Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. 15 Handavmnu- kennsla og jafn- rétti kynja Lausnin felst ekki í kynja- mismunun Þann 10. júlí sl. skrifaði Guðrún Helgadóttir alþingismaður kjallara- gfein í Dagblaðið Vísir sem bar yfirskriftina „Jafhréttisráð og handavinnukennslan". Vegna sum- arleyfis las ég ekki grein Guðrúnar fyrr en nú nýverið að hún barst mér í hendur sem blaðaúrklippa um jafn- réttismál frá fyrirtækinu Miðlun. Vona ég að ekki komi að sök að svar berst nú mánuði síðar. I grein sinn fjallar Guðrún Helga- dóttir um bágboma stöðu hand- menntakennslu í grunnskólum landsins. Telur hún að handmennta- kennslu hafi hrakað mjög frá setn- ingu grunnskólalaganna árið 1974 vegna hinnar „alltyfirskyggjandi jafhréttistefriu11 sem ríkja átti í handavinnukennslu pilta og stúlkna, svo notuð séu hennar eigin orð. Með setningu grunnskólalag- anna skyldi stúlkum kennt að smíða og strákum að sauma. Og orðrétt segir Guðrún Helgadóttir: „Ekkert væri svo sem athugavert við það ef kennslustundum hefði fjölgað af því tilefni. Reynslan hefur hins vegar orðið sú að nú er það sem áður hét handavinna stúlkna kennt hálft skólaárið og handavinna pilta hinn helminginn. Og árangurinn er eftir þvi. Úr skólakerfinu koma stelpur sem ekki kunna að fitja upp á peysu eða prjóna sokkbol, að ekki sé minnst á útsaum." Síðar í greininni segir svo: „Það er alveg ljóst að þessum kennslu- þætti hefur hrakað og úr því þarf að bæta. Með þeirri ákvörðun, sem tekin var um að bæði kyn skyldu hljóta sömu kennslu í handíðum, var nauðsynlegt að fjölga kennslustund- um að sama skapi. Það var hins vegar ekki gert og því er ástandið eins og það er nú. Það er ekkert jafhrétti fólgið í því að draga úr ár- angri handíðakennslu og það var áreiðanlega ekki vilji löggjafans að konur landsins yrðu litlu betri við Kjallaiinn Elsa S. Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri . Jafnréttisráðs hannyrðir en karlamir." Greinin endar á þessum orðum: „Á komandi Alþingi mun ég bera fram tillögu um að fram fari rannsókn á handavinnukennslu í landinu nú þegar. Hún ætti ekki að taka langan tíma því að öllum handíðakennurum er þetta ljóst nú þegar. Jafhframt mun ég fara fram á breytingu á handmenntakennslu áður en jafrétt- ishugsjónin breytir öllum fingrum þjóðarinnar í þumalfingur en skóla- kerfið mennti fólk þess í stað jafnt til munns og handa.“ Víða er handmennt hreinlega ekki kennd Ég vil taka undir þau orð Guð- rúnar Helgadóttur að kennslu í handmennt hafi hrakað í grunnskól- um landsins á undanfómum árum. Það er rétt sem fram kemur í grein hennar að í þeim gmnnskólum þar sem nemendur njóta sömu kennslu í öllum námsgreinum skólans, óháð kynferði, þar em smíðar kenndar hálfan vetur og hannyrðir hinn helminginn. Fækkun kennslustunda í námsgrein hlýtur að leiða til minni þekkingar nemenda. Um það getum við Guðrún Helgadóttir verið sam- mála. Því má svo bæta við hér að til er önnur ástæða fyrir því hversu kennslu í handmennt hefur hrakað, ástæða sem Guðrún minnist ekki á í grein sinni. Víða í grunnskólum landsins er handmennt hreinlega ekki kennd vegna kennaraskorts eða einungis em kenndar smíðar eða hannyrðir af sömu ástæðu. En það er nú önnur saga sem ekki verður farið út í hér. Skilja verður grein Guðrúnar Helgadóttur svo að hún telji brýnt að sem fyrst verði tekið upp það fyr- irkomúlag í handmenntakennslu sem gilti fyrir setningu grunnskóla- laganna, þ.e. að stúlkur fái kennslu í hannyrðum og piltar í smíðum „áð- ur en að jafhréttishugsjónin breytir öllum fingrum þjóðarinnar í þumal- fingur". Því miður gætir mikils misskiln- ings hjá greinarhöfundi þegar hún leitar orsaka að bágborinni hand- menntakennslu hér á landi. Fækkun kennslustunda er orsökin segir hún og orsök fárra kennslustunda er „Lausnin á bágborinni handmennta- kennslu hlýtur því að felast í auknu vægi verkmenntunar innan skólakerfisins, ekki í afturhvarfi til kynjamismununar fyrri tíma.“ „Það er ekki stjórnvalda að ákvarða áhugasvið bama okkar. Það er stjóm- valda að gefa þeim möguleika á að þroska hæfileika sína.“ þessi ljóta jafnréttishugsjón. Hér er sett samasem merki milli fækkunar kennslustunda í námsgrein og jafn- réttis í skólum landsins. Lausnin að mínu mati er ekki að færa kennslu- fyrirkomulagið í þessari námsgrein til fyrra horfs. Lausnin hlýtur að felast í fjölgun kennslustunda í greininni og hækkun launa til kenn- ara svo þeir fáist til starfa. Er ekki kominn tími til að breyta þeirri menntastefhu sem ríkir hér á landi þar sem öll áherslan er á bóklegt nám en litið á verkmenntunargrein- ar sem aukagreinar í grunnskólum landsins. Að mínu mati liggur mein- ið í menntastefnu stjómvalda en ekki í þeirri sjálfeögðu kröfu að nem- endur njóti sömu menntunar og fái sömu tækifæri í skólanum hvort sem um er að ræða pilta eða stúlkur. Lausnin felst í vægi verkmenntunar Um 80% kvenna vinna utan heim- ilis í dag. Skólakerfi okkar tekur ekkert tillit til þeirrar staðreyndar. Jafiiréttisráð hefur lengi lagt áherslu á að eitt brýnasta hags- munamál foreldra og bama í okkar samfélagi sé að komið verði á sam- felldum skóladegi í grunnskólum landsins. Samfelldur skóladagur þýðir einnig lengri skóladagur. Heimavinnan yrði unnin innan veggja skólans og aukinn tími feng- ist í þær námsgreinar sem nú sitja á hakanum. Lausnin á bágborinni handmenntakennslu hlýtur því að felast í auknu vægi verkmenntunar innan skólakerfisins, ekki í aftur- hvarfi til kynjamismununar fyrri tíma. I grein sinni er Guðrún Helgadótt- ir með fyrirspum til Jafnréttisráðs. Orðrétt segir hún: „Og loks ein spuming til Jafhréttisráðs, sem lagt hefur alla áherslu á núverandi fyrir- komulag á handavinnukennslu: Má enginn þáttur kvennamenningar vera í friði, hversu mikla ánægju og lífefyllingu sem hún hefur veitt okk- ur?“ Ég held ég geti ekki svarað þess- ari fyrirspum öðmvísi en að vísa í 42. gr. grunnskólalaganna en þar er lögð áhersla á að öllum nemendum séu gefin sem jöfnust tækifæri til náms. Tilgangurinn með því að bjóða nemendum upp á námsgreinar óháð kynferði er einn þáttur í al- hliða þroska nemenda. Tilgangurinn er ekki að fá alla karla til að sauma út og allar konur til að smíða hús heldur að gefa nemendum tækifæri til að þroska sig óháð hefðbundnum viðhorfum til kvenna og karla. Ég get ekki bent Guðrúnu Helgadóttur á unglingsstrák sem prjónar peysur eða saumar út. Ég get hins vegar bent Guðrúnu á karlmenn sem lært hafa klæðskeraiðn og konur sem lært hafa húsgagnasmíði. Það er ekki stjómvalda að ákvarða áhuga- svið bama okkar. Það er stjómvalda að gefa þeim möguleika á að þroska hæfileika sína. Ég vona að enginn skilji orð mín svo að ég telji að við séum ekki bund- in af okkar kynferði. Kyn okkar er mikilvægur þáttur í að móta reynslu okkar og lífeviðhorf. Það hlýtur hins vegar að vera mjög hættulegt ef stjómvöld móta sína menntastefhu út frá kynferði nemenda þannig að piltar fái kennslu í tilteknum náms- greinum og stúlkur í öðrum. Ég sé enga ástæðu fyrir Guðrúnu að óttast um menningu okkar kvenna. Með raunverulegu jafnrétti kynjanna á öllum sviðum þjóðlífeins mun kvennamenningin blómstra. Elsa S. Þorkelsdóttir „Konan er niggari heimsins“ Konan er vinnukona, konan er bara húsmóðir, konan er hlý, konan er viðmótsþýð, konan tuskar mann- inn sinn til og rekur hann áfram, konan fæðir böm, konan elur upp böm, konan býr til matinn, konan tekur til, konan rexar og tautar þangað til skómir em á réttum stað í hillunni, konan er skynsöm, konan er aðhaldssöm (oft úti í matbúð), konan er eyðslukló ef hún kaupir sér föt, konan er falleg, konan er ráska. En... Konan er sæt, konan er klár, kon- an er menntuð, konan er stjómsöm, konan er ákveðin, konan er ein- beitt, konan er skarpskyggn, konan er vinnuþjarkur, konan er skemmti- leg, konan er fyndin, konan er ábyrgðarfull, konan er traustvekj- andi, konan er kraftmikil, konan er sterk. Þetta em tvær aðskildar upptaln- ingar á nokkrum eiginleikum og hugtökum sem em bundin við kon- ur. Fyrri upptalningin er frekar hefðbundin og má heimfæra upp á talsmáta karla um konur. Seinni upptalningin gæti verið um karla, samkvæmt því sem þeir telja sjálfir og einnig oft skv. hugmyndum kvenna. Seinni upptalninguna er auðvelt að heimfæra upp á karlmenn en í þá fyrri koma ískyggilega marg- KjaUarinn „Margir karlmenn hljóta stöðugt að upp- lifa sig minnimáttar gagnvart konunni af því að hefðin réttlætir munstrið sem þeir lifa eftir en þjóðfélagið í dag gerir grín að því, þ.e.a.s. konur.“ Magnús Einarsson nemi ar glompur þegar eiginleikamir em heimfærðir upp á þá. I reynd þykir það t.a.m. lítið fyrir karlmann að stæra sig af að taka til og rexa og tauta þangað til skómir em á réttum stað í hillunni. I nútímaþjóðfélagi þarf konan að uppfylla báða flokka til að vera við- urkennd af kynsystrum og körlum. Karlmaðurinn kemst vel af með seinni upptalninguna, þó hálf sé. í raun er siðferðiskrafan á karlmann- inn aðeins að hann vinni fyrir peningum. Firrir manninn ábyrgð Þetta firrir manninn ábyrgð gagn- vart sjálfum sér, konum og öðrum karlmönnum og heftir hann í að hafa breiðara gildismat, honum og öðrum til betra lífe. Það þykir ennþá soldið fínt að vinna fyrir góðu kaupi, eiga fínan bíl, vera soldið feitur og láta konuna sjá um hitt. En fyrir hvem er það. Það er kannski bjamargreiði við karlmann- inn ekki síður en konuna að við- halda þessu munstri, sérstaklega þegar karlmaðurinn sér að konan getur þetta og líka allt hitt, á sama tíma og hann viðheldur gamla munstrinu. Margir karlmenn hljóta stöðugt að upplifa sig minnimáttar gagnvart kommni af því að hefðin réttlætir munstrið sem þeir lifa eftir en þjóð- félagið í dag gerir grín að því, þ.e.a.s. konur. Konur hafa talsvert mikla ástæðu til að hlæja að karlmanni sem vinnur fyrir góðum launum, á góðan bíl og er feitur og er samt ánægður þó að hláturinn hækki ekki launin þeirra. Konan gerir þetta allt en sér um heimili (ber allavega ábyrgð á umgengninni ef koma gest- ir), fæðir og elur upp böm, rexar og tautar, allt í eina og sama lífinu. Lennon sagði: „Konan er niggari heimsins." Konan fær að kjósa og vinna sumt sem karlmaðurinn gerir ef hún gerir allt hitt líka. í dag þarf konan tvöfalda starfeorku til að jafii- ast soldið á við karl og hún gerir það. Áður þurfti hún tvöfalda starfe- orku til að vera þema og altmulig- mann karlsins og gerði það. ‘ Hefðbundna karlmunstrið tómt rugl Hvemig væri að meta að verðleik- um suma eiginleika kvenna og launa jafnvel og sum störf sem karlar vinna og heita flottum nöfnum? Er munst- ur karlmannsins svo dýrmætt að konan þurfi að fóma sumum bestu eiginleikum sínum til þess að vera maður með mönnum? Er ekki hefð- bundna karlmunstrið tómt mgl, eins og miðaldakirkja eða kastali aðals- manna, eða nefriilega eins og konurallan 1965. Er það kannski engin tilviljun að verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar eru öll eins og hálffalin í Reykjavík, yfirgefin eða afekekkt? Þau ijalla oft um vinnandi fólk, lúið fólk, lífereynt fólk og ástúðlegt fólk, nefhilega oft konur. Eitt verka hans er þó áberandi, enda af sterkum og stórum vinnandi karlmanni, staðsett við Snorrabraut. Kannski er það kaldhæðni að fæðingardeildin er húsið beint fyrir ofan þar sem konur fæða böm í heim sem stærir sig af stæltum vinnandi karlmönnum en setur styttu af lúinni sterkri konu, sem burðast með vatn, út í móa. Er ekki tími til kominn að kyn- fræðsla í skólum snúist um annað og meira en kynfæri? Magnús Einarsson •. -. ---',J' . Htssrr- •iOÉÍr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.