Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 55

Skírnir - 01.01.1894, Page 55
England. 55 fyr en í októbermánuði, að Rosebery l.jet neitt uppi viðvíkjandi fyrirætl- unum sínum um lávarðamálstofuna. Þá lofaði hann í ræðu, sem hann hjelt í Bradford, að leggja fyrir næsta þing tillögu til þingsályktunar um það, að fulltrúamálstofan yrði að sjálfsögðu að hafa yfirböndina í fjelagsskapn- um við lávarðamálstofuna, með því að það synjunarvald, sem nú væri í lávarðanna hönduro, væri óhafandi, þar sem þeir bæru enga áhyrgð á gerðum sínum. Lengra treysti hann sjer ekki til að fara, með því að stjórnin hefði ekki nægan roeiri hluta á sinu handi til frekari aðgerða, enda hefði þjóðin enn ekki við kosningar falið stjórn sinni á hendi að fjalla neitt um vald lávarðanna. Heimastjórnarmálið írska var ekki borið upp á þingi þetta ár. En þótt því þokaði ekkert áfram á þinginu og engar stjórnarráðstafanir væru gerðar til þess að hnekkja valdi lávarðamálstofunnar, þá fór því fjarri, að stjórnin gerði sig líklega til að halda öllu í sama horfinu. Af nýmælum á þingi voru einna merkust heimastjórnarmál Skota og afnám þjóðkirkjunnar í Wales. Stjórnin lagði í öndverðum apríl fyrir fulltrúadeildina tillögu um það, að sjerstök þingnefnd, sem að mestu skyldi skipuð Skotum, ætti að fjalla um þau mál, er að eins kæmu Skotlandi við. En meðan á umræðunum stöð um þessa tillögu, kom fram þingsályktunar-tillaga, sem Skotlands-ráð- herrann aðhylltist, þess efnis, að Skotar skyldu fá heimastjórn með lög- gjafarþingi í Edinborg. Sú tillaga var samþykkt með 10 atkvæða mun. Þótti það nokkuð kynlegt, að jafn-þýðingarmikið mál skyldi ná samþykkt- um í fulltrúadeild brezka þingsina undirbúningslaust og án þess þingi og þjóð væri gert neitt aðvart áður. En óneitanlega er það bending um, í hverja átt almenningsálitið stefnir á Stórbretalandi. Það er sambandstil- högunin, svipuð þeirri sem á sjer stað í Bandaríkjunum, og tekin hefur verið npp af ýmsum nýlendum Breta, sem virðist vera að verða æ ríkari í hugum manna. Jafnvel íhaldstnenn halda fram þeirri aðalmótbáru gegn heimastjórnarkröfunum, að slíkar ráðstafanir megi ekki gera með einn og einn hluta ríkisins út af fyrir sig, heldur eigi að leggja fram í einu rækilega hugsaða tillögu um heimnstjórn á Englandi, Skotlandi, Wales og írlandi og samband þeirra í ríkiseiningunni. — Nokkru síðar var til- laga stjórnarinnar um skozku þingnefndina samþykkt; skyldu vera í henni allir skozkir þingmenn og 15 menn aðrir, er deildin kysi. Um sama leyti Ijet og Bosebery uppi á almennum fundi þá skoðun sína, að írland, Skot- land og Wales ætti hvert um sig að fá sitt þing og heimastjórn, eins og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.