Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 6

Skírnir - 01.01.1894, Side 6
6 Löggjöf og landstjórn. arseli og Odda skal vera lögsagnarumdæmi út af fyrir sig með kaup- staðarréttindum. Sýslumaðurinn í Norður-Múlasýslu skal jafnframt vera bæjarfógeti kaupstaðarins. 10. nóv.: 15. Lög um bann gegn botnvörpuveiðum. Fiskiveiðar með botnvörpum eru bannaðar í landhelgi, og varða sektum 1000—10,000 kr. Ólögleg veiðarfæri og afli eru upptæk Sektir renna í landssjóð. Hér skal ennfremur getið auglýsingar (9. nóv.) um verslunar- og sigl- ingasamning milli Danmerkur og Spánar, er gerður var 4. júlí 1893. en fullgiltur 10. ágúst þ. á. Eru þar raeðal aunars þau ákvæði (í 4. gr. samningsins) að eigi skuli lagt annað eða hærra útflutningsgjald á ýmsar afurðir og iðnaðarmuni úr Danaveldi — þar með er talið smjör, ostur og mjólkurgerðarvarningur, nýr eða verkaður fiskur, saltaður og hertur, hrogn, lýsi og sundmagar — er fara til Spánarveldis beina leið á landi eða sjó, heldur en á samskonar afurði og iðnaðarmuni frá öðrum þjóðum. Af landsstjórnarbréfum, sem birt voru í hinni innlendu (B) deild Stjórnartíðindanna skal þessara getið: Landshöfðingjabréf (4. jan.) um 3000 kr. lántöku handa bæjarsjóði ísafjarðar til sjúkrahússtofnunar á ísifirði, ráðgjafabréf (27, febr.) um staðfesting á kaupmála milli hjóna (Lauds- höfðingja er nú falið að veita þess konar leyflsbréf), endurskoðuð reglu- gjörð fyrir landsbankann (8. apríl), rgjbr, (1. marz) um nppsiglingarmæl- ing á Hvammsfjörð, rgjbr. (18. apríl) um strandferðir samkvæmt ferða- áætlun alþiugis 1893, llibr. (s. d.) um flutning á þingstað í Dingeyrar- hreppi, frá Meðaldal að Þingcyri, lhbr. (s. d.) um endurvcitingu á hlunn- indum handa sparisjóði á ísafirði, lhbr. (14. júní) nm gæslu á ölfusár- brúnni, konungsstaðfesting (2. júlí) á skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð skip- stjóra og stýrimanna við Faxaflóa, lhbr. (5. júlí) um hlutdeild Austur- Skaptafellssýslu í eignum og skyldum Suðuramtsins. lhbr. (20. júlí) um rétt félaga, sem útlendingar eiga hlut i, til veiðiskapar í landhelgi o. fl., lhbr. (24. júlí) um hafuargjald-igreið-dn í Reykjavík af skipum sem áður hafa leitað hafnar sökum ejóskemmda, Ihbr. (31. júlí) um bókun á auka- tekjum, er sýslumönuum bera, reglur fyrir umferð um brúna á Ölfusá hjá Selfossi (1. ágúst), lhbr. (11. sept.) um flutning þingstaðar i Fiateyjar- hreppi, frá Svefneyjum að Flatey, lhbr. (12. sept.) um ráðstafanir til þess að lög um bæjarstjórn á Seyðisfirði geti gengíð í gildi, rgjbr. (21. sept.) um þingsályktun út af tillögum yfirskoðunarmanna alþingis við lnndsreikn- inginn fyrir árin 1890 og 1891, konungsstaðfesting (21, sept.) á skipu-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.