrún Kristín, f. 1936, bdndi að Þverspymu í Hrunamanna- hreppi, gift Valgeiri Jdnssyni, þeirra böm em: a) Jón Guðmundur, f. 1968, lögmaður í Vestmannaeyj- um, kona Guðbjörg Viðarsddttir, kennari, b) Þdrarinn, f. 1969, bif- vélavirki í Kaupmannahöfn, kona Kristín Bragaddttir, þau eiga einn son, c) Guðlaug, f. 1971, nemi í þroskaþjálfun í Reykjavík, sambýl- ismaður hennar er Einar Geirsson, matreiðslumaður, þau eiga einn son, og d) Kristinn, f. 1974, bdndi i Þverspymu, sambýliskona hans er Nína Björk Steinarsddttir, þau eiga tvö böm. Sonur Guðrúnar Kristín- ar fyrir hjdnaband er Þorsteinn, f. 1964, kerfisfræðingur í Reykjavík, kvæntur Hjördisi Bjömsdóttur, ís- lenskufræðingi og eiga þau þijá syni. 5) Guðmundur, f. 1937, bdndi á Skálpastöðum, kvæntur Helgu Bjamaddttur. Þeirra böm. em Qögur: a) Bjami, f. 1963, bdndi á Skálpastöðum, kvæntur Hildi Jó- steinsddttur, þau eiga þijú böm, b) Þdrunn, f. 1964, kennari í Reylqa- vík, gift Jdni L. Ámasyni, skák- meistara, þau eiga þtjár dætur, c) Þorsteinn, f. 1966, tæknifræðingur í Kdpavogi, sambýliskona Björg Magnúsdöttir, verslunarmaður, þau eiga einn son. d) Margrét Helga, f. 1973, nemi í lyfjatækni, hún á eina ddttur, bamsfaðir Svan- ur Þór Eyþórsson. 6) Vigfús Önundur, f. 1941, Iækn- ir á Akureyri, kvæntur Auði Sig- urðarddttur, hjúkmnarfræðingi. Þeirra böm em þijú: a) Þráinn, f. 1965, kerfísfræðingur í Reylqavík. b) Þdmnn, f. 1969, sjúkraliði Akur- eyri, gift Reyni Sigurðssyni, vél- sljdra, þau eiga fjögur börn. c) Eir- ikur, f. 1972, háskdlanemi í Reykjavík. Þá ólu þau Þdmnn og Þorsteinn upp frá sex ára aldri Hauk H. Geirs- son Gígju, f. 1933, verkstjdra í Njarðvík. Kona hans er María Sig- urðardöttir og eiga þau þijár dæt- ur. Þdmnn tók virkan þátt í félags- lífi sveitar sinnar, einkum á vett- vangi Kvenfélags Lunddæla og sat áratugum saman í stjdm þess, lengi sem formaður. Þá starfaði hún að málefnum Sambands borgfirskra kvenna og var formaður þess 1949- 1952. Var hún og kjörin heiðursfé- lagi íþessum samtökum báðum. Myndlistin var Þdmnni jafnan hugleikin og á efri ámm sínum sinnti hún því áhugamáli nokkuð. Notaði hún gjama þurrkaðar jurtir og fleiri jarðefni, með hefðbundn- um litum f myndir sínar. Þórann verður jarðsungin frá Lundarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður í heimagrafreit. ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR Elsku amma mín. Það er nú einu sinni þannig að þegar tími er kominn til að kveðja skortir mig alltaf réttu orðin, hvað þá þegar kveðjan er eins endanleg og núna. Minningarnar hellast yfir mig, hver á eftir annarri, og ég verð þakklátari og þakklátari fyrir að hafa kynnst þér. Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi niðri í eldhúsi hjá þér. Þótt ótrúlegt megi virðast er einna minnisstæðast þeg- ar þú sast með mig í fanginu, fjög- urra til fimm ára gamla, og kenndir mér að lesa upp úr bókinni Gagn og gaman. Og pappírsfígúrurnar sem þú teiknaðir á blað og klipptir svo út, heilu fjölskyldumar voru þarna sam- an komnar og auðvitað húsdýr líka, hestar, kýr og hundar. Þetta var óendanleg uppspretta alls kyns leikja, annaðhvort var pappírsfólkið að hugsa um böm og bú eða það fór á hestbak, og svo náttúrlega allar rútuferðimar sem þau fóra í klaka- boxinu. Og manstu allar löngu-vit- leysumar sem við spiluðum? En allt tekur enda, og eftir standa ánægjulegar minningar um yndis- lega ömmu sem verður sárt saknað. Hvíl í friði, elsku amma. Kveðja. Þ£n sonardóttir, Margrét Helga. ' Þórunn amma mín er látin eftir langa ævi og undir það síðasta erfið veikindi. Ég veit að hún er hvíldinni fegin og hefur fengið góða heim- komu. Þó fylgir kveðjustundinni sorg og söknuður en líka þakklæti fyrir allar góðu stundimar og minn- ingamar. Best verður ömmu lýst með því að segja að hún hafi verið góð kona. Hún bar hag annarra fyrir brjósti og vildi öllum vel. Alltaf talaði hún vel um fólk og var tilbúin að rétta hjálp- arhönd þegar þess þurfti. Eins og svo margar konur af hennar kynslóð setti hún þarfir fjöl- skyldunnar í fyrsta sæti og lagði metnað sinn í að búa henni fallegt og myndarlegt heimili. Hennar áhuga- mál og langanir urðu því oft að mæta afgangi. Hún var mjög listræn og þegar tími vannst til málaði hún ein- stakar myndir sem prýða veggi af- komenda hennar og skrifaði sögur og orti ljóð. Það var ekki í hennar anda að láta bera á sér eða trana sér fram og því vora þessar sögur og þessi Ijóð oftast hripuð niður í stfla- bækur eða á laus blöð og síðan stungið ofan í skúffu. Okkur bamabörnunum sýndi hún óendanlega þolinmæði og umhyggju. Margar af fyrstu bernskuminn- ingum mínum era frá heimsóknum hjá henni, frá hallarbyggingum úr trékubbum á eldhúsgólfinu og myndasýningum í stofunni. Þegar ég stækkaði kenndi hún mér kvæði og sagði mér sögur frá því hún var ung. Smám saman urðum við miklar vin- konur og þrátt fyrir aldursmuninn gátum við alltaf talað saman um allt mögulegt. Langömmubörnin fundu sömu hlýjuna frá henni og hændust að henni. Hún hafði alltaf áhuga á því sem við voram að fást við og fylgdist vel með okkur meðan heilsan leyfði. Það sem situr þó helst eftir og er mér mikilvægast er að hún miðlaði mér líka þeim lífsgildum sem henni fannst skipta mestu máli í lífinu og það hefur verið gott veganesti. Ég kveð ömmu mína með þakklæti og virðingu. Ylfa. Mig langar að minnast elskulegr- ar ömmu minnar með fáeinum orð- um. Amma var yndisleg kona, traust og hlý, sem gott var að koma til. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að hjálpa. Hún var myndarleg húsmóðir og féll henni sjaldnast verk úr hendi, hvort heldur innan heimil- isins eða utan dyra. Oft var gestkvæmt hjá afa og ömmu og naut amma sín í gestgjafa- hlutverkinu. Hún lét sig ekki muna um þótt á fimmta tug vina og vanda- manna kæmu við á Skálpastöðum yf- ir helgi. Alltaf var heitt á könnunni og boðið upp á eitthvert góðgæti. Amma var sérlega listfeng kona, teiknaði og málaði fallegar myndir og ætíð var hún með eitthvað á prjónunum. Við barnabörnin hennar fengum gjaman hlýja sokka og vettl- inga frá henni og öll eigum við mynd eftir hana, sem hún gaf okkur í ferm- ingargjöf. Elsku amma, nú ertu búin að fá hvíldina sem þú hefur þráð síðastlið- in ár eftir að heilsu þinni fór að hraka. Ég var svo lánsöm að fá að al- ast upp í nábýli við þig á Skálpastöð- um. Margar góðar minningar á ég um samverastundirnar með þér. Alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur systkinin þegar við litum inn til þín. Eg minnist þess þegar ég og Bjarni bróðir minn lærðum að lesa og skrifa hjá þér og þegar þú fórst með okkur í hina ýmsu leiki, last fyrir okkur eða sagðir okkur sögur. Aldrei man ég eftir að þú hafir skipt skapi. Alltaf varst þú brosandi, hlý og góð. Nú er komið að kveðjustund. Kærar þakkir fyrir allt. Þómnn Guðmundsdóttir. Elsku langamma. Þú varst alltaf svo góð við mig. Ég man þegar þú gafst mér ullarvettlinga sem þú prjónaðir sjálf og súkkulaðirúsínur á jólunum. Svo þegar ég kom í heim- sókn til þín bjuggum við saman til kastala úr alls kyns dollum sem þú hafðir safnað. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þetta var þér fyrir bestu. Ingibjörg. í dag er borin til moldar sómakon- an Þórann Vigfúsdóttir, húsfreyja á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Það var rigningarsumarið mikla 1955 sem ég kynntist þeim bræðram Steina og Mugg, sonum þeirra hjóna Þorsteins Guðmundssonar bónda á Skálpastöðum og Þórannar. Þeir unnu þá við skurðgröft í Svínadal, þar sem ég dvaldi með fjölskyldu minni í sumarbústað. í framhaldi af þeim kynnum var ákveðið að ég færi í sumarvinnu að Skálpastöðum vorið eftir, þá níu ára gamall. Það er skemmst frá því að segja að sumrin urðu fimm og lít ég á það sem mikla gæfu að hafa fengið að dvelja með þessu góða fólki. Eins og jafnan er í sveit er það húsmóðirin sem heldur utan um heimilislífið. Þórann var mikill skörungur en jafnframt fann ungur drengur skjótt hlýju í viðmóti hennar. Gott var að eiga skjól hjá henni, enda man ég eftir því að ég settist næst henni við matarborðið og þá strax stofnaðist með okkur vin- skapur sem aldrei hefur skugga á borið síðan ég dvaldi á bænum. Það verður þó að segjast að Þórann hafði sem húsmóðir á stóra heimili lítinn tíma til að sitja við borðið. Hún fylgdist þó vel með öllu og var fljót að grípa inn í ef henni þótti einhver órétti beittur eða verklag var henni ekki að skapi. Starfsþrek Þórannar var ótrúlegt og ég gæti trúað að hún hafi í 50-60 ár afkastað tvöfóldu verki venjulegs manns. Ekki síður var hennar andlegi styrkur og gáfur, sem við nutum ómælt. Hún var oft alvöragefin en undir leyndist glettni sem gat leitt til hæðni ef á þurfti að halda. Þau hjónin Þorsteinn og Þórann vora afar samhent og mikil hagsýni ríkti í öllum þeirra verkum, sem var lærdómsríkt veganesti. Jafnan hefur ríkt mikil vinátta milli mín og þeirra á Skálpastöðum. Margar af mínum bestu bernskuminningum era tengd- ar dvölinni á Skálpastöðum og kynn- um af þeim sem þar dvöldu. Nú era þau bæði látin, Þorsteinn og Þórann, eftir farsælt ævistarf. Blessuð sé minning þeirra. Gísli. Nú hefur kvatt þennan heim í hárri elli mikil sómakona, Þórunn Vigfúsdóttir, fyrrverandi húsmóðir á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Ég naut þeirra forréttinda að fá að dvelja í þrjú sumur á því myndar- og menningarheimili, sem Skálpastaðir vora í búskapartíð þeirra Þórannar og Þorsteins Guðmundssonar, þá- verandi hreppsstjóra. Slík sumar- dvöl var þroskandi fyrir Reykjavík- urbam eins og mig, því að á þessum áram eða rétt eftir stríð var mikill áhugi hjá foreldram sem áttu börn í þéttbýlinu að koma þeim til sumar- dvalar í sveit. Reynsla mín er sú að það var góður undirbúningur fyrir lífið að fá að vera samvistum við þau Skálpastaðahjón, sem voru miklir höfðingjar heim að sækja. Minningar frá þessum tíma streyma fram nú þegar Þórann hef- ur kvatt þennan heim. Hún var ein- staklega barngóð kona og þess vegna hændist ég að henni. Hún leyfði mér að taka þátt í eldhússtörf- unum og leiðbeindi mér á sinn hljóð- láta hátt. Ég gleymi t.d. aldrei pönnukökunum hennar sem vora bakaðar í tilefni töðugjaldanna, sem við börnin tókum virkan þátt í. Þor- steinn reyndist mér einnig ákaflega vel en hann hafði sinn hátt á að koma bömum til manns. Sem dæmi kenndi hann mér á klukku. í rúma hálfa öld hélst þessi kunningsskapur okkar á milli og ekki síst fyrir það að dætur mínar fóra seinna í sveit til Guðrún- ar dóttur þeirra hjóna. Ég heimsótti Þóranni sl. sumar þar sem hún bjó á dvalarheimilinu í Borgarnesi. Hún brosti við mér þar sem hún reyndi að tjá sig og þó það hafi ekki verið alveg ljóst hvað hún sagði, þá vissi ég að það var eitthvað fallegt og gott. Elsku Þórann, far þú í friði. Ég mun ávallt minnast þín og tryggðar þinnar. Fyrir hönd okkar systra votta ég aðstandendum mína dýpstu samúð. Kristín Grímsdóttir. INGIBJÖRG STEINGRÍMS- DÓTTIR GÖHRING tlngibjörg Stein- grímsdóttir Göhring fæddist á Akureyri 16. septem- ber 1939. Hún lést á sjúkrastofnun í Þýskalandi 2. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þórdís Aðalbjörns- dóttir og Steingrímur Guð- mundsson. Þau eru bæði látin. Alsystkin Ingibjargar eru: Guðmundur, f. 1942, hann býr á Akureyri; Unnur, f. 1943, búsett í Reykjavík, og Aðalbjörn, f. 1945, búsettur í Hafnarfirði. Þórdís og Steingrím- ur slitu samvistir og því ólst Ingi- björg, frá unga aldri, að mestu leyti upp hjá föðurömmu sinni, Unni Guðmundsdóttur frá Þúfna- völlum í Hörgárdal. Ingibjörg giftist Páli Árnasyni frá Hrísey 16. september 1957 og eignaðist með honum synina Þór, f. 13. júní 1958, og Steingrím Árna, f. 7. október 1963. Þeir eru báðir búscttir í Þýskalandi. Þór er kvæntur þýskri konu, Dagmar, og eiga þau soninn Gunnar. Ingibjörg og Páll skildu. Þá var Ingibjörg uni skamman tíma gift Einari Sigurðssyni frá Hafnarfirði. Þau skildu. Síðar kynnt- ist Ingibjörg eftirlif- andi eiginmanni sin- um, Reinhold Göhring, er þau störfuðu við Álverið í Straumsvík en Reinhold vann þar á vegum þýsks verktakafyrir- tækis við uppbyggingu verksmiðj- unnar. Þau giftu sig 24. júlí 1971 og fiuttu á heimaslóðir Reinholds í Albisheim í Vestur-Þýskalandi, þar sem þau hafa búið si'ðan. Þau eignuðust soninn Alexander Ró- bert, f. 29. desember 1973. títför Ingibjargar hefur farið fram. Jarðsett var á Möðruvöllum í' Hörgárdal. Ekki datt mér í hug, þegar Ingi- björg, mágkona mín, kom til Islands í september sl., að ég myndi ekki hitta hana aftur í þessu lífi. Hún kom til að halda upp á 60 ára afmæli sitt með fjölskyldu og vinum og var svo glöð að hitta okkur öll. Tveim vikum síðar var hún komin á spítala og ill- vígur sjúkdómur tók völdin. Hún sagðist gjarnan hafa viljað eiga nokkur ár í viðbót, en kallið kom fyrr en við áttum von á. Elsku Inga. Fyrstu sambúðina hófum við Guð- mundur hjá þér í agnarsmáu her- bergi, sem vakti mikla kátínu fyrir hversu lítið það var. Alltaf varst þú tilbúin að koma öðram til hjálpar, ef eitthvað bjátaði á. Oftast varst þú að snúast í kringum aðra og settir þig sjálfa aftast í röðina. Þér var fyrir mestu að öllum liði sem best. Það var sérstaklega ánægjulegt að sækja þig heim og njóta gestrisni þinnar. Kímnigáfa þín var einstök en ávallt í saklausum og sanngjörnum búningi. Þér var svo lagið að koma öllum í gott skap með spaugsyrðum þínum. Eg á eftir að sakna þess að fá ekki upphringingu þína frá Þýskalandi. Við áttum saman margar góðar stundir sem ég þakka. Ég mun minn- ast þín fyrir alla þína góðmennsku og u. g bið guð að styrkja eiginmann þinn og ástvini. Þín mágkona, María. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 669 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.