Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 42

Skírnir - 01.01.1894, Side 42
42 Mannalát. ill og mjög vel að sér, skáldmæltur og vel máli farinn, og hafði mibinn áhnga á öllum framfaramálum. Erlendur Gottskálksson, er lengí bjó í Garði í Kelduhverfi, andaðist í Ási 19. júní (f. á Nýjabæ 24. júlí 1818). Foreldrar hans voru Gott- skálk hreppstjðri Pálsson og kona hans Guðlaug Þorkelsdðttir. Erlendur átti fyrst Sigríði Finnbogadóttur (f 1873) og síðar Þorbjörgu Guðmunds- dðttur, frá Grásíðu, sem enn er á lífi. Hann var atgjörfismaður mikill og fjölhæfur, gáfumaður og skáldmæltur einkennilega og vel, og allra manna skemmtilegastur. Á alþingi sat hann 1871 og 1873 og var þá varaþing- maður Norður-Þingeyjarsýslu. í héraði sínu var hann atkvæðnmaður og hafði þar á hendi vel og lengi flest opinber störf, enda var farið þeim orð- um nm hann látinn, að um langa hríð hefði hann verið sðmi Kelduhverfis, sverð þess og skjöldur. Björn Oddsson, er síðast bjó á Hofi í Vatnsdal, andaðist á Hjaltastað 30. júní, 83 ára gamall. Synir hans og síðari konu hans, Ranuveigar Sigurðardóttur, eru Magnús, prestur á Hjaltastað, og Oddur, prentari í Kaupmannahöfn. Björn var vandaður maður og háttprúður og hjálpfús; er þess sérstaklega getið, að hann tðk til fðsturs 6 vandalaus börn og 61 upp. Þess er enn að geta um hann, að hann ðf með snilld skrantvefnað að fornum hætti, en þeir eru nú fáir orðnir, er það kunna. Gunnar Halldörsson, bðndi í Skálavík í ísafjarðarsýslu, andaðist 12. júlí (f. á Hvítanesi 18. okt. 1837). Foreldrar hans voru Halldór Hall- dðrsson, er síðar bjð í Hörgshlíð, og Kristín Hafiiðadðttir. Kona hans var Guðrún Gísladóttir. Gunnar var atorkumaður mikill og búnaðist vel, og þðtti atkvæðamaður í hvívetna í héraði sínu, og manna tryggastur vinum sínum. Á alþingi sat hann 1886, 1887, 1889 og 1891, fyrir ísafjarðarsýslu. Torfi Thorgrímsen, er verið hafði verslunarstjóri í Ólafsvík, andaðist þar 24. júlí (f. 10. ágúst 1831). Foreldrar hans voru Þorgrímur Guðmunds- son Torgrímsen, síðast prestur í Saurbæ, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, systir Helga bisknps. Kona Torfa var Sigríður, dóttir Ara kaupmanns Johnsens í Hafnarfirði. Tvö börn þeirra eru á lífi, annað þeirra er María, kona séra Helga Árnasonar í Ólafsvik. Torfi varatgjörfismaður og lipurmenni. Jón Matthíasson, kaupmanns í Reykjavík, Jðnssonar, prests í Arnar- bæli Matthíassonar, andaðist á ÚtBkálum 2. ágúst. Hann var kvæntur frændkonu sinni, Ingibjörgu Guðlaugsdðttur, frá Öxney á Breiðafirði, Jóns- souar prests Matthiassonar. Hann bjó í Mosfellssveit, í Suður-Gröf og síð- ar í Laxnesi. Þá fékk hann heiðurslaun hjá Búnaðarfélagi suðuramtsins

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.