Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 UMRÆÐAN Skammarlegt • RUGLIÐ ætlar víst aldrei að enda. Astand- ið á Islandi er með ein- dæmum sérstakt og fólkið í landinu sér ekk- ert athugavert. Ég sé hinsvegar margt at- hugavert, það margt að mér finnst tími til kom- inn að lýsa vantrausti á ríkisstjórn íslands, svo og þorrann af stjórnar- andstöðunni. Meirihlutinn * Byggðavandi er eitt- hvað sem ekki þekktist fyrir 15 árum. Það var þegar hver byggð hafði réttindi til að veiða syndandi fiskinn í sjónum. Núna er blússandi byggða- vandi vegna þess að ríkisstjórnin er búin að reisa spilaborg sem saman- stendur af kvóta-„eigendum“ og al- þýðu. Margir þessara kvótaeigenda hafa selt sig út og flutt t.d. til Kanarí, skiljandi heil byggðarlög eftir í sár- um. Þeir sem mestan kvóta hafa að gjöf frá ríkinu halda nú fundi um það að sjávarútvegurinn sé best kominn hjá 1-4 fyrirtækjum, auðvitað sínum , fyrirtækjum. Ekki er nóg með það, heldur er Eimskip nú, í skjóli Burð- aráss, eins merkilegasta fjárfest- ingafélagi fyrr og síðar, að sölsa und- ir sig meirihluta veiðiheimilda í gegnum þessi félög og fæ ég ekki Kristján Ragnar Ásgeirsson betur séð en að á end- anum eigi óskabam þjóðarinnar eftir að gleypa hana að öllu leyti. Þá getum við hin, alþýðan, kannski feng- ið vinnu hjá þeim, eða hækkað sjálfsmorðs- tíðni hér á landi, allt eftir eigin ósk. Ef þessi fyrirtæki væru nú tilbúin að keppa um auðlindina við okkur hina í stað þess að vera oívemdað- ir aumingjar í skjóli spilltrar ríkisstjómar þá væri nú allt í fina lagi. En þegar Burðar- ás og Byggðastofnun era farin að ráðfæra sig hvert við annað um hjá hveijum eigi að fjárfesta á lands- byggðinni þá sér maður allt sem sjá þarf. Minnihlutinn Það er ekki mikið hægt að hrósa minnihlutanum fyrir góða kosninga- baráttu. Þó er Frjálslyndi flokkurinn málefnalegur á þingi, en það er ekki nóg. í hinum flokkunum er ávallt ósamstaða og sama þreytta fólkið býður sig fram sem „leiðtoga" hald- andi fast í vonina um að þeirra tími muni koma. Ég segi nú bara: hvenær takið þið vísbendingum? I flestum löndum í kringum okkur segja „leið- togar“ flokka af sér ef þeir bíða ósig- Fiskveiðistjórnun Kvótinn er mál málanna í efnahagslífí Islands, segir Kristján Ragnar — Asgeirsson. Þeir sem ekki átta sig á þessu eiga mikið bágt að mínu mati. ur í kosningum, en hér er meira en lítil þrjóska á ferðinni. Kvótinn Kvótinn er mál málanna í efna- hagslífi íslands. Þeir sem ekki átta sig á þessu eiga mikið bágt að mínu mati. Byggðavandinn er einungis til kominn af spilltri fiskveiðistjóm sem þurrkað hefur upp mörg byggðarlög af atvinnuöryggi og skikkað fólk til að hreyfa sig þar sem atvinna er meiri. Tökum dæmi: Ólafsfjörður er upp- þurrkaður staður. Þar hefur fólki fækkað um u.þ.b. 170 manns síðustu 15 árin. Fyrir jól var þar 14% at- vinnuleysi (á móti 1,4% á landsvísu). Grenivík hefur kvóta: Þar hefur fólki fjölgað og fjölgar enn. Ég tel mig ekki þurfa að útskýra þetta nánar nema að því leyti að til þess að fjöl- breytni geti skapast í atvinnulífinu verður að hafa kjama, sem á íslandi er fiskur. Ef menn myndu hætta að vera jafn ógeðslega gráðugir og nú tíðkast og ef ríkisstjórnin hefði bein í nefinu, þá legði ég til að hvert byggð- arfélag fengi svona 3 tonn á hvern íbúa í gjöf frá ríkinu. Með þessu gætu sveitarfélögin drýgt tekjur sín- ar við að leigja þetta gegn vægu verði til báta, ekki frystiskipa, sem skapa myndu verðmæti og vinnu með veiðum sínum og löndunum í byggðinni. Frystiskipin byggju áfram við núverandi kvótakerfi, nema í miklu minna mæli, þar sem þau henda jafnan helmingi þess sem þau veiða sem orsakar ofveiði, sé miðað við núverandi kvótahlutfall á slíkum skipum. Ef þessi leið yrði farin væri byggðavandinn úr sögunni. Meira líf myndi færast í bæina, þjónustu- greinar myndu dafna og auðveldara væri að koma með nýjungar í at- vinnulífið. Lífið er of stutt til að vera að svona þjarki eins og við stöndum í hér á ís- landi í dag. Island er lítil þjóð með viðkvæman efnahag. Allir ættu að geta lifað vel hér á landi ef þeim yrði bara gefið tækifæri til að vinna sig upp. Stefnan er því miður ekki þann- ig í dag og ég vona að fólk vakni sem fyrst svo hægt sé að sporna við ein- ræði áður en það er of seint. Að lokum vil ég lýsa stuðningi mínum við aðgerðir þeirra kvóta- lausu og kvótalitlu báta sem fara að lögum með veiði sinni við íslands- strendur. 1. gr. fiskveiðistjómunar- laganna segir að þetta sé auðlind þjóðarinnar og að lögin myndi ekki eignarrétt yfir henni. Því er ekki hægt að segja að þessir menn séu að neinu leyti að bijóta lög né reglur með þessari sjálfsbjargarviðleitni. Fiskistofa má vara sig á því að sekta eða svipta nokkum þessara manna í þegjandi hljóði, því hún er að fara eftir reglum sem stangast á við lög og stjórnarskrá, og gæti því orðið verulega skaðabótaskyld ef einhverj- um dytti í hug að leita réttar síns. Megi franskir bændur og flutn- ingabílstjórar vera innblástur ykkar sjómanna. Höfundur er nemi við Sam- vinnuháskóiann á Bifröst. Fréttir á Netinu mbl.is __/\LLT/\/= en~TH\SAÐ /VFTT ATVIIMIMU- AUGLÝSING AR Áhugaverð aukavinna Morgunblaðið leitar að áreiðanlegum aðil- um til að taka að sér dreifingu blaðsins í forföllum blaðbera. Um er að ræða fast starf en vinnuálag er mismikið. Vinnutíminn er frá kl. 6 á morgn- ana útgáfudaga blaðsins og fram eftir morgni, þó aldrei lengur en til hádegis. Ætlunin er að ráða annað hvort hóp fólks, t.d. íþróttafélag, eða 2-3 einstaklinga sem taka að sér verkefnið sameiginlega. Viðkomandi þurfa að hafa bíl til umráða og geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir hafi samband við Bergdísi Eggertsdóttur í síma 569 1306 mánu- daginn 24. janúar eða þriðjudaginn 25. janúar á skrifstofutíma. Morgunblaðið leggnr áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Sjálfboðavinna í Afríku Sjálfboðavinna í Zimbabwe og Mosambique SÍ AIDS forvarnarstarf — Barnahjálp — Fátækra- hjálp — Landbúnaður — Kenna götubörnum. Þú getur breytt lífi fólks sem þarfnast hjálpar — og breytt þínu eigin lífi. Byrjað 7. febrúar eða 1. apríl 2000. Upplýsingafundur á íslandi! Hringdu núna — eða skoðaðu www.lindersvold.dk Sími 0045 56 72 61 00. Netfang: drhsydsj@inet.uni2.dk The Travelling Folk High School FÉLAGSSTARF Handverk & Hönnun á Norðurlandi vestra Forsvarskonur Handverks & Hönnunar funda á Blönduósi sunnudaginn 23. janúar. Fjallað verður um hlutverk verkefnisins og viðfangs- efni framundan. Einnig verðurýtarleg umfjöll- un um hönnun undirtitlinum „Hönnun — heima og að heiman". Dagskráin verðurfrá kl. 10.00 til 15.00 í sal Samstöðu á Þverbraut 1 á Blönduósi. Allt handverksfólk velkomið. Aðgangur ókeypis. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra. Jafnréttisráðgjafi. Laugardagskaffi Samfylkingarinnar í Reykjavík Fyrsti laugardagsfundur Samfylkingarinnar í Reykjavík verður á Sólon íslandus, 2. hæð, við Bankastræti kl. 11 í dag. Svanur Kristjáns- son prófessorfjallar um þriðju leiðina og um- ræðuhópar verða kynntir. Alþingismennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ossur Skarphéðins- son eru sérstakir gestir fundarins. Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík FUNOIR/ MAIMISIFAGNAÐUR Tálknfirðingar nær og fjær! Þorrablót verður haldið í húsi Ferðafélags íslands, Mörkinni 6, Reykjavík, föstudaginn 11. febrúar. Húsið opnað kl. 20.00. Midapantanir fyrir 31. janúar hjá: Lóló í s. 553 7015, Andrési í s. 587 7632, Láru í s. 557 3242 (gsm 898 8200), Hjördísi í s. 565 3328 (gsm. 862 3328) eftir kl. 18.00. Pantaðir miðar sóttir í hús Ferðafélags íslands, Mörkinni 6, Reykjavík, mánudaginn 7. febrúar milli kl. 17.15-20.00. TIL SÖLU Söluturn til sölu í Grafarvogi Til sölu rekstur og húsnæði. Verð 15,8 millj. Upplýsingar gefur Hrafnhildur í síma 567 2626. TILKYISIIMIIMGAR JT|^ Hafnarfjarðarbær Orðsending til ellilífeyris- og örorkuþega í Hafnarfirði Fasteignaskatturog holræsagjöld verða eins og undanfarin ár lækkuð eða felld niður af íbúðum ellilífeyris- og örorkuþega í Hafnarfirði, séu þeir innan þeirra tekjumarka sem bæjar- stjórn hefur sett fyrir tekjuárið 1999: Tekjuviðmiðunin er: a. Einstaklingar: Brúttótekjur allt að 779.000 100% niðurf. " " " 930.000 70% " " " " 1.193.000 40% " b. Hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar: Brúttótekjur allt að 1.220.000 100% niðurf. " " " 1.458.000 70% " " " " 1.653.000 40% " Lækkanir eða niðurfellingar hjá ellilífeyris- og örorkubótaþegumtaka eingöngu til fasteigna- skatts og holræsagjalds en ekki til lóðarleigu, vatnsgjalds og sorpeyðingargjalds. Bæjarlög- maður mun fúslega veita þeim elli- og örorku- lífeyrisþegum sem þess óska frekari upplýsing- ar. Skila þarf staðfestu endurriti af skattskýrslu á bæjarskrifstofumar, Strandgötu 6. Hafnarfirði 19. janúar 2000, Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Bókamarkaður í Kolaportinu um helgina. Fullt affínum bókum. Gvendur dúllari — bækur eru bestar — lesnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.