Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Utlönd Halda áfram mótmælum sínum Sjö Haitibúar, sem verið hafa í hungurverkfolli í dómkirkjunni í Port-Au-Prince, höfuðborg landsins, undanfoma sex daga, ákváðu í gær að halda mótmælum sínum áfram þrátt fyrir að þeir hafi fengið kröfum sínum frdlnægt. Hungurverkfellsmennfrnir gripu til þessara aðgerða til atuðnings presti sem kirkjan ætiaði að fiytja á brott frá söfnuöi hans í fátækra- hverfi í borginni. Kirkjan lét undan í gær og fær klerkurinn að halda áfram starfi í fotækra- hverfinu en nú krefjast hungurverkfollsmenn þess að kirkjan taki eindregna afetöð með kenningum klerksins sem þykja nokkuð frjálslyndar. Segist vera frelsishetja Fleiri sigla að næturlagi Augusto Pinochet, forseti Chile, sagði í gær að það væri mesti mis- skilningur að hann væri einræðis- herra, þvert á móti væri hann frelsishetja, sem barist hefði fyrir frelsi Chile allt frá því hann tók við völdum árið 1973. Pinochet sagði í ræðu, sem hann í Mulchen, um 500 kflómetra suður af Santiago, höfuðborg Chile, í gær að hann væri fyrst og fremst maður sem vildi hið besta fyrir land sitt. Sagðist hann hafe barist fyrir frelsi allt frá því herinn steypti stjóm marxista úr stóli fyrir nær fimmtán árum. Herprammi leigður sem fangelsi Sex bandarísk herskip og þrjú olíu- flutningaskip frá Kuwait sigldu í gærkvöldi fram hjá eyjunni Abu Musa inni á flóanum án þess að verða vör við sérstakar athafnir írana. Þyrlu- móðurskip og tvö önnur bandarísk herskip slógust i for með herskipunum þremur sem venjulega fylgja skipun- um frá Kuwait. Bandarísk skipalest var einnig á ferð um suðurhluta Persaflóa í gærkvöldi og var búist við að hún kæmi til norð- urhluta flóans í morgun. Það kom mönnum á óvart í gær að skipalest hafði siglt inn á suðurhluta flóans í skjóli myrkurs í fyrrinótt á meðan athygli allra beindist að brott- för þeirra er lágu við akkeri í norður- hlutanum og biðu eftir hentugu tækifæri til að sigla suður í gegnum Hormuzsund. Nú sigla samtals ellefu flutningaskip frá Kuwait undir banda- rískum fána. Oliuflutningaskip frá Kuwait á siglingu í Persaflóa. Simamynd Reuter íbúðaprammi, sem notaður var fyrir breska hermenn í styrjöld Breta og Argentínumanna um Falklandseyjar, hefúr verið leigður til New York þar sem hann mun gegna hlutverki fljótandi fangelsis. Eigandi prammans, fyrirtækið Birby Line í Livewrpool, sagði í gær að pramminn hefði verið leigður fongelsisyfirvöldum i New York fyrir um tutt- ugu milljónir dollara og væri leigutíminn fimm ár. íbúðabyggingin á prammanum er fimm hæða há og getur hýst allt að eitt þúsund manns. Byggingin er samansett úr fjögur hundruð gámum. Fjörutíu þúsund dóu Fjörutíu þúsund hænsn hafa látið lífið af völdum mikilla hita á Balearic eyjum, sem eru i eigu Spánar, á undanfarinni viku. Mestur hænsnadauði varð á Majorca þar sem vindar innan úr Sahara ey uðimörkinní hafo blásið heitu lofti yffr eyna og valdið hruni í hænsnarækt. VIII enda kyrrstöðuna _ Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraeis, sem nú er staddur í opin- berri heimsókn í Rúmeníu, mun hafo í hyggju að leggja fyrir Nicolae Ce- auxescu, Rúmeniuforseta, nýjar tillögur í dag, en þær munu lúta að því að höggva á hnútinn í málefiium fyrirhugaðrar friðarráðstefriu í Mið* Austurlöndum. Shamir er mjög í mun að ijúfa kyrrstöðuna sem ríkt hefur í því máli undanforíð. Huga að mistökum áhafnar Rannsóknamefhd sú er nú skoðar flugslysið er varð við Detroit fyrr í vik- unni, íhugar nú þann möguleika að mannleg mistök hafi leitt til slyssins, sem er arrnað mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna. Ekki er að fúllu ljóst hversu margir fórust með þotunni en víst er talið að þeir hafi verið fleiri en hundrað og fimmtíu. Meðal þess sem gerir erfitt fyrir um að ákvarða nákvæmlega hvetjir fórust og hversu margir er að svo virðist sem nokkrir farþegar hafi ferðast undir röngu nafni. Virðast þeir hafe notað nöfn kunningja sem ferðast mikið og eru nærri því að fá ókeyp- is ferðir vegna mikilla viðskipa. Jafhframt hefúr reynst erfitt að ákvarða hversu margir létust á jörðu niðri. Aðeins einn ferþegi úr þotunni komst lífe af. Það var fjögurra ára gömul stúlka, sem fannst illa brennd, en á lífi, í fengi látinnar móður sinnar. Fað- ir hennar og eldri bróðir létu einnig lífið í slysinu. Rannsóknaraðilar vildu ekki tjá sig um orðróm þann að mistök áhaihar hafi valdið slysinu. Þeir staðfestu þó að orðrómur hefði heyrst um slík mis- tök og að málið væri í rannsókn. Fyrirtæki sektuð vegna mengunar Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Sænska ríkisstjómin mun innan skamms leggja fram frumvarp um efhahagsþvinganir gagnvart þeim fyr- irtækjum sem gera sig sek um að menga andrúmsloftið. Frá þessu skýrði Birgitta Dahl, iðnaðar- og um- hverfismálaráðherra Svía, í gær. Ráðherrann sagði að fyrirtækin yrðu beitt sektum í hlutfalli við meng- unina sem þau valda. Takist þeim að minnka mengunina verða sektimar að sjálfsögðu lækkaðar. Ýmsir telja að þessar hugmyndir jafnaðarmanna séu fyrst og fremst við- brögð þeirra og ótti við stóraukið fylgi umhverfisvemdarflokksins í skoðana- könnunum undanfama mánuði. Verkfallsmönnum hótað uppsögnum Tvö þúsund námumanna í Suður- Afríku hafa ákveðið að eiga heldur hættu á að vera sagt upp störfúm held- ur en að snúa aftur til vinnu. Úrslita- kostir eins námufyrirtækjanna hljóðuðu upp á uppsagnir ef verkfallið yrði ekki lagt niður. í gær ákváðu sjö hundruð námu- verkamenn, sem verið hafa í verkfalli í ellefu daga, að hlýða skipunum fyrir- tækisins. Uppsagnimar gætu aukið spennuna í þessu víðtækasta verkfalli í sögu Suður-Afríku. I gær vom námumenn beittir tárag- ' asi fyrir utan eina námuna þar sem þeir höfðu ógnað öðrum starfsmönn- um, að sögn talsmanna fyrirtækisins. Sagt var að engir hefðu særst. Umræð- ur verkalýðssamtaka og námueigenda um hvemig koma megi í veg fyrir átök milli verkfallsmanna og öryggisvarða hafa farið út um þúíúr og ekki hefur verið boðað til nýrra viðræðna. Námuverkmenn í Suður-Afríku með flugmiða með hótunum um uppsagnir. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.