Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 72

Skírnir - 01.01.1894, Side 72
72 Btílgaría. greiðari framfaraveg og eflt meira sjálfstæðishug þeirra en nokkur annar maður, veik flr ráðherrasessi í júnímánuði. Yirðist svo sem því hafi vald- ið ráðríki hans, er æ fðr vaxandi, svo að mörgum þótti hart við að una. Við emhætti hans tók sá maðnr, er Stoilow heitir, og er talinn gætinn maður og þjóðhollur. Grikkland. Þar gengu voðalegir jarðskjálptar enemma sumars og ollu mjög miklu tjóni. Borgirnar Þeha og Atalante hrundu með öllu og í þremur þorpum í Lokrisfylki fórust 129 menn. Um 20 þúsund manna urðu hflsnæðislausir og höfðust við um stundarsakir í tjöldum eða undir berum himni. í Aþenuborg varð líka jarðskjálpta vart, en miklu minna kvað þar að þeirn. Gjöfum var safnað erlendis til hjálpar, og urðu þau samskot einkum mikil á Englandi. Kíkið varð gjaldþrota á árinu, eða að minnsta kosti rjett við það. Tyrkland. Jarðskjálptar ógurlegir urðu í júlímánuði í Miklagarði og þar i grend, bæði á eyjunum í Marmarabafinu og hinum megin snnd- anna. Hús hrundu unnvörpum, og telst svo til, sem meira en 1000 manna hafi beðið líftjón. 1 einu hverfi Miklagarðs brotnuðu 110 hús, svo þau urðu óbyggileg. Hroðalegar sögur fóru að berast seint á þessu ári, um skrælingjaleg grimmdarverk, sem Tyrkir höfðu unnið á kristnum mönnum í hjeraði einu í Armeníu. Tyrkir báru í fyrstu á móti því, að nokkur tilbæfa væri í þeim sögum, og reyndu af fremsta megni að aptra öllum rannsóknatil- raunum málinu viðvíkjandi En þrátt fyrir það hefur sannazt, að sög- urnar hafa verið áreiðanlegar, og öllu heldur of linar en of svæsnar. Um langan aldur hafa verið deilur með Kúrdum og Armeníumönnnm í SasúnhjeraðÍDu í Avmeniu. í tilefni af þeim deilum sendi Tyrkjastjórn hersveitir til Sasúnhjeraðsins í ágústmánuði. En í stað þess að koma á friði, gengu hersveitir þessar tafarlaust í lið með Kflrdum. Svo byrjaðu hin voðalegustu manndráp. Á einum stað var 40 saklausum mönnum, sem heitið hafði verið griðum, raðað við gröf eina, með hendur bundnar á bak aptur; allir voru þeir drepnir og allir látnir fara í sömu gröfina; sumir þeirra voru jafnvel á lífi, þegar farið var að moka ofan í hana. Daglega voru hús brennd, allir heimamenn drepnir og konur svívirfar. Mörg hundruð kvenna og barna voru hneppt í varðhald um marga daga í kirkju einni. Konurnar voru svívirtar og svo drepnar, og blóðið rann

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.