Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Viðskipti Hundruð bílaleigubíla senn til sólu eftir lélegt sumar Sumarið hefur verið lélegt hjá bílaleigunum. Útlit er fyrir að um 200 bílaleigubílar verði til sölu í haust. DV-mynd KAE Helstu bílaleigur landsins hvggja á kröftugan samdrátt á næstu vikum eftir lélegt sumar. Stærsta bílaleiga landsins, Bílaleiga Akureyrar sem veriö hefur rnÖS-^m -300 bíla flota í mörg ár, ætlar~að"-fækka í 200 bíla. Bílaleigan Geysir, meö um 140 bila, ætlar að minnka viö sig um 40 til 50 bíla. Bílaleiga Flugleiöa, með um 150 bíla, ætlar aö selja um 40 bíla í haust og óvíst er um frekari bílakaup næsta vor. Vertiðin of stutt „Vertíðin er einfaldlega of stutt. Hún stendur núna yfir í 6 vikur, frá byrjun júlí fram í miöjan ágúst. Viö stækkuðum bílaflota okkar fyrir sumarið. En dæmið er einfalt, við þurfum aö minnka flotann aftur," segir Haraldur Gunnarsson, annar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjódsbækurób. 20-25 Bb Sparireikningar 3jamán. uppsógn 22-25 Bb 6 mán. uppsbgn 23-26 Bb 12mán. uppsogn 24-28 Ab 18mán. uppsogn 34 Ib . Tékkareikningar, alm. 8-12 Bb Sértékkareikmnqar 10-25 Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 4 Allir Innlánmeðsérkjörum 20-34 Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7.25-8 Vb Sterlingspund 9.75-10.50 Vb Vestur-þýskmork 4-4.50 Vb.Sp Danskar krónur 7.50-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 33-34 Sp.Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 34-41 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) . kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 35-38 Sp Utlan verðtryggð . Skuldabréf 9-9,50 Sp.Bb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 34-37 Úb.Lb,- Sb.Sp SDR 9-9.75 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 10.25-11 Úb.Sp Sterlmgspund 12,75- 13.50 Úb.Sp Vestur-þýsk mórk 7-7,50 Allir nema Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 56,4 4.7 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. ágúst 88 41.0 Verðtr. ágúst 88 9.5 VÍSITÖLUR * Láhskjaravisitala ágúst 2217 stig Byggingavisitalaágúst 396 stig Byggingavisitala ágúst 123.9stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 8% . júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,7526 Einingabréf 1 3,239 Einingabréf 2 1.858 Einingabréf 3 2.069 Fjolþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1.511 Kjarabréf 3.228 Lifeyrisbréf 1 628 Markbréf 1.695 Sjóðsbréf 1 1.555 Sjóðsbréf 2 1.379 Tekjubréf 1.545 Rekstrarbréf 1.2718 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr Eimskip 269 kr. Flugleiðir 240 kr. Hampiðjan 116 kr. Iðnaðarbankinn 168 kr. Skagstrendmgur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýslngar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. eigandi Bílaleigunnar Geysis. Að sögn Haralds er miklu minna um aö ferðamenn, sem komið hafa inn af götunni til að fá bíl, hafi skilað sér til bílaleiganna. Og undir þetta taka aðrir bílaleigumenn. ísland að detta út af kortinu sem ferðamannaland? „Þessir ferðamenn hafa ekki skilað sér þetta sumarið. Þess vegna voru bæði mai óg júní lélegri mánuðir en áður," segir Skúli Ágústsson, einn eigenda Bílaleigu Akureyrar. Og Skúli bætir við: „Raunar held ég að það sé komið að þáttaskilum hjá bílaleigunum og öörum þeim sem selja erlendum ferðamönnum þjón- ustu sína eftir þetta sumar. Menn, sem selt hafa fyrir okkur í útlöndum, segjast leggja miklu minni áherslu á ísland. Það sé ekki endalaust hægt að kynna fyrir útlendingum tugi pró- senta veröhækkanir á hverju ári. Þeir segjast enn fremur telja að ís- land sé aö detta út af kortinu vegna dýrtíðar hér." Útlendingar fá minna fyrir peningana hérlendis Skúli segir enn fremur að þetta skiljist betur þegar útlendingar geti farið út að borða á veitingahúsum hérlendis tvisvar fyrir sömu upphæð og dygði fyrir sex tii sjö máltíðum erlendis. Þaö sama á við bílaleigubíl- ana. Þeir fá bíl erlendis í fimmtán til átján daga fyrir sama verð og dugir fyrir bíl í sex til sjö daga hérlendis. „Þessi stöðuga verðbólga, hár fjár- magnskostnaður og dýrtíð hélendis gerir það að verkum að við íslending- ar erum ekki lengur samkeppnis- færir við önnur lönd,“ segir Skúli. Hann segist enn fremur verða var við að sölumenn og aðrir sem hafi tekið bíla á leigu séu að semja við fyrirtæki sín um að leigja þeim einkabíla sína. Bílaleiga Flugleiða Grétar Kristjánsson, forstöðumað- ur bílaleigu Flugleiða, segist taka undir orð annarra um að samdráttur hafi verið í sumar hjá bílaleigunum. „Verðlag og veðurfar ræöur þar mestu um aö mínu mati. Eins skemmdi verkfallið í vor mjög fyrir. Margir hættu við að koma til ís- lands. Þess vegna var júní lélegur hjá öllum,“ segir Grétar. -JGH Opinber fyrirgreiðsla hugsanleg til smábátaeigenda í kaupleiguerfiðleikum: Kaupleigur taka fasteigna- veð fyrir lánum sínum - Milli 40 og 50 smábátar eru skráðir á kaupleigur Allmargir smábátaeigendur munu nú eiga í miklum erfiöleik- um með að standa viö skuldbind- ingar sínar af kaupleigusamning- um sem þeir stofnuðu til á síðasta ári og í byijun þessa árs. Hafa kaupleigurnar þegar leyst nokkra báta til sín. í vor munu á milli 40 og 50 bátar hafa verið skráðir á kaupleigufyr- irtæki en alls munu um 1500 smá- bátar vera í eigu félaga í Landssam- bandi smábátaeigenda. Kaupleigu- bátum hefur ekki fjölgaö síðan enda hrun í greininni. Munu marg- ir þessara sjómanna eiga í hinum mestu erfiðleikum nú. Mikill aílas- amdráttur hefur orðið í ár en góður afli undanfarna vertíða stuðlaði að bjartsýni manna og hvatti marga til að fara út í svona útgerð á, að því er viröist, hæpnum forsendum. Talið er að hjá smábátum hafi orð- ið um 30 til 40% aflasamdráttur frá því í fyrra. Samrýmist fasteignaveð kaupleigunni? Þau kaupleigufyrirtæki, sem lán- að hafa til smábátaútgerðar, hafa verið ásökuö fyrir að kynna sér lit- ið forsendur útgerðarinnar og í staö þess að krefjast raunhæfra afborgunaráætlana, sem staðist geti rekstrarlega, hafi fyrirtækin gulltryggt sig með fasteignaveðum. Veð í öðru en leigumuninum sjálfum tíðkast ekki í öðrum lönd- um heldur er einfaldlega ekki lánaö vegna tækisins ef það er ekki talið geta staðiö undir afborgunum. Fulltrúar kaupleiganna játa aö fasteignaveð séu tekin fyrir skuld- bindingum. „Við höfum fasteigna- veð að baki flestum þessum skuld- bindingum vegna báta,“ sagði Kjartan G. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Féfangs hf. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Lýsingar hf„ sagði að ef bátakaupin væru fjármögnuö að fullu þá væri baktrygginga krafist. Það' væri þeirra vinnuregla. Þórður Yngvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lindar hf„ sagði að þaö væri „prinsippatriði“ hjá þeim að lána ekki nema út á hlutinn sjálfan og íjárhagslegan styrk viðkomandi aðila. Sagði hann að það væri eðli kaupleigu sem er ekki fjárfesting á grundvelli veðl- ána. Leitað erlendra lána til bjargar „Það er ætlunin að leita erlendra lánamöguleika til að lengja lánin hjá þessum mönnum,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Flest kaupleigulánin eru til þriggja til fimm ára og þykir mönnum ljóst að ekki sé hægt að greiða upp jafn- dýran hlut sem trillu á þeim tíma. Dýrustu bátarnir, sem keyptir hafa verið vegna kaupleigu, kostuöu á bilinu sex til sjö milljónir. Örn sagði að vitaskuld væri óljóst hvort tækist aö fá lán enda framtíð er- lendrar lántöku óviss. Sagöi Örn aö leitað hefði verið til sjávarút- vegsráðuneytisins um aðstoð við að afla lána. Þá hafa kaupleigurnar þurft að gera einhverjar breytingar á sum- um samningum og til bóta fyrir sjó- menn - það er þá hægt að veðja á næstu vertíð. Þykir sumum þetta vera merki um sveigjanleika kaup- leiganna en aðrir segja þetta bara gálgafrest. Kunnáttuleysi kaupleiga á sjávarútvegi? Vegna stærðar kaupleigufyrir- tækjanna og umfangs má ráða að fjármagn til kaupleigu vegna smá- báta muni ekki hafa teljandi áhrif á afkomu fyrirtækjanna. Um síð- ustu áramót var fjármagn kaup- leiganna hátt á fimmta milljarð. Menn hafa þó kvartaö yfir kunn- áttuleysi þessara fyrirtækja og segja að þau skilji t.d. ekki eðli út- gerðar, þ.e.a.s að aflabrögð eru sveiflukennd, takmarkanir vegna kvóta og að langan tíma taki fyrir byrjendur að ná tökum á starfinu. Því hafi þau gert samninga við að- ila sem ekki gátu staðið undir þeim. Þessu mótmælti reyndar Kjartan G. Gunnarsson harðlega og sagði að fjórum af hverjum fimm, sem lán vildu til smábátaútgerðar, væri hafnað. Það eru þrjú fjármögnunar- og kaupleigufyrirtæki sem lána vegna skipakaupa. Glitnir hf. ér meö er- lenda aðila í stjórn sinni og má því ekki lána til skipakaupa. Þeir hafa hins vegar lánað vegna tækja- kaupa. 27% af heildarfjármagni Lindar, sem er um einn milljarður, hefur farið í fjármögnunar- og kaupleigu vegna sjávarútvegs. Lind er reynd- ar með erlenda menn í stjórn og því er Samvinnusjóöur íslands lát- inn fjármagna kaupleigu vegna smábáta en Þórður Yngvi taldi að um 10 til 15 bátar væru í eigu fyrir- tækisins. Lýsing hf. á 18 báta núna en að sögn Sveins Hannessonar hefur fyrirtækið leyst til sín tvo báta, einn í fyrra og einn í ár. Sagði hann að þeir hefðu báðir verið endur- leigðir. Um 9% af samningum Lýs- ingar er í sjávarútvegi, 2,5% í bát- um og 6,6% í tækjum. Sömu vandamál hjá öðrum lánastofnunum? „Ég skil ekki hvaða tal þetta er alltaf um kaupleigur. Ef vandamál ættu aö vera hjá okkur væri það alveg eins hjá öðrum lánastofnun- um,“ sagöi Kjartan G. Gunnarsson hjá Féfangi. Hann sagði að vanskil hjá þeim væru svipuð og hjá öðr- um. Þeir hefðu þó ekki þurft að leysa neina báta til sín en þó orðið að semja við tvo aðila vegna erfiö- leika þeirra. Þeir hafa nú 18 báta á sínum snærum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.