Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 74

Skírnir - 01.01.1894, Síða 74
74 Ofriðnr Japansmanna og Kínverja. Kórea heitir skagi mikill, er gengur út úr meginlandi Ansturálfunnar í suður fyrir austan Kína. Landsmenn eru blendingur af Kínverjum og Japansmönnum. Japansmenn reka jiar verzlun mikla, on landið er talið skattskylt Kínverjum, en er að öðru leyti sjálfstsett, svo það sendir sjálft erindsreka til annara rikja. Stjórn er þar öll í ólestri, eins og annars- staðar, þar sem Kinverjar hafa yfirráðin. Út úr óstjórn í landinu varð þar uppreisn í fyrra sumar. Konungur Kóreumanna hjet á stjórn Kín- verja sjer til liðveizlu. En jafnframt krafðist Japansstjórn þess, að vera í samviunu með Kinverjum um að bæla uppreistina niður og koma stjórn- málum Kóreumanna í betra horf, og báru fyrir sig 10 ára gamlan sátt mála því viðvíkjandi. Kínverjar önzuðu ekki þeirri kröfu, en bjuggu út liðsafla til Kóreu. En Japansmenn urðu fljótari til, og tóku að bæla niður uppreisnina, höfðu lokið því að mestu, þegar Kínverjar komu til Kóreu, og höfðu höfuðborgina Söúl og konunginn á sínu valdi. Kínverjar skip- uðu þeim að verða á brottu hið skjótasta, meö því að þeir einir ættu að ráða þar lögum og lofum, en Japansmenn sátu kyrrir. Kom nú brátt til vopnaviðskipta, og það áðnr en ríkin höfðu sagt hvort öðru stríð á hend- ur. Varð sá atburður sögulegastur i þeirri inngangs-hríð, er Japansmenn skutu í kaf herflutningaskip Kínverja með 1600 hermöunuro. Þar af varð að eins 190 bjargað af Erökkum og Þjóðverjum. Elutningaskipið var á á Ieiðinni til strandbæjar eins, sem Asam heitir, því að þar höf'ðu Kín- verjar búizt fyrir, og gerðist þessi atburður fram undan þeim bæ. Svo var lýst yflr ófriðnum 28. júlí. Um það bil munu fiestir út í frá hafa búizt við því, að Kínverjar mundu verða Japansmönnum yfirsterkari, svo framarlega sem til skarar yrði látið skríða. Fólksfjöldamunurinn var svo afarmikill, Kínverjar um 400 miljónir, Japansmenn um 30 miljónir. A hinu höfðu menn oigi nægi- lega glögga hliðsjón, þótt það væri að nokkru lcyti kunnugt, að hernaðar- útbúnaður Kínverja var í hinní aumustu niðurníðslu fyrir botnlausa óráð- vendni og óstjórn yfirmannanna, auk þess sem allt fyrirkomulagið var gamalt og úrelt, þar sem aptur á móti Japansmenn hafa lært hermennsku eins og annað af Norðurálf'uþjóðunum og allur útbúningur þeirra var í ágætasta lagi. Eptir ófarir Kínverja við Asam lýsti Kóreukonungur sig óháðan þeim og gerðist svo bandamaður Japansmanna. Að því er vopnaviðskipti Bncrtir, er hjer eigi rúm til að skýra frá öðru en aðalatburðum, er gerðust fram að nýári. Japansherinn var i þrem aðaldeildum á landi í scptemberbyrjun

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.