Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 22

Skírnir - 01.01.1894, Side 22
22 Atvinnuvegir. en hitt við Faxaflða, til að koma upp klakageymsluhúsum. Segir bvo í lögum hins sunnlenska hlutafélags, ísfélagsins við Faxaflða, að tilgangur þess sé, „að safna ís og geyma hann til varðveistu matvælutn og beitu, versla með hann og það sem hann varðveitir, bæði innan lands og utan, og styðja að viðgangi betri veiðiaðferðar við þær fisktegundir, er ábata- samast er að geyma í ís“. Forgöngumaður þess fyrirtækis var bankastjðri Tryggvi Guunarsson. Efudi félagið ti! íshúsgerðar í Reykjavík og fékk þann mann til þess að standa fyrir ísgeymslunni, cr heitir Jðhannes Guð- mundsson Nordal; ísak Jðnsson heitir sá, er stðð fyrir íshúsgerðinni á Austfjörðum. Það er byggt á Brimnosi við Seyðisfjöið, með fjárframlög- um útvegsbænda þar við fjörðinn. Þeir ísak og Jðhannes hafa báðír dvalið nokkur ár í Vesturheimi og vitnist þar öllum þeim störfum, er snerta klakageymslu. Áður en hlutafélög þau voru stofnuð, er nú var getið, hafði og H. Tb. A. Thomsen, kaupmaður í Reykjavík, komið sér upp íshúsi í Elliðárhólmum, byggt í smærri stýl en hin, og ætlað sér- staklega til þess, að varðveita í því lax þann, sem veiðist þar í ánum. Otto Wathno, kaupmaðnr á Seyðisfirði, ráðgorði þetta haust, að koma á stofn nýrri og inikilli stðrverslun á Seyðisfirði; lofaði hann í umburðar- skjali, er hann gaf út, að láta gufuskip flytja frá útlöndum til Aust- fjarða árið um kring nýjar vörtir, er svo skyldu seldar i stðrkaupum, með lágu verði. Ennfremur hjet hann því, að hafa dálítið gnfuskip í förnm meðfram Austfjörðum, milli Langaness og Hornafjarðar, til að gora við skiptamönnum sinum sem hægast fyrir með vöruflutninga, bæðí heim og heiman; horfir þetta allt til framfara fyrir Austfjörðu og Auatfirðinga, ef efndir fara eptir því, sem gort er ráð fyrir. Hér skal þasB getið sem nýjungar, að þetta ár eignaðist íslenskur maður meiri háttar gufuskip, en það liefur ekki fyr borið við. Það var Ásgeir stðrkaupmaður Ásgeirsson, er verslun rekur á ísafirði. Gufuskip þetta heitir „Á. Ásgeireson" og er frítt skip og allmikið (564 smálestir). Þess var getið í riti þessu í fyrra, að eitrun rjúpna fyrir refi vnr aug- lýst á nokkrum stöðum sunnanlands; af þessu tðk nærfellt með öllu fyrir rjúpuasölu, því að kaupmenn í Reykjavik hugðu, að þeirrar varúðar yrði eigi gætt með rjúpnasöluna, að slys gætu cigi hlotist af eitruninni, og lýstu því yfir, að þeir keyptu ekki rjúpur til úlfluinings. Á alþingi kom svo fram frumvarp um að banna rjúpnaeitrun ineð öllu, en það frumvarp náði ekki fratn að ganga. En í þess stað uáði það lagafrumvarp sun- þykki alþingis, cr bauð til varúðar að einkenna eitraðar rjúpnr.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.