Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MANUDAGUR3. JUN! 1985. Vlgdls Flnnbogadóttlr og Ragnhlldur Helgadóttlr voru béðar vlö opnun aýnlngarinnar FJórlr frumherjar I Llataaafnl ialands é laugardag. DV-mynd KAE „Ómetanleg gjöf” Finnur iónsson og Guðný Elísdóttir gáfu Listasaf ni íslands á þriðja hundrað mynda „Þetta er alveg elnstakt og miklll fengur fyrlr safniö,” sagöi Selma Jóns- dóttir, forstööumaöur Listasafns Islands, í samtali viö DV. Um helgina, þegar minnst var hundrað ára afmælis Listasafns Is- lands, var tilkynnt um höföinglega gjöf þeirra Finns Jónssonar málara og Guönýjar Elísdóttur, konu hans. Þau hjón gáfu safninu 209 listaverk eftir Finn og ánöfnuöu safninu enn fleiri myndir eftir þeirra dag. „Þetta er alveg ómetanleg gjöf,” sagöi Selma, „og sýnir stórhug þeirra hjóna.” -KÞ „Ævintýralega — segirdr. Selma falleg sýning” sýningu Listasaf nsins „Þetta er ævintýralega falleg sýning,” sagði Selma Jónsdóttir, for- stööumaður Listasafns Islands, um sýninguna Fjórir frumherjar í ís- lenskri myndlist sem opnuð var um helgina í tilefni af aldarafmæli safns- ins. A sýningunni eru sýnd 111 verk þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Asgríms Jónssonar, Jóns Stefáns- sonar og Jóhannesar Kjarvals. A opnuninni var frumflutt verkiö Alda- mót eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir strengjasveit, sérstaklega samiö af þessu tilefni. Þá er afmælisins einnig minnst með útkomu bókarinnar Listasafn Islands 1884 til 1984. Hún er prýdd 167 litmyndum af öndvegisverkum íslenskrar myndlistar auk fjölda svarthvítra mynda. I bókinni er skrá yfir öll verk safnsins, gefendur þeirra, svo og allar sýningar sem þar hafa verið haldnar síðan 1950. Sá Jóhannes Jóhannesson um bókina auk fjölda annarra sem lögöu hönd á plóginn. Sýningin stendur i þrjá mánuöi. -KÞ Bruni við Þingvallavatn Nærriláaöillafæri þegar kviknaöi í bátaskýli viö Þingvallavatn á laugar- dag. Slökkviliö Selfoss kom á staöinn á elleftu stundu og gat forðað sumar- bústaö frá eldinum þótt bátaskýliö brynnitil grunna. Það var um miöjan dag sem tiikynn- ing barst um elcUnn í bátaskýli við ölfusvatnsvik. Tilheyrir skýlið sumar- bústaö sem þar er i næsta nágrenni, en þar dvöldu tvær konur ásamt nokkrum bömum. Brann skýlið til grunna, svo og bátur sem þar var og heimilisraf- stöö. Sumarbústaðurinn sviönaöi tals- vert og rúöur sprungu. Fólkiö sakaöi ekki. Er taiiö aö kviknaö hafi í út frá ljósa- vél sem var í gangi í skýlinu. -KÞ ASÍ á f und vinnuveitenda „Við höfum beðiö um fund með Vinnuveitendasambandinu, hvort hann verður síödegis i dag eöa á morgun veit ég ekki, ” sagöi Asmundur Stefáns- son aö afloknum fundi formanna lands- sambandaASI. Formennimir funduðu á laugardag- inn og hittast aftur á morgun. Aö þeim fundi loknum verða vinnuveitendur heimsóttir. „I þeim viöræöum munum við leggja aöaiáhersluna á trygga kaupmáttaraukningu,” sagöi Ásmundur Stefánsson. -EIR. Þaö var annasamt hjá forseta Islands á laugardag. Auk þess aö vera viö opnun afmælissýningar Listasafns Islands afhenti Vigdis 100 trjáplöntur i landi Skógræktarfélags Kópavogs viö Fossá í Kjós. Trjáplöntur þessar gaf Koivisto Finnlandsforseti Islendingum þegar Vigdís var þar í opinberri helm- sókn ekki alls fyrir löngu. -KÞ/DV-mynd KAE Mikil ölvun og fangageymslurfullar Mikil ölvun var í Reykjavik um helgina og vom fangageymslur lögreglunnar nær fullar alia helgina. Aöfaranótt laugardags var bil stolið i vesturbæ. Vom tveir menn þar á ferð. Þegar átti að stööva þá mku þeir af staö og óku um vesturbæinn með lög- regluna á hælunum. Endaði ökuferöin á ljósastaur við Túngötu. Slasaðist ökumaöurinn, en þó ekki alvarlega. Gistu mennirnir fangageymslur lögreglunnar um nóttina ásamt fjölda annarra. -KÞ I dag mælir Pagfari______________I dag mælir Dagfari___________I dag mælir Dagfari Ráðgjafi starfsmanns nefndarinnar Eins og alþjóð er kunnugt hafa tslendingar það fyrir sið að leysa öll sin vandatnál í nefndum. Jafnskjótt ogeltthvert mál ber á góma er skipuð nefnd og í sjálfu sér er það aukaat- rlði hvort nefndln skllar af sér eða ekki. Aðalatriðlð er að koma málum i nefndir, enda er það lausn út af fyrlr slg. Mál leysast stundum af sjálfu sér og það jafnvel löngu áður en nefndiraar era leystar upp. Yfirleitt þykir það fint að komast í nefndir, enda ráðast mannvlrðlngar af þvi í hversu mörgum nefndum tslending- ar era. Þannig ber tll að mynda Jóhannes Nordal höfuð og herðar yfir aðra ianda sina vegna þeirra nefndarstarfa sem hann hefur innt af höndum um dagana. Hann er hlnn ókrýndi nefndakóngur. Nú er það svo að menn hafa tekið sætl í nefndum vegna þeirrar virðlngar sem þvi fylgir. Opinberar nefndir hafa sjaldnast verið vel launaðar, og er svo enn. Nú fyrir helgina var það raunar staðfest, þegar spurt var um nefndarlaun álviðræðunefndar og stóriðjunefnd- ar, að óbreyttlr nefndarmenn þiggja skítaiaun fyrir púlið. Hlns vegar hafa þeir séð sér lelk á borði, og hafa ráðið sig sem starfsmenn nefndanna og síðan hafa þeir ráðlð sig sem ráð- gjafa starfsmannanna! Þegar einn og saml maðurinn er orðinn að ráö- gjafa sjálfs sín og starfsmaður sjálfs sín í nefnd sem hann sltur sjálfur i, þá fer auðvltað að vænkast hagur nefndarmanna hins oplnbera. Nefndarmaðurinn fær þóknun fyrir að mæta á fundi tll aö ráða sjáifan slg upp á kaup sem starfsmaður og síðan sest starfsmaðurinn niður og ræður sjálfan sig sem ráðgjafa sjáifs sín fyrir kaup sem ráögjafi. Þetta er vitaskuld afar heppllegt fyrirkomu- lag, sérstaklega vegna þess að ráð- gjaflnn fær meira kaup en starfs- maðurinn og starfsmaðurinn melra kaup en nefndarmaðurlnn. Og nefndarmaðurlnn lætur sér það vel lika, því allt er þetta einn og sami maðurinn. Til að þessl hringekja hafl eitthvað upp úr sér leggur ráðgjafinn til vlð starfsmanninn að málum sé drepið á drelf og nefndarstarfið haldi áfram. Starfsmaðurinn sam- þykkir þessi ráð ráðgjafans og legg- ur til við nefndina að málum sé drepið á dreif og nefndarstörfum verði haldlð áfram. Og þar sem nefndarmaðurinn er saml maðurinu og starfsmaðurinn og ráðgjafinn er þessi tiilaga samþykkt í einu hljóðl. Síðan leggur nefndarmaðurinn til að starfsmaðurinn haldi áfram störfum sínum og starfsmaðurlnn mælist til þess að ráðgjafinn veiti sér áfram- hnlrinnHI aðstoð og þá er hringnum lokað. Þetta er hið ábatasamasta starf. Samkvæmt upplýslngum iðnaðar- ráðherra hefur hver nefndarmaður, starfsmaður og ráðgjafi samtals launaþóknun upp á 40 til 50 þúsund krónur á mánuði, sem kemur sér vel þegar nefndarmaðurinn, starfs- maðurinn og ráðgjafinn er elnn og sami maðurinn. Dagfari vill komast í svona nefnd. Hann leggur reyndar til að sem flestir launamenn komist i eina eða aðra nefnd hjá hinu opinbera. Þá leggjast verkföll niður, þras um kjarasamninga og eltingarleikur við kaupmátt. Ur þvi alþingismenn og „full time” verkfræðingar, seðla- bankastjórar og lögfræðlngar í praksis hafa tíma til að sinna opinberum nefndarstörfum í framhjáhlaupi upp á 50 þúsund krónur á mánuði ætti almennum launamönnum ekkl að vera skota- skuld úr að gera hB sama, sérstak- lega þegar nefndarmenn hafa möguleika til að ráða sjálfa slg i vinnu. Dagfari leggur tll að hið opinbera skipi nefnd i málið og ráðl sér starfsmann sem ráðl sér ráðgjafa sem leggi til að nefndin haldi áfram störfum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.