Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Atvinnuinál Islensk rækja ræður verð- inu í New York - skortur á laxi og hátt verð vestan hafs Bretland Vegna seinkunar skips, sem flutti fisk frá Vestfiörðum, féll verð á fiski mjög í Bretlandi. Auk þess að fiskur- inn barst ekki á réttum tíma á markað var sá fiskur sem seldur var úr gámum orðinn 10 daga gamall þegar hann komst loksins á markað. Verð á fiski úr gámum: 13.8. Þá var meðalverð kr. 44,51 og seld voru 496 tonn fyrir kr. 22 millj. 14. ágúst voru seld alls 24 tonn fyrir kr. 803 þúsund, meðalverð kr. 32,25. 14. ágúst voru seldar alls 906 lestir fyrir kr. 48 millj., meðalverð kr. 53,09. 17. ágúst var seld úr gámum alls 91 lest fyrir kr. 6,8 millj., meðalverð kr. 75,09 og 19. ágúst var seldur fiskur úr gámum fyrir kr. 27 millj., meðalverð kr. 56,97. INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sp, Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 8mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb. Úb 12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb Tékkareikningar 4-8 Allir nema Sb.Vb Sér-tékkareikningar 4-I5 Ab.lb, Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsöan Innlán með sérkjörum 3-4 14-24,32 Ab.Úb Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 7,5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2,53,5 Vb Danskarkrónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir vixlar(forv.) 28-28,5 Lb.Bb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 eóa kge Almenn skuldabréf 29-31 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningarfyfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Ab.Lb. Sb.Vb (sl. krónur 25-29 Úb SDR 7.75-8 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Lb, Úb.Vb Sterlingspund 10-10,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,25-5,75 Úb Húsnaeðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 40.8 MEÐALVEXTIR óverðtr. ágúst 87 28,8 Verðtr. ágúst 87 VÍSITÖLUR 8,1% Lánskjaravísitala ágúst 1743 stig Byggingavisitala ágúst (2) 321 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjár- fest ingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,2084 Einingabréf 1 2,231 Einingabréf 2 1,319 Einingabréf 3 1,385 Fjölþjóðabréf 1,060 Kjarabréf 2,226 Lifeyrisbréf 1,122 Markbréf 1,109 Sjóðsbréf 1 1,089 Sjóðsbréf 2 1,089 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,206 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 276 kr. Flugleiðir 190kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 117 kr. Iðnaðarbankinn 141 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 124 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2) Byggingarvlsitala var sett á 100 þann 1. júlí, en þá var hún I 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Grimsby Mb. Smáey seldi í Grimsby alls 68 lestir fyrir kr. 4 millj., meðalverð kr. 61,28. Mb. Börkur seldi 164 lestir fyrir kr. 8,3 millj., meðalverð kr. 51,60. Hull Mb. Þórshamar seldi 111 lestir fyrir kr. 5,5 millj., meðalverð kr. 50,16. Bv. Hjörleifur seldi 14.8. fyrir kr. 5,7 millj., alls 133 lestir, meðalverð kr. 43,11. Mb. Húnaröst seldi 13.8. alls 111 lestir fyrir kr. 5. millj., meðalverð kr. 46,60. Sala þeirra skipa, sem lentu með þeim gámafiski sem seinkaði svo illilega, ber þess vitni að um offramboð var að ræða þessa daga sem verðið lækk- aði. Innlán með sérkjörum Alþýdubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað innstæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mán- aöa fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 18% og ársávöxtun 18%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 15% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttekt- ar upp í 21%. Hvert innlegg er meðhöndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán- uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við ávöxtun þriggja mánaða verðtryggðra reikninga, nú með 2% vöxtum eftir þrjá mánuði og 4% eftir sex mán- uði, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaöarbankinn: Gulibók er óbundin með 24% nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxta- leiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 27% nafnvöxtum og 28,8% ársávöxt- un, eða ávöxtun verótryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg er laust að 18 mánuðum liðnum. Vextir eru færðir misserislega. lönaöarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur með 20% nafnvöxtum og 23,4% ársávöxtun. Verðtryggð bónuskjör eru 3%. Á sex mánaöa fresti eru borin saman verð- tryggð og óverðtryggð kjör og gilda þau sem hærri eru. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyföar innstæður innan mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama mánaðar af lægstu innstæðu. Vextir fær- ast misserislega á höfuðstól. 18 mánaöa bundinn reikningur er með 27% nafnvöxtum og 28,8% ársávöxtun. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 24% nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun. Af óhreyfð- um hluta innstæðu frá síðustu áramótum eða stofndegi reiknings síöar greiðast 25,4% nafn- vextir (ársávöxtun 27%) eftir 16 mánuði og 26% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 27,7%). Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svo- nefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misseris- lega á höfuðstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxtatímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuöina 14%, eftir 3 mánuði 19%, eftir 6 mánuði 23%, eftir 24 mánuði 25% eöa ársávöxt- un 26,6%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaða verð- tryggöum reikningum gildir hún um hávaxta- reikningihn. Vextir færast á höfuðstól 30.6. og 31.12. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 24% nafnvexti og 25,4% ársávöxtun á óhreyföri inn- stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast' misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfæróum vöxt- um síðustu 12 mánaða. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggöra reikninga í bankanum, nú 24,32% (ársávöxtun 25,39%), eða ávöxtun 3ja mánaða verötryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- buröur er gerður mánaðarlega en vextir færöir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda al- mennir sparisjóösvextir, 15%, þann mánuð. Fiskkaupmenn í New York telja ís- lendinga ráða miklu um rækjuverð þar á næstunni. Heimilt er aö taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn- aðar með hærri ábót. Óverótryggð ársávöxtun kemst þá í 26,32-29,16%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meg- inreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú með 21,0% ársávöxt- un, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 2% voxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxt- un fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notiö þess- ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Viö eina úttekt í fjórðungi reiknast almennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó- kjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virk- an dag ársfjóróungs, fær innistæðan hlutfalls- legar verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmán- uði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síöar fær til bráða- birgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunniö sér kaskókjör frá stofndegi að uppfyllt- um skilyrðum. Sparisjódir: Trompreikningur er verðtryggð- ur og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 22,5% með 24,12% ársávöxtun. Miðað er við lægstu innstæöu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- inn. Hreyfðar innstæður innan mánaöar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti, 15%. Vextir færast misserislega. 12 mónaöa reíkningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverö- tryggða en á 26,5% nafnvöxtum. Misserislega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman viö óverð- tryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóöa er með inn- stæðu bundna ( 18 mánuði óverðtryggöa á 25,5% nafnvöxtum og 27,6% ársávöxtun eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Nes- kaupstað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð- bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu New York Á markaðinum hjá Fulton hefur verið eftirspum eftir norskum laxi umfram fi-amboð síðari hluta júlímán- aðar og það sem af er þessum mánuði. Seljendur hafa leitað til skoskra laxa- framleiðenda en ekki haft erindi sem Fiskmarkaðirnir Ingólfur Stefánsson erfiði. Veiði færamanna við vestur- strönd Bandaríkjanna er mjög háð veðri og vindum því stundaðar eru laxveiðar með þessum hætti á mjög litlum bátum. Síðari hluta júlímánað- ar var rysjótt tíð og þess vegna minna framboð frá þeim en þegar mest fiskast vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20% eða meðalvextir bankaskuldabréfa. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verð- tryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins getur numið 2.688.000 krónum á 3. ársfjórð- ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.882.000 krónum. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.882.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.317.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæöna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuöir. Sumir sjóðir bjóða aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggö og með 5-9% vöxtum, algengastir eru meðalvextir, nú 8,1%. Lánstími er 15-42 ár. Biötími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóöa eöa safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári veröa til vaxta- vextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni (6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,4% á mánuði eða 40,8% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitata i ágúst 1987 er 1743 stig en var 1721 stig í júlí. Miðað er við grunninn 100 i júní 1979. Byggingarvisitala fyrir ágúst 1987 er 321 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvisltala hækkaði um 9% 1. júli. Þessi visitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miöaö sérstaklega í samn- ingum leigusala og leigjenda. Hækkun vlsi- tölunnar miöast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. en framboð eykst þegar gott er veður. Talsvert íramboð hefúr verið á sjó- gengnum laxi írá British Columbia en þar er vertíðin á enda svo að ekki kemur lax þaðan næstu vikumar eða mánuðina. Ekki er á hreinu hvaða verð mun fást fyrir rækju í náinni framtíð og telja kaupmenn það mikið undir því komið hvert íslendingar selja sína framleiðslu. Verð á norskum laxi var sem hér segir upp úr mánaðamótum júlí- ágúst: Lax, 2-3 lb. kr. 405 kg, 3/4 kr. 454 kg, 4/5 kr. 465 kg, 5/6 kr. 478 kg, 6/7 kr. 501 kg, og þetta er reiknað á gengi $ 39,56. Norskur silungur, 1/2 lb. kr. 305 kg, 2/3 lb. kr. 344 kg, Lúða kr. 335 kílóið, stærð 10 til 50 lb. Verð á hörpuskelfiski veiddum í sjó: Perú Kanadaísland 40/60 stk.íkg.kr. 282 348 60/80 stk.íkg.kr. 313 290 326 Mílanó Fréttaritari „Fiskaren" skrifaði frá Mílanó 28. júlí eftirfarandi: Un Grande Casino. Andrúmsloftið á fiskmarkaðnum að morgni 28. júlí var lævi blandið þegar margir embættismenn í sínu fínasta pússi mættu á fiskmarkaðinn, í alla fiskfyluna. Auk þessara fínu manna voru mættir til leiks blaðamenn og ljósmyndarar. í fyrsta sinn í mörg mörg ár var hvergi sjáanlegur fram- kvæmdastjóri markaðarins, Elo Sala. Honum hafði verið vikið úr starfi um eins árs skeið vegna þess að hann hafði ekki farið eftir fyrirmælum varð- andi hreinlæti. í því sambandi hafði hann verið sektaður um kr. 170.000. I stuttu máli sagt voru embættis- mennimir mættir til að loka markaðn- um vegna óhreininda og rottugangs. Búist er við að hann verði lokaður allan ágústmánuð að minnsta kosti. Fréttaritarinn er ekki viss um að það muni hafa mikil áhrif á sölu norskra afurða því að mikið af aflanum fer fram hjá markaðnum. Nýjasta verð sem fengist hefur á markaðnum í Mílanó: Norskur lax, kr. 318 til 420 kílóið. Skötuselshalar, kr. 463 til 520 kílóið. Þorskflök, kr. 231 til 243 kílóið. Rauðsprettuflök, kr. 303 kílóið. Bandaríkin Heilbrigðiseftirlit í Bandaríkjunum vill banna innflutning á laxi frá Nor- egi vegna þess að Norðmenn nota litarefni í laxafóður. Norskir vísinda- menn halda því fram að í'sjógengnum laxi finnist hliðstæð efni svo að það sé ekki rökrétt að banna innflutning á þeim forsendum. Aðalstöðvar heil- brigðiseftirlitsins í USA (Food and Drug Administration) tilkynnti í mars- mánuði innflutningsbann á norskan lax vegna Tsémóbílslyssins en því var svo ekki framfylgt. Það rauða efni sem sett er í fiskafóður telja Norðmenn hættulaust með öllu. Framkvæmda- stjóri fiskeldissamlagsins norska, Wollert Krohn Hansen, segir að hér sé aðeins verið að vemda ameríska laxaframleiðendur. Njóttu ferðarinnar!é§g£2> Aktu eins og þú vilt að aðrir aki!VXA Góðaferð! Peningamarkaðuj IXI444A4JÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.