Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 13

Skírnir - 01.01.1894, Síða 13
Samgöngumál. 13 vík atlt til Laudeyja og Eyjafjalla. Sá bátur heitir „Oddur“ og cr eign Lefolii, er versiun rekur á Eyrarakka. Hér skal nokkuð minnst á járnbrauta- og siglingamálið. Er það skjót- ast nf að sCgja, að eigi hafa önnur nýmæli jafnmikilsverð borið á góma i þingsölum íslands. Sá, er var upphafsmaður þessarar ráðagerðar, var Sig- tryggur Jónasson, hefur liann um mörg undanfarin ár, verið bösettur fyrir vestan haf og talinn jafnan í flokki fremstu íslenskra manna þar um slóðir. Fyrir nokkrum árum var allmikið deilt i íslenskum blöðum, bæði austan hafs og vestan, út af fyrirlostri, er séra Jón Bjarnason hélt og nef'ndur var: „ís- land að blása upp“. Þá hafði Sigtryggur þessi tekið til máls og haldið því fram, að sá einn væri vegur, að sætta þessa þjóð við kjör sín, ef við- rétting fengist á atvinnuvegum — fyrst og fremst samgöngufæruin. Hafði bann síðan lagt allan hug á, að gera eitthvað frekar til þess, að fá hug- myndum sínum framgengt og tókst að endingu að fá nokkra menn í Liver- pool til þess, að lofa allmiklu fjárframlagi til járnbrautarlagningar hér á Iandi, með því skilyrði, að alþingi veitti til þess lagaheimild og fjárstyrk ríflegan. Þeir Jens Pálsson, þm. Dalasýslu, og Jón Þórarinsson, 2. þm. Gullbr.- og Kjósars., gerðust flyténdur þessa máls á alþingi. Helstu atrið- in í lagafrumvarpi þvi, er þeir báru fram voru, að veita skyldi lilutafélagi einkaleyfl til að leggja járnbraut frá Reykjavík, austur í Rangárvallasýslu, og aðra þaðau eða af Akrancsi norður um land tíl Eyjafjarðar, svo og greinar frá aðalbrautum þessum. Byrjað skyldi á því af hálfu þessa fé- lags, að leggja járnbrautina frá Reykjavík anstur að minnsta kosti öO mílur ensknr (lO’/a mílu danska) og áttu eimlestir að ganga eptir braut- inni 6 sinnum i viku hverri frá miðjum apríl fratn í nóvembermánuð, en á öðrum tímurn, eins og því yrði við komið vegna snjóa. Pyrir þetta skyldi greiða til félagsinB af landsfé 50,000 kr., á ári hverju hiu næstu 30 ár. Jafnframt því skyldi félag þetta taka að sér, gegn jöfnu fjárframlagi úr landssjóði um jafnlangan tíma, gufuskipaferðir milli Englands og ís- lands og umhvertis land. Höfuðstóll félagsins átti að vera ö miljónir kr. i hlutum, er hver væri 100 kr. Varnarþiug átti féiagið af hafa í Reykja- vík. Neðri deild setti þegar nefnd manna til þess, að fjalla um málið, en eigi urðu nefndarmenn allir á eitt sáttir; réðu sumir þingdeildiuni frá að sunþykkja frumvarpið og báru fyrir stuttan undirbúning og utnhugs- unartíma og þótti það eigi hlýða, að leggja á þjóðina slíka útgjaldabyrði. að henni fornspurðri. Og enn þótti þeim ísjárvert, að binda ferðatilhögun um 30 ára tímabil, við núverandi ástand lands og lýðs. Eleiri af nefndar-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.