Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 56

Skírnir - 01.01.1894, Síða 56
56 England. nýlendurnar hafa þegar fengið, og þðtti það allmiklum tíðindum sæta, að stjórnarformaður skyldi afdráttarlaust lýsa yfir slíkri skoðun. Svo lagði stjðrnin fyrir þingið í lok aprílmánaðar frumvarp til laga um afnám þjððkirkjunnar í Wales. Tekjur kirkjunnar þar nema 279,000 pundum sterling, og átti eptir frumvarpinu að verja því fje öllu í Wales til ýmiskonar fyrirtækja til almennings heilla, svo sem spítala, sam- komuhúsa, hókasafna og bústaða fyrir fátæka verkamenn. Prumvarpinu var andæft með hinum hörðustu ummælum af íhaldsflokknum, og erkibisk- uparnir og 81 biskupar gáfu út mðtmæla-yfirlýsing gegn þessari nýbreytni. Málið varð eigi til lykta leitt á árinu. Tekjuhalla mikinn, yfir PO miljðnir króna, þurfti brezka stjórnin að fást við á þessu ári, og var það einkum fyrir aukin fjáraukalög til flot- ans, sem báðirflokkarnir höfðu komið sjer saman um. Jafnvægi varð náð mest- megnis með auknum tekjuskatti — og voru þó færð upp takmörkin fyrir tekjnm, er enginn skattur er lagður á — með auknum áfengisskatti og með auknum erfðaskatti. Sá skattur skyldi verða tiltölulega þeim mun hærri, sem arfurinn væri meiri, þannig að af arfi, sem næmi frá 100 til 500 pd. sterl. skyldi greiða 1%, af 500—1000 punda arfi 2°/0 o. s. frv. Næmi arfurinn miljón eða meira, skyldi greiða af honum 8% í ríkissjóð. Pjárlögin mæltust vel fyrir, og þó skall hurð nærri hælum að stjórninni yrði velt úr völdum við síðustu atkvæðagreiðslu um þau i maimán. Hún fjekk að eins 14 atkvæði umfram. Mikla ánægju vakti það hvervetna um hinn menntaða heim, að þegar fram á sumarið kom, var skurður gerður á auga Gladstones og heppnaðist ágætlega. Virðist svo sem Gladstone hafi fengið fulla sjón aptur. En ekkert hefur hann samt gefið sig við stjórnmálum síðan. Að öllum likind- um hyggst hann að njóta hvíldar frá þeim það sem eptir er æfinnar, þótt sífellt hafi hann ærið fyrir stafni. Skömmu eptir að hann hafði sagt af sjer stjórnarstörfunum tók hann að gefa út þýðing eptir sig af kvæðum rómverska skáldsins Hórazar, og þykir vel frá henni gengið. Afarmikið slys varð í kolanáma einum í Wales 23. júní. Síðari hluta dagsins heyrðu menn í þorpinu Cilfynydd, sem er rjett hjá námanum, óg- urlegan brest. Sást þá, að sifelld reykjarstroka gaus upp úr námaopinu, og var þá öllum augljóst, að kviknað hafði i námanum. En fjöldi fólks var þar niðri. Að fám st.undum liðnum tók reykurinn að rjena og urðu menn þess þá varir, að enn mundu nokkrir vera á lífi niðri í námanum. 260 manns höfðu verið þar niðri í þegar slysið varð. Par af náð-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.