Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 69

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 69
69 sem síld sé undir, verði opt vart við olíu eða fitukent efni ofan á sjónum („graissin“, ,,smalt“). Sumir halda, að þetta komi af því, að hákarl eða háfur bíti síldirn- ar í sundur, en aptur aðrir, og er það líklegra, aðþvf skjóti upp af hinum fitumikla saur, er síldin gefur frá sér. En allopt er það, að menn hafa ruglað þessu saman við hinn almenna fyrirburð, að sjórinn hvítnar við hrygninguna. þ>að eru margir aðrir fyrirboðar síldar eðamerki,- sem of langt væri upp að telja, helzt þar eð þau eru ekki áreiðanleg að fullu. Af verkfærum til eptirleita á síld, má telja vatnskíkirinn, mjög einfalt verkfæri, sem hver maður getur látið búa sér til; honum er lýst í Stjórnartíðindum B 1880, bls. 167. J>ar er og lýst lóði þvf, sem kannað er með, hvort síld sé fyrir og hve mikil. Svo má og telja eitt verkfæri til, sem kanna má með, hvort síldartorfa sé fyrir og jafnvel veiða sfld- ir. Englendingar kalla það „Dandyline“. Á færi er bundin sakka alt að 4 pd. á þyngd. Fyrir ofan hana er á átta þumlunga bili brugðið föstum hnút yfir miðju á mjóum þverálmum úr hvalbeini eða sterkum málm- vír, 9 þuml. á lengd. Úr hvetjum enda þverálmanna er bundinn stuttur öngultaumur, og á honum er hafð- ur fagurtinaður öngull. þ>verálmurnar eru 8—10, og eru bundnar þannig þvert á færið. Færinu er rent og keipað hægt á þeirri dýpt, sem menn halda, að síldin sé helzt fyrir. Engin beita er brúkuð. Með þessu móti má opt krækja síld (sbr. 39. bls.). Eins og áður var sagt, yrði ritgjörð þessi of löng, ef farið væri að lýsa veiðiaðferðum Norðmanna, en eg ætla þar á móti heldur að fara fáum orðum um net, sem Amerfkumenn hafa fundið upp á seinni tfm- um og lofa mikið. þ>að hefir verið reynt með góðri heppni f Frakklandi við sardfnuveiðar. Norðmenn hafa og reynt það til síldarveiða. Hvernig þeim hafi gef-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.