Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. 31 dv Sandkom Ráðherrabíll- inn ódýrari Jóni Baldvin Hannibalssyni f]ármálaráðherra hefur orðið tíðrætt um sparnað í ríkis- bákninu. Hugðisthann ganga á undan með góðu fordæmi og kaupa sér ráðherrabíl af ódýrari gerðinni, Citroen bragga. Ekkert hefur enn orð- ið úr framkvæmdum, hins vegar hefur Qármálaráðherra verið duglegri að ráða sér að- stoðarmenn. Hefur hann þegar tekið upp tvö ný stöðu- gildi í spamaðarskyni. Sú fyrri er staða upplýsingafull- trúa, sem telur það meðal viðfangsefna sinna að stjóma hárskurði ráðherrans. Hin síðari er staða sérfræðings sém mun starfa að hagrann- sóknum, áætlanagerð og heildarendurskoðun skatt- kerfisins. Þessir menn þurfa auðvitað sín laun og til við- bótar á Jón Baldvin eftir að ráða sinn sérlega aðstoðar- mann. Ýmsum þykja þessar mannaráðningar stinga í stúf við ummæli um „stóra niður- skurðarhnífinn". Segja gár- ungarnir að sennilega hefði verið ódýrara fyrir fjármála- ráðherrann að fá sér fínan ráðherrabíl heldur en bæta við tveimur nýjum starfsmönnum. Fengu orkuna í eyrað Um síðustu helgi var haldin við Arnarstapa á Snæfellsnesi mót sem bar heitið „Snæfells- ás ’87“. Var tilgangurinn með mótinu að gefa áhugafólki um mannrsékt tækifæri til að hitt- ast og miðla af reynslu sinni. Á sunnudagsmorgninum lagði fólkið stund á sólaræfingar til að fá blóðrásina á hreyfingu og öðlast ákveðna vellíðan. Einn liður sólaræfinganna var Sólarorkan er sjálfsagt ekkert verri þótt hún sé fengin i gegnum vinstra eyraö. að snúa á móti sólu og með- taka orku frá henni. Skýjað var á meðan æfingin stóð yfir og sneru þátttakendur sér í suðvesturátt. Hins vegartóku árvökulir blaðamenn eftir því að klukkan var einungis níu að morgni og sólin því í suð- austri. Má því ætla að megnið af orkunni hafi komið inn um vinstra eyrað. Kringlan eins og miðbærinn Hvemig finnst þér í kringl- unni? Mér finnst hún nú ekkert mik- ið frábragðin gamla mið- bænum. Hvað er þetta maður, hvernig þá? Vestfirðinga- slagur um Útvegsbank- ann Glöggir menn hafa verið óþreytandi ^ð bénda á það að slagurinn um Útvegsbankann fari fram á milli Vestfirðinga. . Þannig er Kristján Ragnars- son Flateyringur, Guðjón B. Ólafsson Hnífsdælingur, Kjartan I. Kjartansson ísfirð- ingur svo og nafnamir Jón Baldvin og Jón Sigurðsson. Þetta skyldi þó aldrei vera hrepparígur? Krossfarir Stefáns Fyrir skömmu skipaði Jó- hanna Sigurðardóttir Stefán Ingólfsson sérlegan ráðgjafa sinn í húsnæðismálum. Stefán hefur ekki setið lengi í emb- ætti en þrátt fyrir það farið tvær krossferðir gegn fomum fjendum. Sú fyrri var gegn Alexander Stefánssyni, fyrr- um félagsmálaráðherra, en þeir elduðu grátt silfur vegna nýja húsnæðiskerfisins. Gaf Stefán út viðamikla skýrslu sem sagði húsnæðiskerfi Alex- anders ómögulegt. Að þessu loknu hefur Stefán snúið sér að Fasteignamati ríkisins þar sem hann var áður starfsmað- ur. Hefur hann gagnrýnt harðlega útreikninga Fast- eignamatsins á hækkun íbúða, sagt þá ónákvæma og rúmlega 10 prósentustigum lægri en raunhækkun er. Hagstofan og landbúnaður I landsmálablaðinu Suður- landi er nýlega að finna þær upplýsingar að Hagstofan neiti að viðurkenna vaxtar- broddinn í landbúnaði. Ef marka má skrif blaðsins lækk- aði Hagstofan verðmætaáætl- un fyrir landbúnaðinn og munaði þar mest um hlunn- indaliði. Neitar Hagstofan þannig að viðurkenna ferða- þjónustu, loðdýraafurðir, kanínuafurðir, hrossasölu og blómasölu sem verðmæti í landbúnaði. Sjálfum sér nógur Tíminn birti ansi skemmti- lega fyrirsögn í síðustu viku, þegar blaðið var að fjalla um merka nýjung í landbúnaði. Þar sagði: „Bóndinn getur sjálfur séð um refasæðingarn- ar“. Það er aldeilis munur að geta verið sjálfum sér nógur! Umsjón: Jónas Fr. Jónsson Það er alveg jafnerfítt að fá bílastæði á báðum stöðum! Skyldu allir þessir hafa fengið bílastæði? Kalifomíubúi kennir íslendingum rúnalestur „Ég kem til landsins vegna hátíðar sem haldin var á Amarstapa á Snæ- fellsnesi, Snæfellsás 87. Mér var boðið á hátíðina til að leiðbeina um notkun fomra rúna en ég hef sér- hæft mig í notkun þeirra og merk- ingu,“ sagði Ralph Blum, mannfræðingur og sálfræðingur, í samtali við DV. Hann kom sérstak- lega til íslands frá Los Angeles í Kalifomíu, þar sem hann er búsett- ur, til að kenna íslendingum rúna- lestur. Ralph sérhæfði sig í rússneskum og sovéskum fræðum og bjó í Len- ingrad í tvö ár á sjöunda áratugnum þar sem hann nam sovéska menn- ingu og stjórnmál. í seinni tíð hefur Ralph hins vegar sérhæft sig í fom- um, germönskum rúnum. Hann hefur meðal annars skrifað bók um rúnimar, notkun þeirra og merkingu einstakra tákna. Hann er einnig brautryðjandi í sálfræðilegum lækn- ingum með rúnum og hefur stundað þau fræði um árabil. Nútíðin en ekki framtíðin „Ég kynntist rúnum og rúnalestri í fjrstei skipti í Englandi fyrir tíu árum. Ég hafði heyrt um rúnir áður en aldrei séð þær. Kona nokkur sýndi mér rúnimar og las út úr þeim fyrir mig. Ég varð forvitinn og spurði hvort hún sæi framtíðina í rúnunum, en hún svaraði því til að hún sæi ekki framtíðina heldur nútíðina. Þetta fannst mér athyglisvert þeg- ar ég fór að hugsa málið. Það er meira um vert að átta sig á nútíð- inni en ffamtíðinni því hvenær gerir fólk mistök í framtíðinni? Mistökin gerum við í nútíðinni." Ralph sagðist hafa fengið rúnasett hjá ensku konunni. Rúnfrnar segir hann að séu fomt stafróf. Til em nokkrar gerðir rúna en hans rúnir em germanskar að uppmna með 24 Ralph Blum með rúnir og bókina sína en rúnirnar og bókin eru seld saman i öskju. DV-mynd Brynjar Gauti táknum og einni auðri rún en hún er tákn fyrir guðdóminn. Talið er að þessar rúnir hafi orðið til á tíma- bilinu 200 fyrir Krist til 200 eftir Krist. Eina stafrófið þar sem rými er fyrir Guð „Þegar ég var kominn heim með rúnimar áttaði ég mig á því að ég vissi ekki nákvæma röð þeirra. ég kunni með öðrum orðum ekki staf- rófið. Ég velti málunum vel og lengi fyrir mér og raðaði þeim upp á mimi hátt með hjálp rúnanna sjálfra. Með minni röðun varð stigmögnun í merkingu ímnanna, þær bvrjuðu á sjálfinu og enduðu í guðdóminum. Mér finnst merkilegt að ninimai' em eina staffófið þar sem rými er fyrir Guð! En þarna tók ég semsagt æva- fomt stafróf og endurútsetti það fyrir okkar tíma. Ég hafði lesið mér til um kenniorð fyrir hverja rún og helstu merkingu þeirra en mér fannst þær upplýsing- ar ekki nógar. Út ffá merkingunum og kenniorðunum fór ég smám sam- an að átta mig á dýpri merkingu rúnanna og skráði þær upplýsingar niður." Ralph segir að síðan hafi hann les- ið rúnir með fólki í ein þrjú ár og alls lesið með fimm þúsund manns. Með þessari vinnu hafi skilningur hans á rúnunum dýpkað og þekking- in slípast til og að lokum hafi hann komið þessari reynslu sinni á bók. Bókin hefur nú selst í 380 þúsund eintökum og í 200 þúsund eintökum í Englandi og Ástralíu. Þá hefur útgáfúréttur verið celdur til Þýska- lands og Portúgal og verið er að þýða hana á íslensku. ATA Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Hraðfrystihús Sjöstjörnunnar, þinglesinn eig- andi Sjöstjarnan hf„ fer fram á skrifstofu embættisins á Vatnsnesvegi 33 í Keflavík fimmtudaginn 27. ágúst 1987 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki íslands hf„ Byggðastofnun, Fiskveiða- sjóður íslands, Jón G. Briem hdl., Njarðvíkurbær, Hákon Árnason hrl„ Ólafur Axelsson hrl„ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl„ Tómas Þorvaldsson hdl„ Þórð- ur Gunnarsson hrl. og Útvegsbanki íslands. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. MATRÁÐSKONU vantar í Lækjarskóla, þarf að geta hafið störf 1. sept- ember nk. Upplýsingar gefur skólastjóri Lækjarskóla eða Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fullri ferð Skilafrestur í bílagetraun er til fimmtudags. Vikan er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað Víkan nær til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmark- aðra starfs- eða áhugahópa. Vikan hefur komið út í hverri viku í 49 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað varðar efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. Vikan selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auqlýsinq I VIKUNNI skilar sér. Vikan er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkom- andi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. Vikan veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIK- UNNAR. Vikan hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNN- AR eiga við hana eina og þær fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.