Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 23

Skírnir - 01.01.1894, Side 23
Menntun. 23 Enn er þeirrar nýjungar að geta, að nokkrir helstu menn á Aust- fjörðnm gengu í félag til yerndunar dýrum og gáfu út áskorun til al- mennings um betri meðferð á skepnum og meiri nærgætni yið þær, en verið hefur. Menntun. Emhættispróf við háskólann tóku þetta ár þeir íslendingar, er nfi skal greina: í guðfræði Geir Sæmundsson, með 2. betri einkunn, í málfræði Bjarni Jónsson, með 2. einkunn, í náttúrufræði Bjarni Sæmunds- son, með 1. einkunn, í lögfræði Magnús Torfason, Steingríraur Jónsson — báðir með 1. eínkunn, — Gísli ísleifsson, Halldór Bjarnason og Magn- ús Jónsson — allir með 2. eínkunn, — í læknisfræði Gnðmundur Björns- son, Guðmundur Hannesson — báðir með 1. einkunn — og Kristján Riis, með 2. einkunn. Embættispróf við læknaskólaun tóku þrír, Sigurður Pálsson (I. 9t>), Vilbelm Bernhöft (II. 88) og Skúli Árnasou (II. 76). í byrjun skólaárs- ins 1894—95 stunduðu 6 lærisveinar nám við læknaskólanp. Embættisprófl við prestaBkólann luku þetta ár að eina tveir, Ásmund- ur Gíslason (I. 49) og Helgi P. Hjálmarssou (II. 35). Einn stúdent utan skóln gekk og undir prófið, en stóðst það eigi. Um haustið voru 9 læri- sveiuar við prestaskólann. Próf í forspjallsvísindnm tóku 3 stúdentar við prestaskólann og 7 íslenskir stúdentar við háskólann. Yið lærðaskólann tóku tólf stúdentspróf; af þeim fengu 8 fyrstu ein- kunn og 4 aðra einkunn. Einn íslendingur lauk og stúdentsprófi í Dan- mörku. í byrjun skólaársins 1894—95 voru 105 lærisveinar í lærðasköl- anum. Erá Möðruvallaskóla útskrifuðust sjö, 6 með 1. einknnn og einn með 2. einkunn. Nemendur voru þar um haustið 37. Úr gagnfræðaskól- anum í Flcnsborg útskrifuðust tíu, 6 með 1. einkunn og 4 með 2. ein- knun. Þar leystn og 4 af heodi próf í kennarakennslu um vorið — þar á meðal ein stúlka. Um baustið voru 43 nemendur í gagnfræðadeild skólans. í kvennaskólauum i Reykjavík voru 38 námsmeyjar i byrjun skóla- ársins 1894—95, í kvennaskólanum á Laugalaudi 23 og 30 á Ytri-Eyjar kvennaskóla. Yið stýrimannaskólann í Reykjavík tóku 4 hið minna stýrimannapróf. Þar voru um haustið 24 lærisveinar,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.