Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 45

Skírnir - 01.01.1894, Síða 45
Mannalát. 45 sonar á Hofi, andaðist i Reykjavík 25. júlí (f. 16. marz 1833). Iíftn var systir Yilhjálms Finsens, hæstaréttardómara og þeirra bræðra, dóttir Ó- lafs Finsens yfirdómara (f 1836), Hannessonar bisknps, og Maríu (f 1886), dóttnr Óla Möllers, kaupmanns í Reykjavík. FrúYalgerður „var sæmdar- kona og valkvenndi, barnlaus, en gekk stjúpbörnum og fósturbörnum í bestu móður stað“. í Mývatnssveit önduðust um haustið samtimis tvær hinar göfugustu kon- ur þar í sveit, báðar ungar og jafnaldra. Það voru Þóra Jönsdóttir (d. 30. nóv.; f. 17. des. 1860), kona Péturs alþingismanns Jónssonar á Gautlönd- um, og Dýrleif Sveinsdóttir (d. 2. des.; f. 11. mai 1860), kona Árna pró- fasts Jónssonar á Skútustöðum. Séra Matth. Jochumsson minntist þeirra svo látinna: „Frændsystur, fríðleikskonur — góðra manna, göfgar, ást- ríkar — vann sér vita vildi hvorug — hvor í sínum sal sólargeisli". Landar vorir fyrir vestan liaf. Vesturfarir urðu miklu minni þetta ár heldur en að undanförnu; var svo talið, að eigi hofðu fleiri en 135 ís- lendingar flutt til Manitobafylkis héðan af landi; liggja til þessa tvennar or- sakir, bæði hefur hagur manna hér á landi staðið með nokkrum blóma hin BÍðustu misseri, og í annan stað hafa frcgnir borist að vestan nm atvinnu- skort í bæjum og borgum, og þar með að sjálfsögðu minni eptirspurn eptir verkamönnum og lækkun á kaupgjaldi fólks. Bn aptur voru þeir í flesta lagi, er leituðu hingað til lands að vestan, nokkrir um stundarsakir, en sumir þeirra munu ekki hyggja á vesturfarir framar. í riti þossu hefur þegar verið minnst á, hvern þátt Vestur-íslendingar hafa átt þetta ár í tilraunum til nokkurra nytsemdarfyrirtækja hér heima á ættjörð þeirra, og skal að því leyti vísað til þess, er fyr var skráð um járnbrauta- og siglingamálið, raflýsingarráðagjörðina og klakageymslufyrirtækin. Að vísu hefur minna orðið úr sumum þessum tilraunum að sinni, beldur en til var setlast, en vera má, að hér séu þó farnar að rætast vonir þeirra, er bjugg- ust við, að ferðir íslendinga vestur um haf og að vestan mættu verða landi þessu til beinnar nytsemi. Vel er íslendingura í Vesturheimi borin sagan af enskum mönnum fyrir þegnskap og ötulleik; hafa þeir verið lofaðir fyrir þetta öðrum frem- ur í heimsblaðinu „Times“. Nokkrir Vestur-íslendingar hafa og getið sér sérstakan lofstír og skal þar til nefna Barða G. Skúlason. Hann er skag- firskur að ætt og stundar nám við háskóla í Grand Forks í Norður-Da- kota og fer þegar mikið orð af honum fyrir mælsku. Er svo sagt að stjórn-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.