Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 68

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 68
58 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS llinsjón Arnór G. Ragnarsson fslandsmót í parasveitakeppni ÍSLANDSMÓT í parasveita- '^ceppni verður spilað helgina 29.-30. janúar. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilað- ar eru 7 umferðir með 16 spila leikj- um og raðað eftir Monrad-fyrir- komulagi. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Keppnisgjald er kr. 10.000 á sveit. Skráning í s. 587 9360 eða brid- ge@bridge.is Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 14. janúar spiluðu 22 pör í Gjábakkanum og voru spiluð 27 spil. Lokastaðan í N/S: Eysteinn Einarsson - Þórður Jörundss. 258 Sigurður Pálss. - Elín Jónsdóttir 251 Halla Ólafsd. - Magnús Halldórss. 250 Hæsta skor í A/V: Anton Sigurðsson - Hannes Ingibergss. 272 Stefán Ólafsson - Sigurjón Sigurjóns. 259 Fróði Pálsson - Þorleifur Þórarinss. 245 Þriðjudaginn 18. janúar var mjög góð þátttaka en þá spiluðu 28 pör Michell tvímenning. Lokastaðan í N/S: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Ámason 417 AlbertÞorsteinss.BjörnÁmason 367 Ólafur Ingimundarson - Jón Pálmason 365 Hæsta skor í A/V: Halla Ólafsd. - Magnús Halldórss. 395 Hörður Davíðsson - Einar Einarsson 347 " Láras Hermannss. - Þorleifur Þórarins. 344 Meðalskor á föstudag var 216 en 312 á þriðjudag. Bridsfélag HafnarQarðar Miðvikudaginn 19. janúar voru spilaðar 4 umferðir í A.-Hansen- mótinu, sem að þessu sinni er spilað með Barometer-sniði og Butler-út- reikningi. Úrslit þetta kvöld urðu þannig: Erla Sigurj ónsdóttir - Guðni Ingvarsson „44 Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss.38 Atli Hjartarson - Þórður Þórðarson.21 Sverrir Jónsson - Ólafur Ingimundarson ...7 Jón N. Gíslason - Snjólfur Olafsson.7 Staðan að loknum 8 iimferðum er þannig: Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 73 Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson „70 Jón N. Gíslason - Snjólfur Ólafsson.60 Valdimar Sveinss. -Eðvarð Hallgrímss. ...40 Sverrir Jónsson - Ólafur Ingimundarson .27 Hulda Hjálmarsd. - Halldór Þórólfsson ...27 Butlernum lýkur næsta miðviku- dagskvöld. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenniskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ. Mánudaginn 10. janúar, 19 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánsson .243 Halldór Kristinsson - Hjálmar Gíslason .241 Ragnar Bjömsson - Haukur Guðm.ss.... 230 Arangur A-V: Sigurður Pálsson - Elín Jónsdóttir.251 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsd. ... 239 Ólafur Ingvarss. - Þórólfur Meyvantss.. 227 Fimmtudaginn 13. janúar. 21 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefss... 249 Sigurl. Guðjónss. - Olíver Kristófers.239 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörandss. 233 ÁrangurA-V:. Magnús Halldórss. - Baldur Ásgeirss.269 Alda Hansen - Margrét Margeirsd..252 Sæmundur Bjömsson - Jón Stefánsson 237 Bridsdeild FEBK í Gullsmára Tvímenningur var spilaður fimmtudaginn 20. janúar. Tuttugu pör mættu til leiks. Efstvoru: NS: Sigrún Sigurðardóttir-Guðmundur..192 Kristján Guðmundsson - Sigurður..181 Viðar Jónsson - Sigurþór Halldórsson.... 178 AV: Einar Markússon - Emst Bachmann.....221 Guðm. Á Guðmundss. - Jón Andrésson „186 Þormóður Stefánss. - Þóhallur Amason .177 Bridsdeildin í Gullsmára 13 spilar mánudaga og fimmtudaga. TIL SÖLU SUBARU F0RESTER TURB0 árgerí 1998 Stórglæsilegt eintak. Sjálf- skiptur, rafdr. toppl., leður- innrétting, 16" álfelgur, loft- kæling, vindskeið o.fl., ek. 21 þ. km. Verð 2.790 þús. Ath. sk. á ód. Sími 587 7777 v/ / Funahöfða 1 • Fax 587 3433 www.litla.is Verið velkomin að hringja og fá nánari upplýsingar í síma 8978599 /AOTTdSðúfv KOLAPORTIÐ KOLAPORTIÐ - OPIÐ FÖSTUDAGA KL. 12:00-18:00 OG ALLAR HELGAR KL. 11:00-l 7:00 30-50% afsláttur Úrvalaf handofnum ÚRVAL AF HANDOFNUM BOHARA, HAMADAN OG ULLARMOTTUM FRÁ KÍNA, ÍRAN OG PAKISTAN ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær þjónusta BÖRKUR hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þökkum til verslunarinnar Mon- soon. Hann fór þangað rétt fyrir jólin og keypti kjól handa konunni sinni í jóla- gjöf. Hann keypti vitlaust númer og þurfti því að skila kjólnum. Honum var boðið að fá kjólinn endurgreidd- an, þar sem númerið sem hann ætlaði að fá í staðinn var ekki til, eða að fá sér- pantaðan nýjan kjól að ut- an. Hann valdi seinni kost- inn og sagði að stúlkurnar í versluninni hefðu verið al- veg frábærar og þjónustan til fyrirmyndar í alia staði. Einnig vildi hann koma því á framfæri, að það að kaupa vöru og skiia henni aftur og taka út útsöluvöru, væru ekki algengir viðskipta- hættir. Ráð varðandi snyrtivörur ÁSTA hafði samband við Velvakanda og langaði að gefa gott ráð varðandi snyrtivörur. Fyrir mögum árum keypti hún alltaf dýr- ustu snyrtivörumar og lenti svo í því, að steypast öll út í ofnæmi. Hún fór til húðsjúkdómalæknis, sem sagði henni að hún þyldi ekki ilmefnin í vöranum. Þá fór hún að kaupa snyrtivör- ur, sem búnar era til í apó- tekum. Þær era ilmefna- lausar, mjög góðar og ekki skemmir verðið, því þær era miklu ódýrari. Einnig segist hún nota hreint tal- kúm í stað svitalyktareyðis og segir að það sé afar gott. Kjarasamningar NÚ FARA kjarasamningar að losna hjá hinum ýmsu stéttarfélögum og launa- baráttan að hefjast. Stein- unn hafði samband við Vel- vakanda og langaði að vita, af hverju það væri alltaf samið í % en ekki í krónum. Henni finnst vera mikill munur á launþegum og konur verði sérstaklega illa úti. Góðir pistlar, en dálítið um villur SIGFÚS hafði samband við Velvakanda og vildi þakka fyrir frábæra pistla um brids eftir Guðmund Pál Arnarson í Morgunblaðinu. Eina sem hann getur ekki sætt sig við, er það, að oft vilja slæðast villur inn í pistlana. Honum finnst það vera algjör synd, því oft er ekki hægt að sjá hvaða spili er verið að spila út. Morgunblaðið og 24-7 MIG langar til að lýsa óánægju minni með dreif- ingu Morgunblaðsins á blaðinu 24-7 á fimmtudög- um. Eg hafði samband við áskriftardeild Morgun- blaðsins til þess að láta taka þetta blað út úr blað- inu mínu, en það reyndist ekki hægt. Mér fmnst þetta blað vera hálfgert sóðablað, sem ég vil ekki fá inn á mitt heimili. Eg er með ung börn og vil ekki láta þau lesa þetta blað. Mér finnst, að ef fólk vill lesa blaðið, þá geti það keypt það úti í búð. Mér finnst einnig, að blaðið höfði til ákaflega þröngs hóps lesenda. Guðrún Tapað/fundid Barnatrefill týndist LJÓSBRÚNN barnatrefill með bangsahaus á endan- um týndist 30. desember sl. á Klapparstíg eða neðar- lega á Laugavegi. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 553-1486. Módelhringur týndist MÓDEL-gullhringur týnd- ist við Grafarvogssundlaug, Prentsmiðjuna Odda, Póst- húsið í Mjódd eða Náttúra- lækningabúðina í Kópa- vogi. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband við Áróru í síma 586-1199. Tvö strákahjól hurfu úr Grafarvogi TVÖ GT-strákahjói hurfu frá Reyrengi í Grafarvogi rétt fyrir jólin. Annað hjólið er bláyrjótt og hitt er gráyrjótt. Ef einhver hefur orðið var við hjólin, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við Björk í síma 567-5343. Dýrahald Óskar er týndur ÓSKAR er mjög stór, svartur norskur skógar- köttur, með mikið loðið skott. Óskar hvarf frá Þing- hólsbraut í Kópavogi. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega hafi samband í síma 554-7004. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... SKUDÝRKUN er fyrirbrigði sem talsvert hefur borið á í vestrænum samfélögum á undan- förnum árum og birtist í ýmsum myndum. Þetta orð kom upp í kunn- ingjahópi Víkverja hér á dögunum þar sem rætt var um nýjan umræðu- þátt í ríkissjónvarpinu, en sumum viðmælenda Víkverja fannst stjórn- endur þáttarins helst til „bernskir“ í framgöngu og reynslulitlir. Víkverji verður þó að segja að honum finnst ómaklega vegið að þessu unga og efnilega fólki úr ýmsum áttum, þótt raddblærinn hljómi kannski ungæð- islega og glaðbeitt svipmótið ef til vill ekki alltaf í samræmi við alvöru málsins sem um er rætt. Hitt er svo annað mál, að það má sjálfsagt deila um þá tilhneigingu stjórnenda íslenskra sjónvarps- stöðva að vera sífellt að „yngja upp“ í starfsliði stöðvanna og þessa ár- áttu að allt þurfi að vera svo ferskt, opið og skemmtilegt í anda „Vertu hress, ekkert stress, bless“ sjónvarpsmannsins sællar minning- ar. Þessi yfirþyrmandi hressleiki tröllríður einnig flestum útvarps- stöðvum þannig að maður er í sí- auknum mæli farinn að „flýja“ yfir á gömlu „gufuna“, bara til að hvíla sig á þessum ósköpum. En það eru kannski bara ellimörk? Víkverji veit ekki hvort gerð hef- ur verið könnun á því hvaða aldurs- hópar hlusta mest á útvarp eða horfa á sjónvarp, en af þessari æskudýrkun má ráða að það sé nær eingöngu fólk undir þrítugu. I sjón- varpi má nú velja á milli fjölda sjónvarpsstöðva, sem eingöngu flytja létta tónlist og flestar út- varpsstöðvar byggja á slíkri tónlist, í bland við aulafyndni og hressleika- kjaftæði. Nú hefur meira að segja verið sett á stofn sérstök sjónvarps- stöð, sem bersýnilega er ætlað að höfða eingöngu til ungmenna á mis- jöfnu þroskastigi og í sjálfu sér ekk- ert við það að athuga ef tilgangur rekstursins er að ná til þessa mark- hóps. XXX ASAMA tíma og unga fólkið er að leggja undir sig íslenska Ijósvakafjölmiðla má sjá hjá rót- grónum erlendum sjónvarpsstöðv- um gamalkunnug „andlit“, sem birst hafa á skjánum áratugum saman, og virðast vaxa að virðingu og hæfni með árunum og má þar nefna stjórnendur fréttaskýringaþáttar- ins „60 mínútur", fréttamenn CNN og Sky sjónvarpsstöðvanna að ógleymdum Larry King, sem að öðrum ólöstuðum er líklega einhver virtasti og hæfasti sjónvarpsmaður í heiminum nú um stundir. Þó er maðurinn kominn af léttasta skeiði og æskuþrótturinn löngu þrotinn. Larry King hefur hins vegar þá reynslu sem nauðsynleg er til að stjóma fréttatengdum umræðu- þætti með trúverðugum hætti og Víkverji sér ekki fyrir sér að yngri og fríðari maður myndi þar bæta um betur. Hér á landi virðast menn hins vegar ekki hafa úthald til að festa sjónvarpsþætti í sessi, með örfáum undantekningum, svo sem „Nýjasta tækni og vísindi“, sem hefur staðið af sér allar tískusveiflur, enda hefur sami maður haldið þar um stjórnvöl- inn árum saman við góðan orðstír. Aðrir þættir hafa fjarað út, jafnvel þótt þeir hafi mælst vel fyrir, og má þar nefna „Dagsljós", sem fór vel af stað á sínum tíma og spjallþáttinn „Á elleftu stundu“ þar sem tveir gamalgrónir og reyndir fjölmiðla- menn sýndu skemmtileg tilþrif, þótt komnir væru af léttasta skeiði. Víkverji er kannski að taka full djúpt í árinni með þessum staðhæf- ingum og það má alls ekki skilja orð hans svo að hann vantreysti ungu fólki. „Ef æskan vill rétta þér örv- andi hönd, þá ertu á framtíðarvegi," kvað skáldið forðum og eru það vissulega orð að sönnu. En sjálfsagt er þó að vara við þessum „hress- leika“-tilhneigingum, sem í síaukn- um mæli tröllríða ljósvakamiðlunum og æskudýrkunin má ekki ganga svo langt að reynslu og þroska sé alfarið varpað fyrir róða. Jafnframt má minna á að það er vissulega líf eftir þrítugt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.