Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 19

Skírnir - 01.01.1894, Síða 19
Atvinnuyegir. 19 Atvinnuvegir. Fislciveiðnr heppnuðnst inisjafnlega þetta ár. Á suðurlandi varð vetrarafli með minna mðti, hlutahæð inisjöfn og fiskur rýr. Aptur varð sj&varafli á vorvertíðiuni meiri, en um haustið og fram «ð nýári mátti heita aflalaust með öllu við Faxaflða. Austanfjalls, í Ár- nessýslu, voru aflabrögð mjög gðð á vetrarvertíðinni, þegar gæftir leyfðu ajðsðkn, en aflalítið var þnr og um haustið. ÁVestfjörðum var fiskitregða mikil fram eptir vetrinum, en um haustið voru aflabrögð þar mjög góð. Á fjörðum fyrir norðan Iand aflaðist vel um smnarið, og slikt hið sama á Áustfjörðum. Þar var og síldargongd mikil um haustið með köflum. Þil- skipaafli varð hvervetua rýr þetta ár. Hvalveiðar Norðmanna hér við land þetta ár heppnuðust svo, að þeir öfluðu 523 hvali og úr þeira fengust 21,585 tunnur af lýsi. Gufubáta höfðu þeir til veiðannn, 15 að tölu. Hvilveiðafitgerð stofnuðu Norðmcnn enn eina í viðbðt á Vestfjörðum; hcitir sá hvalveiðamaður Bull og hefur sest að á Hesteyri í Jökulfjörðum. Hvalrelcar urðu nokkrir. í Smiðjuvík á Hornströndum rak hval og 2 í Hornafirði, á Bjarnanesreka. Ennfremur rak hval í Breiðuvik í Norður- Mölasýslu og annan á Barðastöðum í Staðarsveit. Hjá Hindisvík á Vatns- nesi náðust og 2 hvalir. Rostungur var unninn í Grindavík um haustið. Fuglveiðar heppnuðust þannig í Vestmannaeyjura, að fýlungatekja varð þar í hesta lngi, en lundaveiði ekki gðð. Svartfuglaafli var þar og 1 lakara lagi. Fuglaafli við Drangey þótti vera í meðallagi. Verslun var yfirleitt hagstæð landsbfium. tJtlend vara var seld með v»gu verði, og flestur innlendur varningur komst i sæmilegt verð, nema fiskur var enn sem fyr i lágu verði. Fjársala til Bretlands var niiklu meiri þetta hanst, en verið hefur um nokkur undaufariu ár. Fyrir norðnn land keypti Mac Kinnon frá Leith fé á fæti, og Fr. Franz fjár- kaupmaður frá Glasgov. Hann keypti og fé i Borgarfirði. Frcinur þótti lágt verð hjá þeim, en þó létu landsmenn vel yfir að skipta við þá, því Peningar voru vissir í aðra hönd, en þeirra hefnr vcrið tilfinnanlegur skortur að undanförnu. Franz kaupmaður varð fyrir miklu tjóni á einum flárfarmi sinum á fitleiðinni; fórust nær tveir þriðjungar fjárins, er var á akipinn (um 2000), cn skip og menn lentu í mikilli hættu. Fjöldi fjár var °g sendur til Bretlands i umboðssölu á ábyrgð seljanda; fyrir þeirri sölu stóð Björn Kristjánsson fyrir Borgtírðinga og nokkra Árnesinga; heppnað- ist nfi fitflutningurinn nokkurn veginn, en verð var ærið lágt, er fyrir 2*

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.