Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MANUDAGUR 3. JtJNl 1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASONog ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SfMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verð í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. Seta, vinna og ráðgjöf Hér í blaðinu og raunar einnig í öðrum f jölmiðlum hef- ur komið í ljós, að fulltrúum í samninganefndum um stór- iðju, svo og flestum ráðamönnum landsins, finnst lítið til koma, þótt þessir fulltrúar hafi 40—50 þúsund króna mánaðartekjur í tengslum við setuna í nefndunum. Nefndamenn segja hver um annan þveran, að þeir hafi þrælað fyrir þessum tekjum. Sumir segjast hafa misst af sínu venjulega kaupi á meðan og jafnvel misst viðskipta- vini. Einn benti sérstaklega á sálrænan þrýsting, — ætl- azt hafi verið til, að þeir næðu árangri í samningum. Eini ráðamaðurinn í landinu, sem hefur gert athuga- semdir, er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Hann óskaði skýringa á ríkisstjómarfundi. Þær fengust ekki þá, þar sem iðnaðarráðherra var fjarverandi. Hann hefur hins vegar á öðrum vettvangi vísað öllu frá sér. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra gagnrýndi harð- lega í vetur kostnað Sjóefnavinnslunnar við tækniráðgjöf. Kvartaði hann um vonda hegðun þess, sem hann kallaði „verkfræðingastóð”. Mátti skilja hann á þann veg, að í því kerfi væru menn að hygla hver öðrum á ýmsa vegu. Full ástæða væri fyrir Sverri að taka samninganefnda- málið mun harðari tökum en Sjóefnavinnslumálið. 1 nýja málinu eru menn ekki aðeins að hygla öðrum, heldur einkum sjálfum sér. Og síðan halda þeir því fram, að þetta sé að frumkvæði ráðuneytis Sverris sjálfs. Fyrst eru þessir menn kosnir í nefnd. Þar sem þeir ráða ekki við starfið, fá þeir sér starfsmenn, sem eru þeir sjálfir. Þar sem málið gengur ekki upp, verða þeir að fá sér ráðgjafa til viðbótar. Þessir ráðgjafar eru, eins og starfsmennirnir, nefndamennirnir sjálfir. Þannig hefur samninganefndagengið í fyrsta lagi setið í nefndum. I öðru lagi hefur það unnið í nefndum. Og í þriðja lagi hefur það veitt sér góð ráð í nefndum. Þannig tuttugufalda menn tekjurnar, sem þeir gengu að í upp- hafi, þegar þeir tóku sæti í nefndunum. Þessi mikla vinna nefndamanna hefur samt ekki borið mikinn árangur. Sorglegasta dæmið er síðasti samning- urinn við Alusuisse. Þar sömdu þeir um orkuverð, sem var langt undir því, er við mátti búast. Raunar varð niðurstaðan mikið áfall fyrir stóriðjustefnu á Islandi. Stundum var eins og nefndarmenn legðu meiri vinnu í að reka áróður fyrir þjóðinni um, að niðurstaðan væri ekki eins afleit og flestir töldu hana vera. Ef til vill er sú vinna innifalin í tekjum þeirra af setu í nefnd, vinnu í nefnd og ráðgjöf í nefnd. Ekki tók betra viö í samningnum um inngöngu Sumitomo í járnblendifélagið. Sá samningur gekk eink- um út á, að japanska fyrirtækið tæki hlut af hinu norska Elkem. Til þess að hjálpa Elkem í þessu þóttust nefndar- menn verða að halda niðri verði á raforku til Grundar- tanga. Ef greiða á stórar fjárhæöir fyrir setu í slíkum samn- inganefndum, er betra að hafa þær enn hærri og greiða þær erlendum fagmönnum, sem kunna til verka í samn- ingum. Ekki greiða þær neinum, sem fara illilega halloka í hverjum samningnum á fætur öðrum. Eigi menn samt mikið fé skilið fyrir setu, vinnu og ráð- gjöf í nefndum, er rétt, að um slíkt sé fjallað á opinn og heiðarlegan hátt, en ekki í einkapukri nefndarmanna og í samsæri þeirra og ráðuneytis. Til eru mörk milli siðferðis og skorts á siðferði. Jónas Kristjánsson „Hvamig ö sá maður að byggja hús sem veröur að borga 50% i opkibar gjöld. . . IKROSS Um nokkurra vikna skeið hefur staðið deila milli þeirra dr. Magna Guðmundssonar, dr. Benjamíns Eiríkssonar og Bjarna Braga Jóns sonar um vexti. Deilan virðist snúasl um það hvaö séu vextir, — hinii síðamefndu nefna það eitt vexti sen nær svonefndum raunvöxtum Magni telur verðbætur og vexti eit og hiðsama. Hér virðast menn hugsa í kross Og deilan óþörf, — svipar til þeirra deilu lækna sem rífast um hvor sjúklingurinn hafi dáiö úr hjarta bilun eða lungnabólgu þegar ljóst ei að hvor sj úkdómurinn um sig er næg- uraldurtili. Eg held t.d. að Heröi Falssyni hafi þótt það fónýt spurning að vita hvort það voru verðbætur eða vextir er urðu útgerð hans ofviöa, þótt hann geröi út aflaskip í hæsta flokki. A.m.k. náði hann ekki siíkum vöxt- um og verðbótum á sitt fé. HARALDUR BLÖNDAL HÆSTARÉTTARLÖGMAOUR „Ég held til dæmis aö Herði Fals- w syni hafi þótt það fánýt spurning hvort það voru verðbætur eða vextir er urðu útgerð hans ofviða þótt hann gerði út aflaskip í hæsta flokki.” Kaup kaups Og er nú rétt að hafa hugfast að um langan aldur greiddu útgerðarmenn raunvexti af lánum til útgerðar sinnar og fiskvinnslu. En jafnframt fengu þeir að kaupa aðföng á raun- virði. Það er í sjálfu sér allt í lagi að taka lán til skipakaupa í dollurum ef skipið fæst keypt á sama gengi og aflinn erseldurá. Ogmátaka einfalt dæmi: Utgerð selur afla sinn erlendis og i dollurum. Fyrir hvem dollara em greiddar 40 krónur. Hún kaupir nýtt skip erlendis á alþjóðlegu verði á 2 miUjónir dollara og þau lán sem taka þarf era i dollurum, sem út- gerðin fær greidd ó eðlUegu kaup- gengi miöað við sölugengi 1:40. Svo iengi sem þetta hlutfaU helst og erlend aðföng önnur era seld með samsvarandi gengi ætti dæmið að ganga upp, — að sjálfsögðu miöað viðnæganafla. En hugsum okkur nú að útgerðar- maðurinn yrði aö greiða skip sitt meö 2 miUjónum doUara, sem kost- uðu hann 80 kr. hver dollar, og jafn- framt aö oUudollarinn kostaði 60 krónur, — það er augljóst að afUnn í fyrra dæminu dygði engan veginn til þess að greiða útgerðarkostnaðinn í þvíseinna. Nú munu menn halda að ég sé að vitna til hins fræga bátagjaldeyris og tíma þegar margfalt gengi var í landinu. En þaö er síður en svo. Ástandið er svona í dag. Margfalt gengi Um nokkurt skeið hefur ástandið veríð þannig í landinu, aö islenskir útgerðarmenn hafa verið pyntaðir til þess aö kaupa islensk skip á þreföldu og fjórföldu heimsmarkaðsverði. Með þessu er vitanlega verið að skylda þá tU að kaupa skip fyrir mUdu hærra gengi en þeir geta selt fiskinn sinn á. Aðföng, t.d. olía, era jafnframt seld á mun hærra verði en íerlendumhöfnum. Islenskir útgerðarmenn veröa í báðum tilfellum að greiöa byggða- stefnu stjórnmálamanna: I fyrra tUfeUi með því að kaupa skip á of háu veröi af t.d. SUppstöðinni á Akureyri og Stálvík í Garðabæ, — eingöngu tU þess að eigendur þessara skipa- smíðastöðva geti fuUnægt þeim metnaði sínum aö smiöa skip. Skipa- smíðar eru hins vegar lúxus sem Is- lendingar hafa ekki efni á að leyfa sérfrekarent.d. smíði flugvélar, en öll sömu rök mó færa fyrir flugvéla- smíði hér á landi og skipasmiði. Hins vegar er nauðsynlegt að hér séu viðgerðarstöðvar fyrir skip, — en þó því aðeins aö það sé ekki dýr- ara að gera viö skipin hér á landi en erlendis. Menn kaupa oUu og bensín á sama veröi alis staðar á landinu. Hvemig halda menn aö sUkt sé hægt? Þaö er aðeins hægt með því einu að leggja flutningsjö&iunargjöld á oUu og bens-i ín. Verulegur hluti af því lendir á út- gerðinni. Og hafa menn velt því fyrir sér að á sama tima og verið er að létta gjöldum af annarri orku, raf- orku og heitu vatni, þá er orkan skattlögö til fulls ef hún heitir oUa. Þeir mega rífast dr. Magni og dr. Benjamín. Eg velti því hins vegar fyrir mér hvemig treysta mætti verkfræðingum, ef þeir fyndu upp lengdarbætur á metra, þyngdarfrá- drátt á kílógrammið og þenslufrá- vUt á lítrann? Ef slíkt kerfi yrði tekið upp væru menn jafnframt búnir að afnema metrakerfið. Og það er eins með krónuna, — þegar hún þarf verðbóta við, — er hún einfaldlega ekki lengur til, — það hefur orðið til ný mynt eða mynt- ir eftir því hvað við er miðaö. Skattahækkun? Nú berast af því fréttir víða um land, að helstu útgerðarfyrirtæki landsins berjist í bökkum, — eigið fé hafi rýmaö svo aö það sé nærri þorrið en afU bestu skipa dugi ekki til þess að greiða oUu og lán. Hávaxta- stefnan hefur orðið þessum fyrir- tækjum og raunar öUum atvinnu- rekstri í landinu dýr. Og þar við bæt- ist fjölmennur hópur húsbyggjenda. Þar í era atkvæði, og nú hafa menn heyrt boðskapinn: Enn einu sinni á að hækka skatta og „leysa vandann” þannig. Verði það gert hefur þessi ríkis- stjóm ekki lengur siðferðilegan grandvöll að standa á og henni ber að segja af sér. Og sérstaklega á þetta við um ráðherra Sjálfstæöisflokks- ins, einkanlega fjármálaráðherrann, Albert Guömundsson. Nóg er að gert þótt ekki sé gripið til vinstristjómar- úrræða sem aðeins hafa það eitt í för með sér að auka verðbólgu og tefja framfarir landsins. Halda menn t.d. að hækkun á sölu- skatti verði til þess að auövelda kjarasamninga? Halda menn aö Bjöm Þórhallsson og Asmundur Stefánsson muni sleppa þessum sölu- skattshækkunum þegar þeir fara að semja? Eða Guömundur J. Guð- mundsson? Og halda menn að það bæti hag húsbyggjenda að hækka allan kostnaö þeirra og lána þeim i staöinn kostnaðinn á Nordalsvöxt- um? Ef um sérstakan vanda húsbyggj- enda nú umfram venjulega er að ræöa má undir engum kringumstæö- um leysa hann meö skattlagningu. Miklu frekar á að leysa hann með skattalækkunum, — lækka tekju- skattinn, sem drepur í dróma fram- tak ails fólks og kemur í veg fyrir eðlilega tekjuöflun meöan á hús- byggingarárum stendur. Hvernig á sá maður að byggja hús sem verður að borga 50% í opinber gjöld af tekjum sínum eða jafnvel meira þegar allt er talið, beinir skattar og óbeinir. (Svo geta menn velt því fyrir sér hvert sé lífsviðhorf fólks sem hefur stundað háskólanám fyrir námslán og vanist þvi að sækja aurana sina i Lánasjóðinn og vita aö urn endur- greiðslu verður aldrei að ræða nema á hluta þess sem lánað var.) Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.