Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 51

Skírnir - 01.01.1894, Side 51
Frakkland. 51 anarkistum, en samt sem áður mæltust þau ekki vel fyrir, og þóttu í meira lagi viðsjárverð, enda leynir það sjer ekki, að það má beita þeim gegn rjettmætum frelsiskröfum manna. Fjárhagur þjóðar og stjórnar var allt annað en glæsilegur þetta ár, cnda vildi það víðar við brenna, því að yfirleitt var árið alþýðu manna örðugt mjög. Franskir bændur heimtuðu hækkaðan verndartollinn á af- urðum sínum, kváðu framleiðsluna ekki borga sig og sveitafólkið ekki geta lifað neina tollur á landbúnaðarvörum yrði hækkaður um 25 af hndr. Að hinu leytinu nam tekjuhalli stjórnarinnar í fjárhagsáætlun hennar um 100 milj. króna, sumpart vegna hins háa verndartolls, sem dregið hefur úr tekjunum, og sumpart vegna útgjalda, sem stöðugt fara vaxandi. Til þess að hæta úr fjárþurðinni var hækkaður skattur á áfengjum drykkjum og sömuleiðis á tóbaki. Óbeinn tekjuskattur var og lagður á, þannig, að skatturinn fór eptir því, hve ríkmannlega menn halda sig, hve marga þjóna menn hafa, í hve stóru húsi menn búa o. s. frv. • Af samkomulagi Frakka við aðrar þjóðir er he'zt frá því að skýra, að þeir hófu ófrið við eyjarskeggja á Madagaskar, sendu þangað herlið á áliðnu ári. Fyrir nokkruin árum höfðu þeir rutt sjer þar braut til yfirráða, og hafa síðan talið eyjarskeggja skjólstæðinga sína. Bn eyjar- skeggjar hafa kunnað yfirráðum þeirra illa og verið ódælir, unz Frakkar afrjeðu á síðasta ári að leggja eyna undir sig að fullu og öllu og gera hana að franskri nýlendu. En eigi kom til neinna alvarlegra vopnavið- skipta með Frökkum og Madagaskarmönnum árið 1894. Yið aðrar þjóðir lifðu Frakkar í sátt og samlyndi það ár. England. Eins og nærri má geta hefur enginn atburður í sögu Eng- lands síðastliðið ár þótt jafnmiklum tíðindum sæta hvervetna um hinn menntaða heim, eins og sá er gerðist föstudaginn 2. d. marzmánaðar, þegar Oladstone, „mikilmennið aldarhnigna11, tók sjer ferð á hendur til Windsorkastalans í því skyni að færa d ottningunni embættis-afsögn sína fyrir sjóndepru sakir. Saga 19. aldarinnar hefur naumast frá öllu átak- anlegri atburði að skýra. Gladstone stóð mitt í sínu mesta frægðarverki, því verki sem að líkindum meira þrek hefur þurft til að hefja en nokkurt annað af hans stórvirkjum. Naumast þarf að taka það fram, að það er sjálfstjórnarmál írlands, sem við er átt. í því máli hefur hann sjálfsagt orðið enn meira en nokkru sinni áður að brjóta bág við rótgróna hleypi- ióma landa sinna og margra vina. Og mjög mörgum virtist sem aldrei 4*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.