Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notafl i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fulirar nafnleyndar er gœtt. Vifl tökum vifl fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ1985. Albert Guðmundsson: „Hefekkiheyrt enníSteingrími eða Þorsteini” „Eg hef ekki heyrt neitt enn í þeim Steingrimi og Þorsteini þannig aö ég veit ekki nákvæmlega út á hvaö tillög- ur þeirra ganga en eitt er víst ég hef verið og er á móti því aö auka eigna- skattinn,” sagöi Albert Guömundsson fjármálaráðherra í gærkvöldi um til- lögur stjómarliöa i húsnæðismálum. Albert sagöist vera gjörsamlega á móti því aö auka skatta. „Og ég er á móti því að hækka söluskattinn, en ég get þó sætt mig viö aö hækka hann á þessu ári til að mæta brýnasta vandan- um.” Og áfram: „Viö skulum gá aö því að Sjálfstæöisflokkurinn hefur sína lífs- *■ skoðun aö auka ekki skatta heldur lækka þá og þaö tel ég mig hafa verið aö gera sem fjármálaráöherra.” —■ Hvaö hefðir þú viljaö gera í staö þess aö leggja á aukinn eignaskatt? „Eg held aö tekjur ATVR og annarra þátta verði meiri á þessu ári en áætlaö er og aö þessi afgangur heföi brúaö bilið varöandi þetta ár. -JGH Skákmótiö í Eyjurn: Þrír efstir Staöan á skákmótinu í Vestmanna- eyjum eftir fimm umferöir er sú, aö Karl Þorsteins, Lein og Lombardi eru efstir og jafnir með fjóra vinninga. 1 kjölfarið fylgir Jóhann Hjartarson meö 3 1/2 vinning. Skák hans og Plasketts fór í biö og hefur Jóhann sterkari stööu. tJrslit skákanna, sem tefldar voru í gær, uröu þau að Jón L. vann Short, Karl Þorsteins vann B jörn Karlsson og Ingvar vann Asgeir Þór. Sem fyrr segir fór skák Jóhanns og Plasketts í biö. Bragi Kristjánsson og Tisdall geröu jafntefli, einnig Lombardi og Guömundur Sigurjónsson svo og Helgi Olafsson og Lein. Þá eiga Helgi og Bragi enn ólokiö biöskák. Jóhann Hjartarson hefur möguleika á aö veröa sér úti um stórmeistaratitil, vinni hann biöskák sina gegn Plaskett. Þá þarf hann 5 vinninga úr átta skákum til að ná titlinum. Næsta umferö í skákmótinu hefst kl. 16ídag. -JSS TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. plBÍLAST-Q ÞROSTIIR SÍÐUMULA 10 LOKI Ég vildi nú heldur fara í hjónarúmarall! t»rjú hjól undlr bllnum, en éfram akröltlr hann þó, saglr f gttmlum deegurlagatexta og það gaatl val étt vltt þetta farðalag þelrra félaganna é myndlnnl. Þar ar bwjarstjórn Garðabwjar að kappa I sjúkrarúmsralll altt flmm lltta. Bwjaratjómln fór mað algur af hólmi þrétt fyrlr að eltt hjóla rúmslns fwri af é mlðri leið. -KÞ/DV-mynd KAE. Líbani í gæsluvarðhald: Reyndi sölu á ávísunum fyrir hálfa milljón Tuttugu og tveggja ára Iibani, sem búsettur er hérlendis, hefur verið kærður vegna útgáfu og sölu á ávísun- um aö upphæð tíu þúsund dollarar eða nálægt hálfri milljón íslenskra króna. Maðurinn kom inn i Iðnaöarbankann á föstudag og reyndi aö selja þar tvær ávísanir hvora aö upphæð fimm þús- und dollara. Þótti maöurinn og ávísan- imar eitthvaö grunsamlegar og kærðu bankamenn manninn til Rannsóknar- lögreglunnar. Reyndust ávisanimar innistæöulausar. Eftir yfirheyrslur yfir manninum um helgina var hann úrskurðaður i gæsluvarðhald til 19. júní. Líbaninn er líbanskur rikisborgari en hefur verið hér á landi meira og minna síðan 1979. Viö eftirgrennslanir hjá útlendingaeftirlitinu reyndist maö- urinn hvorki hafa dvalar- né atvinnu- leyfi hérlendis. Er nú verið að kanna hvort vísa eigi manninum úr landi. -KÞ ígæsluvarðhald vegna bflasvika Ungur maður var úrskuröaður í gæsluvarðhald um helgina vegna fjár- svika í bílmálum er hann er talinn hafa haf t í frammL Alvarlegt umferðarslys í Garðabæ: ÞRIGGIA ÁRA A GJÖRGÆSLU Maðurinn, sem var aö kaupa af öðr- um manni bifreiö, mun hafa afhent honum verölausa víxla upp á nokkur hundruð þúsund krónur. Var maðurinn úrskurðaöur i gæsluvarðhald til 5. júni. -KÞ Brunaðiárörið Umferðargiröing var ekin niður á Kringlumýrarbrautinni á laugardag- inn, einu sinni sem oftar. Girðingin er þama vegna brúarsmíöi viö götuna. Bannaö er aö aka þama á bilum hærri en 3,5 metrar á hæð. Þriggja ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys í Garöabæ í gær. Slysið átti sér stað laust fyrir klukkan 14 viö Bæjarbraut á móts viö Hrísmóa í Garöabæ. Bifreið af gerö- inni BMW var ekið norður Bæjar- brautina og biöu tveir drengir hægra megin viö götuna. Annar þeirra tdjóp yfir en hinn beiö átekta en hljóp síðan í veg fyrir bílinn. -EH. Aö þessu sinni ók flutningabillinn niður röriö sem liggur yfir götuna. Varúöarmerki em á götunni og sérstök rafeindagiröing en allt kemur fyrir ekki. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.