Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. 3 >v________________________________________________Fréttir Meðferðarstöðin Von Veritas: Fáum peninga frá íslandi - segir Peter Scavenius „Við erum vissir um að fá peninga frá íslandi og erum því bjartsýnir á að komast yfir þessa fjárhagsörðug- leika. Við höfiim að vísu ekki pening- ana í höndunum en ég er sannfærður um að við fáum þá. Annars skýrist þetta frekar í næstu viku,“ sagði Peter Scavenius, sem nú rekur meðferðar- stöðina Von Veritas í Danmörku. Eins og áður hefur komið fram fékk Von Veritas framlengda greiðslu- stöðvun til 28. ágúst. Fyrirtækið hefur verið rekið hallalaust síðan það fékk greiðslustöðvun og eru aðstandendur þess bjartsýnir á að rekstrargrundvöll- ur sé fyrir starfsemi Von Veritas. Peter Scavenius sagði í viðtali við DV i júlí að í Danmörku væru um 400.000 alkó- hólistar og fólk hefði verið hikandi í íyrstu og þyrfti meiri reynslu af fyrir- tækinu enda væri það ekki nema tæplega ársgamalt. Rótina að fjárhagsvandræðum Von Veritas má rekja til þess að kostnaður við umbætur á því húsnæði sem keypt var undir starfsemina var tvöfalt hærri en reiknað var með. Auk þess gat fjórðungur viðskiptavinanna ekki greitt fyrir meðferðina. Nú fær enginn inni nema greiða fyrst. Salha verður hlutafé fyrir 2 milljónir danskra króna (11 milljónir íslenskra króna) til að fleyta fyrirtækinu yfir erfiðleikana sem það er nú í. Hins vegar virðast heildarskuldir Von Ve- ritas nema 48 milljónum íslenskra króna ef marka má danska fjölmiðla. Henrik Bemdsen segir þó að fyrirtæk- ið eigi mun meiri eignir, einungis húseignir þess væm 67 milljón króna virði. „Það er aðeins eitt vandamál sem við eigum nú við að glíma og það er sú ákvörðun stjómvalda að innheimta 22% söluskatt af þeirri þjónustu sem við veitum," sagði Peter Scavenius. Sagði Scavenius að við það myndi dvölin á meðferðarstöðinni hækka úr 220.000 krónum í um 275.000 krónur. „Þannig getum við ekki rekið stöðina og gmndvellinum yrði kippt undan henni. Hins vegar gerum við okkur góðar vonir um að þetta verði ekki þannig og ákvörðunin verði dregin til baka. Fyrir því höfum við ákveðnar heimildir, auk þess sem svona skatta- vandamál hefúr verið leyst áður,“ sagði Peter Scavenius. - Þú segist vera viss um að fá peninga frá íslandi til að komast yfir erfiðleik- ana, frá hverjum koma þeir og fáið þið peninga einhvers staðar annars staðar frá en íslandi inn í reksturinn? „Á þessu stigi vil ég ekkert tjá mig um frá hverjum peningamir koma á íslandi, ég get kannski sagt þér eitt- hvað frekar í næstu viku.“ - En fáið þið peninga einhvers staðar annars staðar frá en íslandi? „Ég get ekkert sagt um það.“ -JFJ OPNUNARTILBOÐ 2 FULLKOMIN SAMSUNG HUÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ GEISLASPILARA FYRIR AÐEINS KR. 32.900 Ótrúlegt en satt - og að auki inniheldur samstœðan m.a.: • 60 vatta magnara • Stafrœnt (digital) útvarp • 16 stöðva minni FM MB LB • Tvö kassettutœki með raðspilun • Dolby • Tónjafnara • „High-speed-dubbing" • Hljóðnematengi • Hljóðnemamixer • Tvo hátalara í dökkum viðarkassa JAPISS BRAUTARHOLT 2 - KRINGLAN - SíMI 27133 AÐEINS 40 SAMSTÆÐUR TIL Á ÞESSU ÓTRÚLEGA VERÐI! iurti-sf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.