Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 68

Skírnir - 01.01.1894, Page 68
Ö8 Danmörk. haft á hendi, tók Liittichau kammerherra og stóreignamaður. Goos sleppti og emhætti kirkju- og kennslumálaráðherra, en Bardenfleth amtmaður tók við því. Svo varð og Thomsen hershöfðingi hermálaráðherra í stað Bahn- sons. Sú breyting var og gerð snemma á árinu á stjórn innanríkismálanna, að þeim var skipt á tvö emhætti. Ingerslev, er reitt hafði öllum þeim málum forstöðu, hjelt því er laut að mannvirkjum eða vinnu í ríkisins þarfir, en yfir hin önnur innanrikismál var settur maður, sem Hjörring heitir. Dagana 27.—29. júlí var mikið um dýrðir í Kaupmannahöfn, því að þá hjelt Friðrik krónprins silfurbrúðkaup sitt. Öll borgin var uppljómuð þrjú kveld, blómsveigar lijengu utan á húsum á öllum höíuðstrætunum, og svo óvenjulega fagrir skoteldar bæði í Tívólí og víðar vígsludagskveldið (28.). Yið hirðina var aðkoma mikil af tignum gestum og öðru stórmenni. Dar á meðal kom Oskar Sviukonungur og Eugen prinz, yngsti sonur hans, Heinrich keisarabróðir fr Þýzkalandi, Nikulás keisaraefni Bússa og Georg prinz frá Grikklandi. Silfurbrúðhjónunum var gefið ógrynni af dýrindis gjöfum. Á þessu ári var loksins lokið við „marmarakirkjuna11 miklu, sem byrjað var að reisa á dögum Friðriks V. Lengi þokaði bygging hennar ekkert áfram, unz Tietgeu keypti af ríkinu það sein upp var komið af henni, ásamt mikilli lóð umhverfis. Á þeirri lóð stendur nú fjöldi húsa. En Tietgen hefur htaðið straum af kostnaðinum við að fullgera kirkjuna með nokkrum gjafastuðningi. Hún er hið veglegasta hús. Allmargir sýktust af bólu í Kaupmannahöfn þetta ár, og var við hana beitt nýrri lækningaraðterð, sem landi vor Niels Finsen hefur fundið upp. Hún er í því fólgin, að gera rauðleitt ljósið í herbergjum sjúkling- anna, með rauðum rúðum eða gluggatjöldum; með því verður útrýmt þeim ljósgeislum, er verst áhrif hafa á hörundið, og ef þessa ráðs er neytt áður en gröptur kemur í bólurnar, hjaðna þær svo, að engin ör verða eptir. Breuna mikil varð í skipagerðarstöðinni á Befshalaeynni fyrir framan Kuupinaunahöfn þ. 9. ágúst; þar brann efniviður og fleira, scm nam hálfri miljón króna. Noregur og Svíþjóð. Deilu þeirra þjóða út af konsúlamálinu þok- aði lítið áfram á síðasta ári. Yinstrimenn í Noregi fóru allgeist á þingi. í aprilmánuði hreyfðu þeir þvi á þinginu, að halda eptir árslaunum krón-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.