Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 45
DV. MANUDAGUR 3. JUNI1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari veitir Þorkeli M. Ingólfssyni og Ferdinand Jónssyni verðlaun fyrir hœstu einkunn i sögu ð stúdentsprófi. Ásgeir B. Ægisson og Vilmundur Pólmason leggja land undir fót i sumar er þeir taka þétt f ólympiumóti framhaldsskólanema i eðlisfrœði. Christlna nokkur Onassis segist vera nokkrum kilóum léttari þessa dagana. Það var ekki bara það að milljónaerfinginn eignaðist barn um daginn hcldur hefur stúlkan verlð á ströngum megrunarkúr að undanförnu og megrunarkúrinn bar árangur. Christina er ein ríkasta kona í heimi og hefur þess vegna verið tah in hinn álitlegasti kvenkostur. Hef- ur stúlkan átt sér fjölmarga von- biðla og hafa margir oröið fúlir þegar þeir misstu af milljónunum hennar Christinu er hún sendl þá á braut. Onassis, pabbinn, var mikill griskur skipakóngur um sína tíð og ekki varð hann ófrægur af því að giftast henni Jackie Kenn- edy, ekkju John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandarík - anna, eftir að hann var myrtur í nóvember 1963. Stóð samband þeirra i nokkur ár og var sagt til fyrirmyndar. Ekki sóttist forseta- ekkjan eftir veraldiegum auði frá skipakónginum gamla, heldur vildi hún góðan vin og samstarfsfélaga sögðu blöðin eftir að mál voru opin beruð. Jimmy gamli Stewart er nú kominn á áttrsðisaldur og að mestu hættur að leika í kvikmyndum. Jimmy sést þó stundum í sjónvarpinu, i ýmsum smærri hlutverkum sem ekki eru of krefjandi og eru þá i tengslum vlð einhverja góðgerðarstarfsemi. Nýlega var afhjúpuð i Hollywood stór og mikli stytta af kappanum sem Fox kvikmyndafélagið lét steypa í samvinnu við nokkra trygga vini og velunnara leikarans. Á myndinni sjáum við Jimmy Stewart fyrir framan styttuna af sjálfum sér, orðinn óadauðlegur í lifandalífi. . v, ± + * Ingólfur skóiamaistari og hópur föngulegra nýstúdenta Menntaskólans i Kópavogi að lokinni athöfninni i Kópavogskirkju. Langþráður ófangi loks i höfn. Nýstúdentar setja upp hvítu kollana. Menntaskólinn íKópavogi: Tíundi árgangurinn útskrifaður á 30 ára afmæli Kópavogskaupstaðar Menntaskólanum í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í Kópavogs- kirkju föstudaginn 24. mai síöastliöinn. I ár brautskráðust 87 nýstúdentar, 45 stúlkur og 42 piltar. Ingólfur A. Þor- kelsson skólameistari flutti skólaslita- ræðuna og afhenti stúdentum verðlaun fyrir ágætan árangur í einstökum greinum. Kópavogskaupstaður á 30 ára afmæli um þessar mundir og árgangurinn i ár er tíundi árgangurinn sem Menntaskólinn í Kópavogi útskrif- ar. Voru af því tilefni veitt verðlaun fyrir ágætiseinkunn í íslenskufræðum og gaf Kópavogskaupstaður þau.. Skólakór MK söng við athöfnina undir stjórn Martials Nardau. Einn úr hópi nýstúdenta, Sigríður Kristins- dóttir, flutti ávarp og ámaði skólanum allra heilla svo og Vilmar Pétursson, fulltrúi 5 ára stúdenta, auk Kristjáns Guðmundssonar, bæjarstjóra Kópa- vogskaupstaðar. Alls hafa 583 stúdentar útskrifast frá Menntaskólanum í Kópavogi. Jóhanna Pálsdóttir, Kristín Andrea Einarsdóttir og Þuriður Jónsdóttir, all- ar nemendur Menntaskólans í Kópa- vogi, léku á flautu viö athöfnina verkiö Terzetto eftir Frans Anton Hofif- meíster. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hiaut Jóhanna Pálsdóttir í náttúrufræði- deild, einkunnina 9,4, hæstu fullnaðar- einkunn sem stúdent frá skólanum hefur hlotið. Það kom fram hjá skólameistara að á döfinni væri að koma á fót tveim nýjum námsbrautum við skólann, f jöl- miðlabraut og tölvubraut. Þá vakti og verðskuldaða athygii aö tveir stúdentanna frá MK, Asgeir B. Ægisson og Vilmundur Pálmason, munu vegna ágætrar frammistööu í eölisfræðikeppni framhaldsskóla fara á ólympiumót í Júgóslavíu í sumar til að þreyta þar keppni í þeirri grein fyrirlslands hönd. Mikið f jölmenni var við athöfnina og lauk henni með því að allir sungu Island ögrum skorið eftir Eggert Olaf sson og Sig valda Kaldalóns. Skólamaistari afhendir Jóhönnu Pólsdóttur verðlaun fyrir hœstu einkunn ó stúdentsprófi, 9,4, hœstu fullnaðareinkunn sem gefin hefur verið ó stúdentsprófi i sögu Menntaskólans í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.