Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 34

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 34
34 gera fyrir stöðvum síldarinnar i hafinu. f>að er þar sem fæða hennar er ríkulegust. Hvar það nú er, verð- ur að vera komið undir atvikum í hvert einstakt skipti, og stöðvar smádýranna hljóta að vera mjög breytileg- ar eptir stormum, straumum og ýmsum lifsskilyrðum, eins og áður var sagt. þegar nú smádýr þessi rekast að landi inn á víkur og firði og fylla sundin, eða kvikna þar, þá er það ein aðalástæðan til þess, að svo opt verður vart við sildargöngu við land, án þess að síld sé í aðal- göngu sinni til þess að hrygna. Bætist nú þar við, að stormar og straumar og ofsóknir annara dýra hljóta að valda því, að síldin leitar upp að landi, þegar hún á hægt með að fara þangað, þá eru þegar nokkrar ástæður taldar til þess, að hún gangi af og til undir land, þó ekki sé það til að hrygna. Strandlengdin á Noregi er mikil; hafáll mikili og djúpur þar sem miðgrunnið hverfur, stálbratt niður í hyldýpi, allvíða eyjar, sem liggja fyrir utan megin- landið, og gefa skjól. Ut frá íslandi, sem er eyja um- flotin á alla vegu, er minna dýpi, en hér og hvar talsverðir álar. Af þessu má þegar vera auðskilið, að í Noregi ber meira á aðalgöngu síldarinnar til lands en á íslandi, með talsverðu jafndýpkandi útgrynni frá landi. þar sem því síldin í Noregi snemma á þorran- um leitar upp úr hinum djúpa hafál, í síldarbjargi sem Norðmenn kalla, því svo nefna þeir hinar stóru sildar- torfur, þegar þær leita til lands, þá ber ekki svo stór- kostlega á þessu hjá oss. Eg er svo ókunnugur hér á landi allvíða, þarsem vart gæti orðið við þetta, að eg get eigi um það dæmt, en þó virðist svo, að þegar kemur fram á miðjan vetur, fari á hverju ári miklar síldartorfur fram hjá Reykjanesi, milli lands og fugla- skers, og leiti þar meðfram landi og inn á Faxaflóa. |>á verður þar vart við fuglager mikil, hvali og fiska, sem veita torfunni eptirför, og nema ekki staðar fyr

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.