Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1985, Blaðsíða 19
DV. MÁNUD AGUR 3. JUN! 1985. 19 Frá Alþingi: Skrafað, þjark- að,þrefaö Forsætisráöherra hefur ekki neitaö þvi aö þinglausnir kunni aö dragast fram i miöjan júni. Og því er ekki aö neita aö þingmenn eru famir aö ókyrrast. Vorblærinn hefur farið í gegnum þingsali og eftir situr óþreyjan. Á bestu dögum vorsins hafa þingmenn brugðiö á þaö ráö að funda í garöi Alþingis og bíöa þar eftir ís. „Ef við eigum aö sitja hér fram á sumar þarf aö bæta loftræstikerfi hússins,” sagöi einn þingmaður. Það mun hafa verið gert um árið á bandaríska þinginu i Washington og síöan hafa þingmenn þar gerst þaulsætnari. Vorstemmning En með eða án loftræstingar, þá er annar blær yfir störfum þingsins i dagenvarívetur. Málin sem afgreidd eru fara nán- ast í gegnum þingsalina eins og þýður vindur — stromsve4>ur var orðið sem fyrst kom upp í hugann — en þaö á . ekki við í vór- stemmningunni. Þó gustar um sum eins og til dæmis frumvarpiö hans Sverris Her- mannssonar (stjórnarfrumvarp) um hlutabréfakaup einstaklinga í Sementsverksmiðjunni. Þaö var fellt á jöfnu eins og komiö hefur fram. Þrír stjórnarliöar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu ásamt stjórnar- andstööunni. Eini stjórnarandstöðu- þingmaðurínn sem greiddi frum- varpinu atkvæði sitt var Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaöar- manna. Sverrir iðnaðarráðherra er að vonum óhress meö afdrif þessa frumvarps og hefur látið hafa eftir sér hér í DV að „það fái einhverjir að snýta rauðu í þessu máli”. Þarna var dálítill gustur. Biðstöðuleikur En annars er eins og menn séu í biðstöðuleik og hafi veríð þessa viku. Samt er verið að af greiða stór mál og smá. En beðið er eftir stóru málun- um. Um eití þeirra er fjallað á fundum „þjóöstjómarinnar” þ.e. fundur stjórnar og stjómarandstöðu. Það er málið stóra, vandi húsbyggj- enda. Þar er stokkið á milljónum og stórum orðum. Og svo eru það láns- fjárlögin, vart er hægt aö slfta þingi og heilsa sumarkomunni fyrr en þau hafa verið afgreidd. Forsætisráðherra hefur sagt að f jórtán til sextán mál þurfi að fara í gegn fyrir þinglausnir. Því má búast við að hvirfilvindar eigi eftir að þyrla pappírum næstu tvær vikumar viðAusturvöllinn. Af handauppréttíngum Síöasta vika einkenndist af handa- uppréttingum. Þó aö biðstaða hafi óbeint rikt tókst að koma nýjum sigl- ingalögum í gegnum neðrí deild með ótal breytingum. Þetta frumvarp er mikill bálkur, 242 lagagreinar. Einn daginn í vikunni var það afgreitt til efri deildar — aftur, en þaðan kom það upphaflega. Það vom þreyttir þingmenn sem komu í kaffistofu Alþingis eftir atkvæðagreiðslu á þriðja hundrað lagagreina. Siglinga- lagafrumvarpið hefur fengið mjög mikla umfjöllun í samgöngunefnd- um deildanna. Leitað hefur veríö eftir umsögn frá ótal aðilum. „Nema þeirra sem eiga aö vinna eftir lögun- um, dómaranna.” En enn skal fjalla um siglingalögin í efri deild og lfk- lega verða þau afgreidd í vikunni. „Stefnumót á stigapöllum” og gauk í gluggasyllum ágeröust í biðstöðuleik siðustu viku. Fundir i myndaherberginu eða þá i stigaher- berginu, en bæöi em inn af efrí deild- inni, hafa verið tíðir og verða fram að þinglausnum. Mikið verður skraf- aö, þjarkað og þrefað í þingsölum i þessari viku því nú hljóta öll stóru málin að leysast. Handauppréttingar til hægri og vinstri „verða staðbundnar” en leiða vonandi til farsælla lausna og þing- lausna. .j>G. Arnarvatnsheiðin: Reyntað opna 14. júní Veiöimenn er marga farið að klæja i lófana að komast inn á Arnarvatns- heiði og renna fyrir fisk. Það hefur frést af veiðimönnum sem ætla að fara um helgina en þaö er ekki fært ennþá. „Það er ekki fært og töluverð aur- bleyta en við stefnum að því að opna heiðina föstudaginn 14. júni aö öllu óbreyttu,” sagði Snorri Jóhannesson á Augastöðum, formaður veiðifélags Arnarvatnsheiöar. „Menn hafa mikið spurt um þetta og veiðimenn em alltaf að hríngja. Þaö er pottþétt að engum verður hleypt inn eftir fyrr.” En hvað kostar að veiða á Arnar- vatnsheiði i sumar? „Dagurinn mun kosta 650 krónur og svo seljum við helgarpakka sem kosta 1.000 kr. og þá er veitt laugardag og sunnudag en helgarpakkamir nutu mikilla vinsælda hjá okkur síðasta sumar.” Já, veiðimenn verða því að bíða enn um sinn og sjá hvort þetta gengur ekki þann 14. júni. G. Bender GunnarBender Það getur margt skeö í Arnarvatnsheiðarfe^ðum og oft skemmtilegt. VEIÐIVON ÍSLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM ADSTÆDUM Allt frá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið erframleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/sm2eftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnaref num gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrirendingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætirfljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.