Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 18

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 18
i8 en vitaskuld er það, að svo mikið mætti veiða, þó eigi sé það hugsanlegt í framkvæmd. Eg skal nú byija lýsingu mína á sildinni og má enginn búast við þvi, að það verði gjört vísindalega, heldur svo að menn geti fengið hugmynd um hin helztu atriði, að minsta kosti þau, er hver sá ætti að láta sér ant um, sem hefir áhuga á þessari veiði. Síldin er í öllum höfum heimskauta á milli, og eru af henni margir flokkar, og af fáum fiskum mun vera meiri mergð. Henni er skipt í 18 eða 20 flokka, og af þeim hefir sú síldin, sem kölluð er clupea, flest- ar tegundir eða yfir 60, eptir því, sem vanalega er talið. f>essi margbreytta flokkaskipun kemur eigi við hér, bæði af þvi, að ekki er hér um margar tegundir að ræða, og enda opt óvíst, hvort rétt sé talið. það eru að eins tvær, sem hér varða oss mestu; það er clupea harengus, hin eiginlega hafsíld, er Norðmenn kalla „Storsild“, og eptir árstíðum, „Vaarsild“, „Som- mersild41, „Höstsild“, og clupea sprattus, sem almenn- ast er hér á landi að kalla kópsíld. í Noregi hafa menn fyrrum þráttað um, hvort vorsíld og sumarsíld væri tvær sérstakar tegundir, og er þess hér getið til þess, að menn ekki brenni sig á sama soðinu, þar eð flestir, ef ekki allir, nú telja það sömu tegund. Á Bretlandi hafa menn og verið í efa um, hvort kópsíldin (c. sprattus) og hafsíldin væri tvær tegundir eða einn og hinn sami fiskur. Menn hafa því fyrra til stuðnings mismunandi hrygningartíma og hrygningaraldur, og að þessar tvær síldartegundir aldrei finnist saman, held- ur lifi í fjandskap sin á milli, en á móti, að ekkert sérlegt sé í sköpulagi þeirra, sem réttlæti skiptinguna; vaxtarlagið sé ekki einhlítt, þar sem yfirbragð og ytri mynd fiskjarins kunni að vera nokkuð frábrugðin ept- ir lífskjörum og aldri. Hin almenna síld vor á heima í norðurhöfum

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.