Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 67

Skírnir - 01.01.1894, Side 67
Danmörk. 67 hinsyegar, baráttu, sem svo varð hörð, að stjðrnin varð sjálf að veita sjer allt fjeð með bráðabirgðarlögum um 10 ár, með því að ekki fjekkst sam- þykki fólksþingsins og stjðrnin var að hiuu leytinu ðfáanleg til að segja af sjer. Og fleiri voru einræðistiltektir stjðrnarinnar, svo sem vígirðing Kaupmannahafnar, stofnun nýs lögregluliðs og margt fleira, þvert ofan i viija fðlksþingsins. Fjárlögin voru samþykkt í fólksþingiuu með 54 atkvæðum gegn 44. Móti þeim greiddi atkvæði Bergs-flokkurinn gamli, hinir svo kölluðu „hreinu vinstrimenn", og 14 úr flokki Bojsens,. miðlunarmannaforingjans, er ekki fengust til að fylgja honum framar. Naumast verður annað sagt, en að sátt þessi væri hinn mesti ósigur fyrir vinstrimenn í Danmörku, eptir öll stóryrðin, sem þeir höfðu viðhaft og hátíðlegu loforðin, um að fyrirgefa aldrei einræðistiltektir stjórnarinuar á þann hátt, að gera þær löglegar. Samkvæmt fjáriögunum og sáttinni átti víggirðingin að standa óhögguð, og fiest annað, er stjórnin hafði gert með bráðabirgðarlögum, átti að vera gott og gilt, nema hvað nýja lögregluliðið átti að leggjast niður; en það er alkunnugt, að hægrimönn- um var ekki síður annt en vinstrimönnum um að losna við það lið. Þingið veitti og hjer ura bil óskertau kostnað þann, er stjórnin fór fram á i fjárlagafrumvarpi sínu til landhers, flotaliðs og sjóvarna. Að hinu leytinn er ekki sjáanlegt, að vinstrimenn hafi neina tilslökun fengið, að stjórnin moð öðrum orðum hafi þurft, að gefa neitt sjer til friðar, nema ef telja skyldi það lotorð, að bráðabirgðarlög verði framvegis lögð fyrir báðar þingdeildir. Annars engin tryggiug fyrir, að stjórnin taki ekki eptirleiðis til slíkra ráða sem að uudanförnu og veiti sjer sjálf ár frá ári landsfje til hvers, er hjarta hennar girnist, hvenær sem hún kernur sjer ekki saman við fjárveitingarvaldið. Þeir vinstrimenn, sem andæftu sætt- inni, voru líka afargramir; kvað einn þeirra svo að orði i umræðunum um fjárlögin, að sátt þessi væri sú mesta niðurlæging, sem dönsku þjóðinni hefði nokkurn tíma verið gerð. Og á kjósendafundi taldi Högsbro gamli, forseti fólksþingsins, sættina við hægrimenu „einbert apturhald eða flótta“ af hálfu vinstrimanna og flutning fjárveitingarvaldsins frá fólksþinginu til landsþingsins og stjórnarinnar. Yafalaust má það telja eptirköst sáttarinnar, að ráðherraskipti urðu í Danmörku í ágústmánuði. Þá fór Estrup frá, mun hat'a litið svo á, sem sín þyrfti uú ekki lengur við. í hans stað tók við forstöðu ráðaueytisins Reedtz Thott, utanríkisráðherra. Við forstöðu fjármála, sem Estrup hafði 5*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.