Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Kvikmyndahús Bíóborgin Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 Krókódila Dundee Sýnd kl. 5 og 7. Bláa Betty Sýnd kl. 9 og 11.10. Bíóhúsið Um miðnætti Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hættulegur vinur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morgan kemur heim Sýnd kl. 7 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Háskólabíó Villtir dagar Sýnd kl. 7, 9 og 11.10. Laugarásbíó Foli Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Andaboð Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Vildi að þú værir hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Kvennabúrið Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Hættuförin Sýnd kl. 7.15 og 9.15. Herdeildin Sýnd kl. 3. 5.20 9 og 11.15. Þrír vinir Sýnd kl. 3.15 og 5.15 og 11.15. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05 og 11.15. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. LUKKUDAGAR 20. ágúst 50737 Ferðatæki frá NESCO að verðmæti kr. 15.000,- Vinningshafar hringi i sima 91 82580. MH MEIRI HÁTTAR SMÁ- AUGLÝSINGA- BLAÐ DV Auglýsingasíminn er 27022 Kvikmyndir Um unglingavandamál í íhaldssömu þjóðfélagi - frumsýning í Regnboganum í kvöld Emily Lloyd leikur hálfgerða ótemju á táningsaldri í kvikmyndinni „Wish You Were Here“ sem Regnboginn frumsýnir i kvöld. Regnboginn frumsýnir í dag bresku kvikmyndina „Wish You Were Here“ sem er unglingamynd í léttari kantinum. Leikstjóri er Bret- inn David Leland sem áður hefur komið víða við bæði í leikstjóm og handritagerð en einnig í kvikmynda- leik. Þessi mynd er þó fyrsta kvikmynd- in í fullri lengd sem hann leikstýrir, en hann hefur mest haft með hönd- um leikstjóm í gerð sjónvarpsþátta. Meðal þeirra handrita sem hann hefur unnið að er handrit verðlauna- kvikmyndarinnar Monu-Lísu sem hér var sýnd ekki alls fyrir löngu við miklar vinsældir. Síðasta handrit sem hann skrifaði var að kvikmynd- inni „Personal Services". Sem kvikmyndaleikari hefur Le- land m.a. komið fram ásamt fjölda toppleikara í sjónvarpsþáttunum „Jewel in the Crown", eða Dýrasta djásninu, eins og þeir vom kallaðir á íslensku. Einng fór hann með hlut- verk í „Sunday, Bloody Sunday", „Time Bandits", „The Missionary" og síðast í „Personal Services" þar sem hann leikur klæðskipting. I „Wish You Were Here“ gerir Leland vandamál sem koma upp á unglingsárunum hjá flestum að um- fjöllunarefni. Myndin gerist í enskum bæ skömmu upp úr 1950 og þar segir frá Lindu, 16 ára gamalli ótemju, sem verður vör við vaknandi kynvöt hjá sér og er á skoplegan hátt sýnt hvemig hún áhugi hennar á strákum yfirgnæfir fljótlega áhug- ann á að stunda vinnu. Auðvitað er hún rekin úr hverri vinnunni á fæt/ ur annarri, ijölskyldunni til mikillar armæðu. Endar með því að stúlkan stingur af að heiman, lendir í ýmsum ævintýrum og er reynslunni ríkari þegar hún snýr heim á ný. Um leið er gert grín að bresku þjóðfélagi upp úr 1950 þar sem íhaldssemin í þessum málum ræður ríkjum. Emily Lloyd, 15 ára, í hlutverki Lindu, fær sitt fyrsta tækifæri í kvik- myndaleik í þessari mynd en hún er annars komin af leikurum í báðar ættir. Með annað aðalhlutverkið í myndinni fer Tom Bell sem leikur kærasta Lindu. Framleiðandi mynd- arinnar er Sara Radcliffe en Ian Wilson sá um stjóm kvúkmynda- töku. -BTH Á ferðalagi Lýsuhóll og sælureiturinn Búðir Ferðalöngum ætti ekki að reynast erfitt að finna næturgistingu í Stað- arsveitinni á ferðalögum sínum um Snæfellsnesið. M.a. bjóða sveitabæ- imir Ytri-Tunga og Garðar upp á ferðaþjónustu bænda; svefnpoka- pláss, morgunverð og eldunarað- stöðu og einnig er að Ytri-Tungu hægt að komast í veiðiferðir út á sjó. Lýsuhóll er kunnasti jarðhitastað- urinn á Snæfellsnesi og streymir þar heitt ölkelduvatn upp úr jörðinni. Þar er sundlaug sem hituð er með jarðhitavatninu en sagt er að það lækni öll mein. Sundlaugin er opin virka daga frá 14 til 19 en um helgar frá 14 til 22. Einnig er á Lýsuhóli íþróttavöllur og félagsheimili sem jafnframt er notað sem skóli. Boðið er upp á tjaldstæði og svefnpoka- pláss með eldunaraðstöðu auk þess sem hægt er að leigja hesta til útreið- ar. Aðeins lengra, sunnan þjóðvegar- ins er bærinn Vatnsholt en þar er hægt að fá veiðileyfi í Vatnsholts- vötnin. Þar er mjög góð veiði sem og í öðrum vötnum í Staðarsveit en mikið er um vötn fyrir ofan Öldu- hrygginn sem liggur eftir sveitinni endilangri. I þau ganga bæði bleikja og birtingur. Rétt áður en beygt er niður að Búðum gefur að líta Bjamarfoss til hægri handar. Þetta er vatnslítill en afar hár foss sem fýkur upp yfir brúnina í sunnan roki og nær aldrei niður. Undir fossinum og í hlíðunum við hann er hið fegursta blómgresi. Búðir standa í jaðri Búðahrauns við Búðaós sem áður hét Hraun- hafiiarós. Þar hefur verið rekið sumarhótel allt frá árinu 1948. Veit- ingastaður hótelsins hefur verið kosið besta veitingahús á Islandi. Sérstaklega er staðurinn rómaður fyrir fiskirétti sína en kokkamir róa sjálfir til fiskjar og er því ætíð nýtt hráefni á boðstólum. Búðir er aldagamall verslunar- og útgerðarstaður og þar er kirkja frá 1848 sem nýlega var gerð upp. Fag- urt er og sérkennilegt á Búðum og er fjallasýn þar tilkomumeiri en víð- ast annars staðar á Snæfellsnesi. Eldstöð Búðahrauns; Búðaklettur trónar í miðju þess og allt í kringum gíginn liggur hraunið sem er talinn einhver fjölskrúðugasti blettur á Is- landi. Þar er einstök gróðursæld og gott beijaland með aðalbláberjum og jafhvef jarðarbeijum á stöku stað. Hraunið, sem er friðland frá árinu 1977, er þekkt fyrir burknana sína enda lifa þar flestar tegundir ís- lenskra burkna góðu lifi í gjótunum og verða stundum tvær mannhæðir. Búðahellir eða Klettshellir er skammt fiá Búðakletti og segir þjóð- sagan að hann liggi alla leið til Surtshellis og að botninn sé alþak- inn gullsandi. Hraunið stendur á sjávarbotni og sjós verður vart í dýpstu gjótunum. Skeljasandsfjaran í hraunbásunum við ströndina þykir einkar hentug til sjó- og sólbaða og að öllum öðrum stöðum ólöstuðum ætti enginn að verða svikinn af sum- ardvöl á þessum friðsæla sælureit; Búðum. Búðir við Búðaós. í baksýn er líparitfjallið Mælifell og til hægri sést i Bjamarfoss. Útvarp - Sjónvarp öm Petersen tekur hart á málunum j kvöld. Stjaman kl. 22.00: Alvarieg málefni líðandi stundar Öm Petersen úvarpsmaður Stjömunnar er með háalvarlegan þátt á fimmtudagskvöldum þar sem hann ræðir málefhi líðandi stundar. Er þar um að ræða fréttatengt efhi og farið ítarlega ofan í kjölinn á því sem er að gerast hveiju sinni. Öm fær til liðs við sig viðmælendur sem þekkja til mála auk þess sem síminn stendur opinn þeim sem vilja leggja orð í belg. Ekki er hægt að segja um hvað verður oddamálið eins og gefur að skilja en það kemur í ljós í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.