Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 37

Skírnir - 01.01.1894, Síða 37
Mannalát. 37 EyjafjarðaraýBlu, sigldi til háskðlans 1836, tók þar embættisprðf í lögnm 1841, var settnr sýslumaður í Eangárvallasýslu 1843, i ísafjarðarsýslu 1844, fékk þá sýslu veitta 1845, Eyjafjarðarsýslu 1848, Rangárvallasýslu 1868, en fðr þangað ekki, en fékk Skagafjarðarsýslu 1861. Húnavatnssýslu fékk hann 1876, en varð kyrr í Skagafirði uns hann fékk lausn frá embætti 1884. Á Þjððfundinum 1861 var hann fyrir Eyjafjarðarsýslu. Var hann kosinn, ásamt þeim Jðni Sigurðssyni og Jðni Guðmundssyni, til þess að bera óskir fuiidarins fyrir konung, en landsstjórnin kyrrsetti hann heima svo sem alkunnugt er. Eggert sýslumaður var kvæntur Ingibjörgu (f 1890), dóttur Eiriks sýslumanns Sverrissonar; höfðu þau hjðn barnalán mikið og fágætt; af 19 börnum þeirra lifa 11: Eiríkur, prestaskðlakennari, Gunn- laugur, verslunarstjóri í Hafnarfirði, Ólafur, umhoðsmaður á Álfgeirsvöll- um, Halldór, kennari á Möðruvöllum, Páll, amtmaður nyrðra, Sigurður cand. polit., Eggert, oand. jur., Vilhjálmur, prestur í Goðdölum, Elín, forstöðu- kona kvennaskólans á Ytri-Ey, Jóhanna, kona séra Einars Pálssonar á Hálsi, og Sigríður. E. Br. var einhver mætasti höfðingi og fór þar saman viturleiki og hðgværð, mildi og réttsýni, mannáBt og framfaraáhugi. Hermanníus Elías Johnson, sýslumaður, andaðist á Velli á Rangár- völlnm 2. apríl (f. á ísafirði 17. des. 1826). Eoreldrar hans voru Jðn Jðnsson, verslunarstjóri á íscfirði, og Gnðbjörg Jónsdóttir, preBts OddBSon- ar Hjaltalins. Hann var útskrifaður úr Reykjavíkurskðla 1849, tðk em- hættisprðf í lögum við háskðlann 1866, varð málaflutningsmaður við yfir- dðminn 1868, þjónaði land- og bæjarfógetaembættinu i Reykjavík nokkra hríð, fékk Rangárvallasýslu 1861, en lausn frá emhætti 1890. Hann var kvæntur Ingunni Halldórsdóttur, bðnda í Álfhólum Þorvaldssonar; lifir hún mann sinn og 6 hörn þeirra. Hermannius sýslumaður var friðsamt yfirvald og réttlátt. Hann var hið besta þokkaður af sýslubúum sínum, og þótti vera gæðamaður og prúðmenni í hvívetna. Lárus Þórarinn Blöndal, R. af dbr. sýslumaður og skipaður amt- maður, andaðist á Kornsá í Vatnsdal 12. maí (f. í Hvammi í Vatnsdal 16. nóv. 1836). Foreldrar hans voru Björn Auðunsson Blöndal, sýslumað- ur, og Guðrún Þðrðardðttir, kaupmanns Helgasonar. Hann var útskrifað- ur úr Reykjavíkurskðla 1867, tók embættisprðf í lögfræði 1866, settur sýslumaður í Dalasýslu 1867; fékk þá sýslu veitta 1868, en Húnavatnssýslu 1877. Amtmaður norðan og austan var hann skipaður nokkru áður en hann andaðist, en lifði ekki það, að taka við því embætti. Á alþingi sat hapn 1881, 1883 og 1886 fyrir Húnavatnssýslu. Hann var kvæntur Krist-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.