Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 77

Skírnir - 01.01.1894, Síða 77
Bandaríkin. 77 ískyggilega út og hafði auk annars það í för með sjer, að sumstaðar varð að loka verksmiðjum vegna kolaskorts. Langsögulegast varð j)ó verkfall járnbrautarmanna, sem um tima virtist ætla að lama a!lt viðskiptalif lands- ins. Það byrjaði í Pullmau, undirborg við Chicago, á kaupgjaldsdeilum milli Pullmans, vagnasmiðjueigandans mikla, og verkamanna hans. Pull- man og fjelag hans selur ekki vagna sina, heldur leigir þá járnbrauta- fjelögunum. Samningar tókust ekki og verkamenn hættu vinnu. En svo tók fjelag járnbrautamanna í strenginn til að hjálpa verkamönnum Pull- mans og neitaði að fara með vagna hans. Járnbrautafjelögin voru skuld- bundin með samningum til að nota vagnanna, og svo varð afarvíðtækt vorkfall á brautunum, og hætt.u lestagöngur um tíma á fjölda mörgum þeirra. Þegar svo járnbrautaeigendurnir reyndu að fá sjer vinnukrapt rueðal atvinnuleysingjanna, kom til óeirða mikilla. Mest kvað að þeim i Chicago. Borgarstjórnin og ríkisstjórnin fengu eigi við neitt ráðið, en þá tók Cleveland forscti í taumana með því að láta sambandsherlið halda lýðnum í stilli. Út af því varð grernja mikil meðal verkalýðsins, og var því haldið fram, að þessar tiltektir forsetans væru gagnstæðar stjórnar- skránni. En congressinn veitti forsetanum eindregið fylgi, og greiddi honum þakklætisatkvæði með öllnm atkvæðum gegn 25. Verkamenn biðu algerðan ósigur í þeasari deilu við járnbrautafjelögin, sem ekki var nein furða, þar sem jafnmikið var til af atvinnuleysingjum og stjórnirnar liðu ekki að ofbeldi væri beitt til langframa. Fjelögin fengu nóga verkamenn og neituðu lengi að gefa verkfalismönnum atvinnu. Leiðtogarnir voru dregnir fyrir lög og dóm og sættu fangelsisvist fyrir æsingar, og aðal- foringi verkamanua lý6ti opinberlega yfir því, að hann mundi aldrei fram- ar ráða til verkfalls, því að hann hefði sannfærzt um, að eini vegurinn til áð bæta hag verkaiýðsins væri sá, að hafa bein áhrif á löggjöf landsins. Afarmiklir skógaeldar komu upp í ágústmán. í Wisconsin, Michigan og Minnesota, sem eyddu sex bæjum með öllu. Líftjón biðu nokkur hundruð manna. Drengilega var við brugðizt, eins og Bandaríkjamönnum er titt, til að bæta úr hörmungum þeim or samfara voru þessari óttalegu óham- ingju. — Eigi löngu eptir þá miklu brennu fór fellibylur yflr part af Iowa og Minnesota og olli mjög miklu tjóni. í Suður-Carólínu lá i byrjun aprílmánaðar við verulegu borgarastríði út úr vínsölumálum, svo að ríkisstjórinn varð að bæla niður óeirðirnar með ríkisliðinu og fara með nokkurn hlut rikisins svo sem uppreisn ætti sjer þar stað, bannaði járnbrautafjelögum að flytja þangað menn án sins leyfls

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.