Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 9

Skírnir - 01.01.1894, Page 9
Löggjöf og laudsstjórn. 9 Þessar urðu breytingar á skipun embættismanna: Lausn frá embœtti fengu: Jakob Benediktsson prestur í Glaumbœ (30. jan.), Oddur Gíslason prcstur á Stað í Grindavík (9. maí) og Pét- ur Guðmundsson prestur í Grímsey (12. nóv.). Vikið frá embœtti um stundarsakir var Einari Thorladus sýslum. í Norður-Múlasýslu (30. júní). Amtmannsembœttið norðan og austan var veitt Láirnsi Þ. Blöndal sýslumanni í Húuavatnssýslu (2ö. febr.). Til að gegna sama embætti var Klemens Jónsson sýslumaður í Byjafjarðarsýslu settur (28. maí). Loks var sama embætti veitt Páli Briem, sýslumanni i Raugárvallasýslu (12. september). Sýslumannsembœttið í Snœfellsness- og Hnappadalssýslu var veitt Lárusi K. Bjarnason, settum sýslumanni og bæjarfógeta á ísafirði (30. mai). Settir sýslumenn voru: Benedikt Blöndal, umboðsmaður í Hvammi, í Húnavatnssýslu (22. júní), Axel Tulinius, cand. jur., í Norðurmúlasýslu (30. júní), Sigurður Briem, cand. polit., í ísafjarðarsýslu (7. júlí), Jóhann- es Jóhannesson, cand. jur., í Húnavatnssýslu (1. ágúst), Magnús Torfason, cand. jur., i Rangárvallasýslu (19. okt.). Málfœrslumenn við landsyfirréttinn voru scttir: Hannes Thorsteins- son, cand. jur. (28. júlí) og Magnús Torfason, cand. jur. (18. sept.). Kennaraembœttið við lœknaskólann var veitt Guðmundi Magnússyni, héraðslækni í 9. læknishéraði, Skagafirði (30. maí). Lœknisembœtti i 4. lœknishéraöi, Stykkishólmi, var veitt Davíð Sch. Thorsteinsson, héraðslækni í 5. læknisbéraði, Barðaströnd (12. sept.). Þess- ir voru settir héraðslæknar: Guðmundur Hannesson, háskólakandidat, í 14. læknishéraði, Norðurmúlasýslu (13. april) og aptur í 9. læknishéraði, (30. júní), Tómas Helgason læknaskólakuudidat í 4. læknishéraði (21. apríl) og í 5. læknishéraði (8. okt.) og Jón Jónsson, læknaskólakandidat í 14. lækn- ishéraði (30. júni)- Aukalœlcnisstyrk fengu þessir: Ólafur Finsen læknaskólakandidat, sem aukalæknir ó Skipaskaga (13. jan. og aptur 14. júni) og Friöjón Jens- son, læknaskólakandidat, sem aukalæknir milli Straumfjarðarár í Hnappa- dalssýslu og Langár á Mýrum (14. júuí). Siguröur Hjörleifsson, há- skólakandidat, fékk endurvcittan styrk sem aukalæknir í Grýtubakka-, Háls- og Ljósavatnshreppum fyrst um sinn frá 1. jan. 1895 til aprílloka s. á. (29. sept.). Oddur Jónsson, læknaskólakandidat, fékk fyrst um sinn um eitt ár styrk, sem aukalæknir í Strandasýslu noröanverðri (31. des.).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.