Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 3. JUNl 1985. 11 Eyvindur Erlendsson ásamt þremur eðalleikurum, þeim Helga Skúlasyni, Gísla Halldórssyni og Arnari Jónssyni. Tökur að hefjast á Erindisleysunni miklu Þann 15. júlí næstkomandi hefjast tökur á kvikmyndinni Erindisleysan mikla eftir Eyvind Erlendsson. Leik- stjórinn, Eyvindur, er á förum til Niðurlanda ásamt Haraldi Friöriks- syni kvikmyndatökumanni og Jóni Þórissyni leikmyndahönnuöi að velja leiksvið. Strax þar á eftir halda þeir noröurí land. I þremur stærstu hlutverkum mynd- arinnar eru Amar Jónsson, Helgi Skúlason og Gisli Halidórsson. Félagið, sem stendur að gerð kvik- myndarinnar, heitir Milljónafélagið. Nafnið ber þaö vegna þess aö höfund- urinn ákvað að láta stofnun fyrirtækis- ins ráöast af því hvort tækist að safna hlutafjárloforðum sem næmu einni milljón. Þaötókst. Handrit að myndinni samdi Eyvind- ur i kofa sínum við Elliöaár og heitir sá Eyvindaritofi eftir eiganda sínum. Kof- ann nefndi Eyvindur kvikmyndaveriö sitt. Því er fyrirtækið í kringum mynd- ina nefnt Eyvindarkofaver og er firmaheitið EVER skammstöfun á því nafni. Framkvæmdastjórn fyrirtækisins tekur til starfa nú um mánaðamótin. Hana skipar Guðmundur Pálsson og Ragnheiöur Ríkharðsdóttir með hon- um. SGV Frá Héraðsskólanum á Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólanum verða 8. og 9. bekkur grunnskóla, fornám og framhalds- nám á íþróttabraut, 1. ár. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6112. TRIO-TJÖLD 11. SÖLUSUMAR Vönduðu dönsku hústjöldin aftur fyrirliggjandi, einnig göngutjöld og notuð hústjöld. Sérpöntum hjólhýsatjöld. TJALDBÚÐIR - GEITHÁLSI V/SUÐURLANDSVEG, SÍMI 44392. Saumaðu ekki að pyngjunni 3 Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu SINGER Enn einu sinni spori framar Hvers vegna að sauma að pyngjunni þegar þú getur verið að sauma á Singer Magic sem er létt og þægileg, ótrúlega einföld í notkun og mun ódýrari en sambærilegar vélar. Singer hefur alltaf verið spori framar og jafnhliða tækninýjungum hafa þeir þróað saumavélar sem auðvelt er að læra á og eru einfaldari í notkun en flestar vélar. ■ E Tæknilegar upplýsingar • Frjáls armur • Zikk-zakk • Overlock • Rafeinda fótstiq • Blindfaldur • Vöttlusaumur • Lárétt spóla • Stungu-zikk-zakk • Tvöfalt overlock • Siálfvirk hnappaqötun •Styrktarsaumur • Fjöldi nytja og • Beinn saumur • Teygiusaumur skrautsauma Singer Magic og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af saumaskapnum útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. MM m ww ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR Ó879/0-8Í266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.