Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 18

Skírnir - 01.01.1894, Page 18
18 Árferð. Árferð. Veörátta frá ársbyrjun og fram eptir vetrinum mátti heita mild. Stormasamt var tíðurn og fannkoma nokkur, en frost voru væg. Með aprílmánuði gerðist tiðarfar hlýtt, og voru allan þann mánuð um suðurland frost nær þvi engin, og höfðu pess ekki verið dæmi um þann tima árs, 20 árin næst á undan. Aptur var vorið kalt og þurrviðrasamt. En um fardagaleyti brá veðri til rigninga sunnanlands og héldust þau vot- viðri þar suinarið út, svo að þar varð lítið hlé á. En fyrir norðan land og austan liélst öndvegistíð yfir sumarið. Aptur var fremur votviðrasamt á vesturlandi. Haustveðrátta var og hin hagstæðasta nyrðra, en á suður- landi gengu umhleypingar og hrakviðri mikil, opt með rigningum og slyddu, því ávallt var frosthægð. Milli jóla og nýárs gengu víða rok- viðri, þar með fylgdu stórkostleg sjófióð og urðu um þær mundir víða skemmdir miklar. Jarðskjálfta varð lítið eitt vart tvisvar sinnum á ár- inu i Reykjavík (11. marz og 17. júlí). Tvisvar heyrðust þar og þrwmwr (9. júlí og 28. ágúst). Grasvöxtur var víða i meðallagí, en á nokkrum stöðum fyrirtaksgóður. Harðveili var yfirleitt lakast sprottið; ollu því þurrkarnir um vorið. Mestur var grasvöxtur á flæðiengjum og sumstaðar á blautum mýrum. Heyskapur var misjafn. Á suðurlandi gekk erfitt að ná inn heyjum vegna votviðranna, og skemmdust þar mjög heyföng manna. Aptur var nýting á heyjum að sínu leyti betri á vesturlandi. Á norðurlandi og Austfjörðum varð heyafiinn mikill og góður. Þar var grasBpretta í betra lagi og nýting hin besta. Garötyrkja heppnaðist yfirleitt allvel. Skepmtliöld voru góð um vorið. En um haustið æddi vogestur mik- ill yfir land allt. Það var hráðapest í sauðfé; vaið hún nú svo skæð og almenn, að menn þekkja þess varla dæmi áður. Þannig var talið, að í Árnessýslu hefðu farist úr henni nær 6 þúsund fjár og í Borgarfjarðar- sýslu hátt á 4. þúsund. Yfir höfuð gerði pestiu mest spell á suðurlandi og vesturlandi og nokkur líka nyrðra. Á einstöku stöðum var reynd bráðasóttarbólusetning eptir því sem Ivar Nielsen, frægur norBkur dýra- læknir, hefur ráðið til, því svo vildi til, að þeirri aðferð var nákværalega lýst um sumarið í íslensku blaði (ísafold). Heppnaðist þetta sumstaðar, en ekki varð samt lið að því alstaðar þar er reynt var; má og vora að þar hafi ekkí verið farið að öllu leyti eptir fyrirsögn Nielsens. Pieiri ráða var og leitað, og varð á sumum stöðum lið að meðaii (tinctura nucis vo- mieæ), er áður hafði verið í Búnaðarriti Hermanns Jónassouar ráðlagt við lakasótt á kúm.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.