Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 32

Skírnir - 01.01.1894, Side 32
32 Slysfarir. á Austfjörðum, og sjávargögnum. — Um vorið brimrotaðÍBt um 100 fjár á Snæfjöllum í ísafjarðarsýslu. Slysfarir. Manntjón varð allmikið af ýmsum slyaum á sjð og landi ])etta ár, og skal hér getið hinna helatu: í jan. (15.) drukknaði Ólafur Pálsson, umboðsmaður á Höfðabrekku, í HfilakvÍBl. 28. s. m. hrapaði til dauðs verslunarmaður frá Piateyri í Önundarfirði. í febr. (4.) varð íiti maður frá Einarsstöðum í Reykjadal. 13. s. m. féll maður á Isafirði í sjð fram og drukknaði. í marz (4.) varð úti maður frá GestsBtöðum í Steingrímsfirði. 19. s. m. drukknaði bóndi frá Kolableikseyri í Mjóafirði. í s. m. varð úti bóndi frá Mel í Vopnafirði. 28. s. m. drukknaði Árni Jónsson, póstur frá Plóðatanga i Stafholtstungum, í Norðurá. 31. s. m. drukknuðu 2 menn á báti í ísafjarðarsýslu. í apríl (5.) fórst skip í hákarlalegu af Gjögri af Ströndum. Það var áttæringur frá Hellu á Selströnd, með 10 mönnum, er allir drukknuðu. Formaðurinn hét Torfi Einarsson. 7. s. m. varð Norðmaður einn á Flateyri uudir hnífn- um í hvalskurðarvél og beið af því bana. S. d. barst á skipi í Eyrarbakka- sundi; fórust þar 3 menn. 8. s. m. drukknaði í Lagarfljóti maður frá Pjallsseli í Fellum. 11. s. m. drukknuðu 2 menn af skipi frá Eyrarbakka í fiskiróðri. í maí (5.) drukknuðu 5 menn af Akranesskaga á heimleið úr fiskiróðri Dærri lendingu; formaðurinn hét Magnús Helgason frá Mar- bakka. í s. m. drukknaði í Hvítá vinnumaður frá Stafholti. 23 s. m. rotaðist maðnr á þilskipi á Þingeyri. í júní (1.) féll maður útbyrðis at þil- skipi á ísafirði og drukknaði. 9. s. m. drukknuðu 2 menn af kænu í Hér- aðsvatnaósum i Skagafirði. 25. s. m. drukknaði í Markarfljóti ungliugs- maður frá Syðstu-Mörk. í s. m. fórst þiljubáturinn „Björninn“ frá ísa- firði með 7 mönnum. í júlí (4.) fórst í lendingu bátur frá Akri í Staðar- sveit, er kom úr fiskiróðri; 4 menn drukknuðu; formaðurinn var Magnús Helgason, bóndi á Akri. 8. s. m. drukknaði í Hornafirði unglingspiltur frá Holtum. í ágúst (28.) drukknaði vnglingur frá Akrakoti á Alptanesi í ósi einum hjá Auðsholti í Biskupstungum. í sept. (4.) datt útbyrðis af skipi á Reykjavíkurhöfn og drukknaði unglingspiltur frá Knararnesi á Vatnsleysuströnd. 10. s. m. fórst bátur með 2 mönnum á Seyðisfirði. í s. m. drukknaði uuglingur í tjörn hjá Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. í okt. (4.) fórst bátur með 2 mönnum milli Akraness og Reykjavíkur. Annar þeirra var Sigurður Sigurðsson, hafnsögumaður í Reykjavík. 29. s. m. drukknaði Guðmundur Hagalín Guðmundsson, óðalsbóndi frá Mýrum í

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.