Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 66

Skírnir - 01.01.1894, Side 66
Austurríki og Ungverjaland. ti6 í neðri málstofunni, vildi engan annan en Wekerle. Keisarinn varð þá að láta undan og leita til hans, bauð honum að verða stjórnarformaður áfram og lofaði að beita áhrifum sínum á efri málstofuua með borgaralega hjóna- bandinu, svo framarlega sem dómsmálaráðherrann yrði látinn fara frá em- bætti sinn; en mótstöðumenn frumvarpsins höfðu kastað sjerstakri fæð á hann. En nærri því var ekki komandi bjá frjálslynda fiokknum. Svo að lokum varð keisarinn líka að láta undan í þvi atriði, en honum til huggunar sam- þykkti svo frjálslyndi flokkurinn yfirlýsing um það, að keisarinn hefði fullan rjett til að velja sjer þá ráðherra, er honurn sjálfum sýndÍBt. Að lokum var svo frumvarpið samþykkt í efri málstofunni fyrir milligöngu keisarans, en þó með litlum atkvæðamun að eins. Jósep keisari og Kalnoky kanzlaii hans ljetu óvenjulega mikið á þessu ári yfir vinfengi sínu við Rússastjórn, en orð hefur lcikið á, að þar mundi fremur kalt á milli, og það svo, að menn hafa opt. eigi síður óttazt ófriðar- upptök þar, heldur en milli Frakka og Þjóðverja, og jafnvel talið þjóða- friðnum óhætt, svo lengi sem Rössar og Áusturrikismenn byrjuðu ekki á illdeilum. Þótti það þvi nokkrum tíðindum sæta, að Jósep keisari minnt- ist Rússakeisara í ræðu, sem hann hjelt í Lemberg að áliðnu sumri, sem síns „kærasta og traustasta vinar“, og Kalnoky bjelt, þvi fram opinberlega, að mark og mið Austurríkis væri fyrst og fremst friður og samkomulag við Rússland, að því er afskiptin af öðrum þjóðum sncrti. Er þetta að eins oitt dæmi þess, af mörgum, er til mætti nefna, að þjóðafriðurinn í Norður- álfunni hefur virzt öruggari og standa á traustari fótum þetta síðastliðna ár, en um mörg ár undanfarin. Enda hefur naumast nokkru Binni áður verið jafnmikið talað um samkomulag meðal þjóðanna um að minnka iið- afla siun eins og hið síðastliðna ár, og kemur það vitanlega einkum af því, að herkoBtnaðurinn er orðinn svo mikill, að menn eru farnir að sjá fram á, að alþýða manna geti ekki undir slíku risið til lengdar, og það því siður, sem þann kostnað verður allt af fremur að auka en minnka, meðan þeirri stefnu, sem nú ríkir, er fylgt, og þjóðirnar halda áfram að keppa livor við aðra um að vera sem allra bezt útbúnar, eins og ófriður væri vís með hverjum deginum. Danmörk. Af stjórnmálum þar er það helzt að segja frá árinu 1894, að fjárlög voru samþykkt af báðum deildum þingsins 1. d. aprílm., í fyrsta sinn á 10 árum. Var þar til lykta leidd 20 ára barátta milli stjórnarinnar og landsþingsins öðrum meginn og meiri hluta fólksþingsins

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.