Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 27

Skírnir - 01.01.1894, Síða 27
Menntun. 27 Dr. Finns og staðhæfingum hans. Önnur ritgerð í Timaritinu er: TJm Óðin í alþýðutrú síðari tima, eptir Særaund Eyjólfsson. Er þar skýrt frá breyt- ingum á hugmyndum manna um Óðin og ýmsum leifum af átrúnaðinum á hann frá fyrri tímum, sem þjóðtrúin hefur haldið — allt ritað af mikilli þekkingu á þjóðlegum fræðum. Þá keinur í Tímaritinu: Fyrir 40 árum, eptir Ólaf Sigurðsson dbrm. í Ási. Það eru athugasemdir yið ritgerð séra Þorkels Bjarnasonar, er áður birtist í Tímaritinn um sama efni. Svo kemur ritsjá útlendra bóka 1892, eptir Þorstein Erlingsson. — Búnaðar- ritið gáfu þeir nú út saman Hermann Jónasson — er áður hefur verið einn útgefandi þess — og Sæmundur Eyjóifsson. Ritgerðirnar í Búnaðarritinu ern þessar: um skógarannsóknir í Þingeyjarsýslu og Fljótsdalshéraði 1893, eptir Sæmund Eyjólfsson, um hina belstu sjúkdóma og kvilla búpeuings vors, eptir séra Stefán Sigfússon, Hvernig borgar sig búskapur í sveit?, eptir Haildór Jónsson bankagjaldkera, um tamningu hesta, eptir Gunnar Ólafsson, járning á hestum, eptir Sveinbjörn Ólafsson, og um þök, eptir Björn Björusson. í Árbók Fornleifafélagsins 1894 eru ýmsar fróðlegar smáritgerðir eptir Brynjólf Jónsson frá Minua-Núpi, um rannsókuir hans á Bögustöðnm í Árnesþiugi, Rangárvöllnm og SkapÞfellssýslu, um grafletur á legstein- um í Skálholti, Bræðratungu og Húsafelli, og um Grettisbæli í Sökkólfsdal. Þar voru og greinir eptir Pálma Pálsson um merka gripi á forugripa- safninu, líkneski Ólafg helga frá Kálfafellsstað, kistuhlið frá Hlíðarenda og dúk frá Höfðabrekku. Myndir fylgja af þessum hlutum. — Húslestrabók kom út með 30 hclgidagaræðum eptir séra Pát Sigurðsson, er síðaBt var prestur í Ganiverjabæ (f 1887). Ræður þessar bera vott um andríki og framfaraáhnga höfundarins og frelsisþrá hans; tekur hann einkurn fyrir til útskýringar hin guðlegu sannindi eptir því sem þau birtast í daglífinu, og hvctur hvervetna til óbifanlegrar trúar á frelsi og framför og sigur hins góða, og er víða bent á, hvcrnig þetta eigi að lýsa sér í félagsmál- um manna og stjórnarfari, en minna gauin og gi'di gefur höfundurinn þeim atriðum trúar og guðlegrar opinberunar, sem skynsemi og reynsla komast ekki að, enda gerir hann skilningi mannanna og skynsemi og vís- iudunum hátt undir liöfði gagnvart orðum Ritningarinnar. — Landafræði kom út eptir Morten Hansen, forstjóra barnaskólans í Reykjavík; virðist sú bók vera mjög vel við hæfi uuglinga og betur löguð eptir skiluingi þeirra og þroskaBtigi en hinar eldri kennslubækur vorar í þessari grein. — Af skáldskaparritum skal minnst á þessi: Söngbók liins íslenska Stú- dentafélags og skáldsöguna „Elenóru", eptir Gunnstein Eyjólfsson, íslenskan

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.