Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Fréttir Keppinautum boðinn Búnaðarbankinn: Játa því hvorki né neita sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í morgun Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra var spurður að því í morgun hvort hann hefði boðið þeim aðilum sem nú keppa um kaupin á hlutabréíúm ríkisins í Útvegsbankanum Búnað- arbankann til kaups en hávær orðrómur er um að sú leið verði far- in til lausnar málinu. „Ég ætla hvorki að játa því né neita,“ sagði viðskiptaráðherra. Þá var ráðherra spurður hvort vantað hefði upp á tryggingar þeirra 33ja sem buðu í Útvegsbankann. „Það er rétt að greinargerð þeirra fyrir tryggingum var ekki fullnægj- andi og þeim hefur verið gefinn frestur til að gera grein fyrir trygg- ingum sínum til morguns. Ég tel alveg víst að viðræðum mínum við þá aðila sem vilja kaupa hlutabréfin ljúki ekki fyrr en eftir helgi, alla vega verður ákvörðun vart tekin fyrr,“ sagði Jón Sigurðsson. Þá sagði Jón að enda þótt það væri hans að taka ákvörðun í þessu bankamáli hlyti hann að hafa fullt samráð við aðra ráðherra, annað væri ekki hægt í svo stóru máli. Ekki vildi Jón taka undir það sem komið hefði fram í fréttum að ríkis- stjómin riði til falls vegna Útvegs- bankasölunnar, sagði það orðum aukið. Mikið gekk hins vegar á hjá fjár- málaráðherra í Amarhvoli í morgun. Ýmsir þingmenn komu á hans fund, þar á meðal Sighvatur Björgvinsson og skömmu eftir að hann gekk á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar komu allir bankastjórar Seðlabank- ans á fund fjármálaráðherra. í gær átti Geir Hallgrímsson seðlabanka- stjóri fund með Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra áður en þeir Val- ur Amþórsson og Kristján Ragnars- son komu til fundar við ráðherra. Þótt Jón Sigurðsson segi að ríkis- stjómin riði ekki til falls er ljóst að íslenski fjármálaheimurinn titrar. -S.dór Miklar annir voru í Valhöll í gær en þá stóð stór hópur manna i því aö hringja i flokksráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins til að kanna viðhorf þeirra i mesta hitamáli sumarsins. Flokksráðsmennirnir voru beðnir um að segja hug sinn í Útvegsbankamálinu og hvort þeir teldu að sjálfstæðismenn ættu að slíta stjórnarsamstarfi við Framsókn og Alþýðuflokk ef Sambandið fengi að kaupa Útvegsbankann. Meirihluti flokksráðsmannanna mun hafa verið fylgjandi stjórnarslitum. DV-mynd GVA Þorsteinn fékk ótvírætt svar frá flokksráðinu í gær: Ef SÍS fær bank- ann á að slíta stjómarsamstarfínu Mikill meirihluti þeirra flokksr- áðsmanna Sjálfstæðisflokksins, sem skrifstofa flokksins hafði samband við í gær, vill sýna fulla hörku í Útvegsbankamálinu. Nær allir vilja að hlutabréf ríkisins falli í hendur einkaframtakinu. Og langflestir eru á því að slíta eigi stjómarsamstarf- inu ef Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur ætla að knýja fram sölu til samvinnuhreyfingarinnar. Þetta eru ótvíræðar niðurstöður úr eins konar skoðanakönnun sem efht var til að frumkvæði Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra, form- anns flokksins. Skoðanakönnunin náði til um 250 flokksráðsmanna sem mynda æðstu valdastofnun Sjálf- stæðisflokksins milli landsfunda. Samkvæmt heimildum DV náðist í verulegan meirihluta flokksráðsins. Þessi „nútímavinnubrögð" forsæt- isráðherra vöktu enga hrifningu meðal samstarfsflokka sjálfstæðis- manna og ljóst er að þau hafa staðfest illbrúanlega gjá milli sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna varðandi sölu Útvegsbankabréf- anna. Viðbrögð flokksráðsmanna voru einnig mjög á tvo vegu, ýmist voru menn hlynntir þessu samráði eða töldu það hreint glappaskot af Þorsteins hálfu að negla þannig nið- ur afstöðu sína i málinu þar sem hann er sameiningartákn ríkis- stjómarinnar. -HERB Steingnmur Hermannsson: „Þetta eru al- varlegar hótanir" „Það er varla að ég trúi þessu enn, þessi vinnubrögð eru alveg makalaus og það er ákaflega slæm byrjun í ríkis- stjóm að starfa undir svona hótunum, þetta em alvarlegar hótanir og nú er forsætisráðherra búinn að stilla sjálf- um sér upp við vegg, ég skil þetta ekki,“ sagði Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra í morgun. Þetta er álit hans á skoðanakönnun Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra meðal flokksráðs Sjálfstæðisflokksins um Útvegsbankamálið sem skrifstofa flokksins gerði í gær að beiðni Þor- steins. „Sú erfiða þraut hvílir á forsætisráðherra að taka sjálfstæða afstöðu til meiriháttar mála og standa eða falla með gerðum sínum. Ef hann þarf að láta segja sér fyrir verkum er illa komið fyrir honum og þeirri ríkis- stjóm sem hann á að leiða og ég sé ekki hvemig hann ætlar að halda uppi samstarfi með þessum hætti, þetta em afarkostir," sagði Steingrímur. Hann staðfesti að nú væri hafin könnun á sölu Búnaðarbankans, til þess að leysa þann hnút sem nú er á Útvegsbankamálinu. Þótt Búnaðar- bankinn sé mun stærri er eigið fé hans og þar með söluverð ekki miklu hærra en hins nýja Útvegsbanka. Steingrím- ur sagði framsóknarmenn ekki hafa verið hrifna af því að breyta Búnaðar- bankanum í hlutafélag en á honum mátti heyra að hann hefði samþykkt að þetta úrræði yrði kannað. -HERB Lóðarhafí afþakkaði Miklar deilur hafa verið vegna sölu á Sæbólslandi í Kópavogi. Mál varð- andi söluna verður þinglýst hjá Hæstarétti í október. í sumar risu deil- ur á ný vegna úthlutunar á lóðinni númer tólf við Helgubraut í Sæbólsl- andi. Lögerfingjar Sæbólslands hótuðu málsókn á hendur Kópavogs- bæ væri úthlutunin ekki dregin til baka. Það var ekki gert. Sjötta ágúst var bókað í fundargerð bæjarráðs að sá sem fékk lóðina hefði afþakkað hana bréflega. Bjöm Þorsteinsson bæjarritari sagði við DV að ekki hefði verið rætt hvort lóðin yrði auglýst á ný. Málshótun erfingjanna hefði ekkert með það að gera. Bjöm sagði að ekki hefði verið rætt um hvað yrði gert frekar á Sæ- bólslandi en þar em nú nokkur auð svæði. Garðar Sverrisson, talsmaður erf- ingjanna, segir að verði lóðin auglýst á ný munu erfingjamir höfða mál. Þeim þyki rétt að ekki verði neitt að gert fyrr en Hæstaréttardómur fellur í málinu. -sme Evrópumeistaramótið í sundi: Eðvarð í úrslK og met hjá Magnúsi Jón Kristján Sigurðssan, DV, Frakkiandi; „Þetta gekk bara vel og vonandi tekst mér að setja Norðurlandamet í úrslitasundinu í kvöld,“ sagði sund- kappinn Eðvarð Þór Eðvarðsson í samtali við DV rétt áður en blaðið fór í prentun en í morgun synti Eðvarð í undanrásum í 200 metra baksundi og varð annar í sínum riðli og sjötti þeg- ar á heildina er litið af 25 keppendum. Eðvarð fékk tímann 2:03,62 mín. sem er 2. besti tími á Norðurlöndum frá upphafi en Norðurlandamet hans er 2:03,30 mín. Gífurleg keppni var í bak- sundinu í morgun og sex bestu menn náðu sex bestu tímunum í greininni í ár. Aðeins munaði 59/100 á 2. og 6. manni. Magnús Ólafsson keppti í morgun í undanrásum í 100 metra skriðsundi og setti íslandsmet, synti á 52,36 sek. Magnús varð í 25. sæti af 34 keppend- um og komst ekki í úrslit. Sjá nánari fréttir af Evrópumótinu í Strasbourg á íþróttasíðum á bls. 18-21. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.