Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 40
JVC LOKI Vil ikke landbrugsminister- en ha en dansk skinke? Veðrið á morgun: Bjart veður á Suður- og Vesturlandi Á morgun lítur út fyrir hæga norðaustanátt á landinu. Við norð- austur- og austurströndina verður lítilsháttar súld. Á sunnan- og vest- anverðu landinu verður bjart veður en hætt er við síðdegisskúr- um. Hiti verður á bilinu 8 til 11 stig á Norður- og Austurlandi en 11 til 15 stig suðvestanlands. Boðið upp á smyglaða skinku á BÚ ’87 „Ég er orðlaus," segir formaður Stéttarsambands bænda Boðið var upp á smyglaða danska skinlui á landbúnaðarsýningunni BÚ 87 í gær. Fólki gafst kostur á að gera samanburð á íslenskri skinku frá Síld og fiski annars vegar og smyglaðri skinku frá Danmörku hins vegar. Þessi smökkun fór fram í bási Bændablaðsins og smyglaða skinkan var kirfilega auglýst í hátal- arakerfi ReiðhaUarinnar. „Þessa skinku fékk ég hjá íar- manni sem keypti hana í fríhöfri í Kaupmannahöfh og flutti til lands- ins án þess að greiða af henni toll,“ sagði Bjarni Harðarson, ritstjóri Bændablaðsins. „Við erum með þessu að benda fólki á að íslenska skinkan gefur á engan hátt dönsku skinkimni eftir þótt menn séu að rembast við að smygla henni til landsins.“ „Þetta mál kemur mér undarlega fyrir sjónir og ég hef ekkert um það heyrt fyrr en núna,“ aagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra er DV bar skinkumálið undir hann í gær. „Ráðuneytið á fulltrúa í aýningar- stjórn og ég geri ekki ráð fyrir að þetta mál hafi verið borið undir hana. Þeim sem sýna eru að sjálf- sögðu gefnar nokkuð frjálsar hendur en hins vegar verða þeir að halda sig innan ramma laganna og menn hljóta að verða að bera ábyrgð gerða sinna,“ sagði laridbúnaðarráðherra. „Mér finnst þetta alveg stórmerki- legt mál, ég er eiginlega otðlaus," sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda. „Ég verð þó að segja að mér finnst það ekki viðeigandi að auglýsa í hátalarakerfi að boðið sé upp á smyglaða skinku á sýningu sem þessari,’1 sagði Ingi. Þess má geta að könnun fór fram á því samfara smökkuninni hvor skinkan fólki þætti betri. Útkoman úr þeirri könmm varð sú að 34 fannst íslenska skinkan betri en 25 fannst sú danska betri. -ATA Bjami Harðarson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bændablaðsins, býður sýningargestum að smakka islenska skinku frá Síld og fiski og smyglaða danska skinku. OV-mynd GVA Cargoluxvél nauðlendir Boeing 747 breiðþota frá Cargolux nauðlenti í Japan í gær þar sem við- vörunarljós vélarinnar gáfu til ^ kynna að kviknað hefði í einum hreyfla hennar. Engir íslendingar voru um borð í þotunni og engir far- þegar. Flugvélin var á leið frá Japan til Taiwan með frakt. Skömmu eftir flugtak tók viðvörunarljós að blikka og gaf það til kynna að kviknað væri í einum hreyflanna. Flugstjór- inn tók þegar allt afl af hreyflinum og sneri til baka og lenti aftur hálf- tíma eftir flugtak. Við skoðun kom í ljós að allt var í lagi með hreyfilinn en að viðvör- unarljósið hafði farið að loga vegna bilunar. Ráðgert var að vélin færi aftur í loftið áleiðis til Taiwan í gærkvöldi. ATA Meiðyrða- mál gegn Ríkisút- varpinu Lögmaður sakborningsins í „Svefrieyjamálinu" hefur ákveðið að höfðað verði meiðyrðamál vegna fréttar sem birtist í fréttatíma sjón- varpsins á mánudagskvöld. Þar var sagt frá er foreldrar bama, sem tengjast málinu, afhentu hjá bæjar- fógeta í Hafriarfirði, kröfu þess eðlis að sakbomingurinn verði hnepptur í gæsluvarðhald þar til dómur geng- ur í málinu. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður sakbomingsins, hefur sagt við DV að í fréttinni hafi verið ákveðin at- riði sem væm grundvöllur fyrir meiðyrðamáli. Nú hefur verið ákveðið að höfða meiðyrðamál og mun stefna verða birt innan skamms. Már Pétursson, bæjarfógeti í Hafri- arfirði, íhugar einnig höfðun meið- yrðamáls vegna sömu fréttar. Hann er í nú í leyfi og er væntanlegur til vinnu eftir helgi. Þá verður ljóst hvort bæjarfógetaembættið stefrii Ríkisútvarpinu vegna meiðyrða. -sme FIMMTUDAGUR 20. AGÚST 1987. Fræðslustjóramálið Sigurður Hallmarsson ráðinn Jón G. Hauksson, DV, Akureyii Allar líkur em á að Sigurður Hallm- arsson, sem hætti sem skólastjóri á Húsavík síðastliðið vor, verði ráðinn fræðslustjóri í Norðurlandsumdæmi eystra. Sigurður kemur til með að gegna embættinu til bráðabirgða eða þar til staðan verður auglýst næsta vor. Frétta er að vænta af málinu, frá menntamálaráðuneytinu, um hádegis- bilið í dag. DV reyndi mjög í gærkvöldi og í morgun að ná í Sigurð en hann var sagður í morgun hafa verið fyrir aust- an fjall í nótt. Ekki náðist í Birgi ísleif Gunnarsson menntamálaráðherra vegna fundahalda hans, en Guðmund- ur Magnússon, aðstoðarmaður Birgis, kvað frétta að vænta af málinu í dag. Ólafur Guðmundsson, settur fræðslustjóri í umdæminu, kvaðst í morgun ekki vilja tjá sig neitt um málið. Nokkrar sveiflur virðast hafa verið um ráðningu nýs fræðslustjóra, þannig var Trausti Þorsteinsson, skólastjóri á Dalvík, talinn líklegastur í fyrradag. Slokkvilið í Reykjavik: Þrjú útköll í gærkvöldi og nótt var slökkviliðið í Reykjavík kallað út þrívegis. I öllum tilfellum var um minni háttar bruna að ræða. Fyrsta útkallið var klukkan rúmlega níu í gærkvöldi. Þá var laus eldur í ruslagámi við verksmiðju Vífil- fells við Stuðlaháls. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Laust fyrir klukkan ellefu í gær- kvöldi var slökkviliðið kallað að Keldnaholti en þar hafði kviknað eld- ur í heygalta. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Síðasta útkallið var um klukkan eitt í nótt. Þá var laus eldur í bifreið sem var í Tún- brekku í Kópavogi. Kviknað hafði í vélarrúmi bifbeiðarinnar. Sem fyrr gekk vel að slökkva eldinn. -sme i i i i i i i i i i i i i i t Fisksolusvindlið: Hollendings- p ins er enn leítað Kæra, sem dómsmálaráðuneytið sendi Interpol vegna svika hollensks manns við kaup á ferskum fiski af fisk- verkanda á Suðumesjum, er enn til meðferðar Alþjóðalögreglunnar. Þor- steinn A. Jónsson hjá dómsmálaráðu- neytinu segir að ekkert sé að frétta af kærunni. Hollendingsins er enn leit- að, en án árangurs. -sme Tolvuhaskólinn: 13 sóttu um i t t i „Það voru lagðar fram 13 umsóknir á fundi skólanefridar í gær, en nöfri umsækjenda verða ekki gefin upp eins og er,“ sagði Þorvarður Elíasson, skólastjóri Tölvuháskóla VÍ, í samtali við DV í morgun. „Engin ákvörðun hefúr vérið tekin um ráðningu enn, á næstu dögum verður rætt við umsækjendur og fvínæst verður kennslustjóri ráðinn. haust verður síðan auglýst eftir nem- endum í skólann, sem tekur til starfa eftir árarnót," sagði Þorvarður. -BTH Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.