Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 78

Skírnir - 01.01.1894, Síða 78
78 Bandaríkin. og setti frjettaþræðina undir hermanna-umsjðn. 1893 varð það að lögum þar í rikinu. að stjðrnin ein skyldi hafa rjett til að flytja áfenga drykki inn i rikið og selja þá, og enginn mátti hafa með höndum áfenga drykki, sem ekki hefðu á sjer merki stjórnarinnar. Pukurssala varð nú algeng, og flokkur leynilögreglumanna var myndaður til að leita að áfengum drykkjum. Rikisstjðri skildi lögin svo, sem embættismeun hefðu rjett til að fara, án sjerstakrar heimildar, inn í prívathús og leita þar. Nokkur hluti borgaranna undi því illa, og út úr því risu óeivðirnar. Mormónalandinu Utah voru á þessu ári veitt ríkisrjettindi. Önnur lönd í Ameríku. Borgarstríðið mikla í Brazilíu, sem getið er um i síðasta Skírni, og lengi hafði staðið, var loks til lykta leitt í aprílmánuði. Peixoto forseti og flokkur hans vann algerðan sigur, en aðaiforingi uppreistarmanna varð að flýja til Buenos Ayres og leita á náð- ir Argentíuumanna. Porsetakosning fór fram um sama leyti, og heitir sá Prudente Moraes, sem varð forseti. Hann er talinn líklegur til að tryggja friðinn þar í landi. í Venezuela voru ógurlegir jarðskjálptar fyrir mitt sumarið. Hrundi þá mikið af bæjum og sagt, að um 10 þúsundir manna muni hafa týnt iiflnu. 1 Ottawa, höfuðstað Canada, var um sumarið haldið nokkurs konar þing af fulltrúum frá hinum ýmsu brezku nýlendum. Þar var rætt um sameiginlegan hag nýlendnanna og komið með tillögur um, hvernig auka mætti viðskipti þeirra í milli. Ýmsir telja það byrjun til brezks alríkis- þings, er fyrir mörgum vakir. Nokkur maniinlát 1894. Sören Jnabæk, norskur bóndi, stórþingis- maður 47 ár Bamfleytt, orðlagður kjarkmaður og alþýðupostuli, fæddur 1814. F. L. Liebenberg, 83 ára, danskur fræðimaður, orðlagður fyrir ágætis- útgáfur af ritum margra helztu rithöfunda Danmerkur. Theodor Billrod, fæddur 1899, einn af frægustu holdskurðarlæknum á þessari öld; prófessor í Ztirich og síðan i Vínarborg. Rit hans í græðslu- fræði eru útlögð á flestar tungur Norðurálfunnar. Marie Frnngoie Sadi Carnot, forseti frakkneska þjððveldisins, fæddur 1837, sonarsonur Carnots, hins fræga hermálaráðherra á stjórnarbyltingar- tímanum. Hann hafði numið verkfræði, einkum brúa- og vegagerð. Með-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.