Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST1988. 33 istari okki úrslitaleik mark Fram meö'óveijandi skoti. Brynjar Gestsson kom FH síðan í 4-1. Framarar tóku heldur betur við sér undir lokin og skoruðu tvö mörk, Jónas Valdimarsson og ívar Jónsson gerðu mörkin. Lokatöl- ur urðu því 4-3 fyrir FH sem eru réttlát úrslit. Leikurinn var mikil skemmtun fyrir hina fjölmörgu áhorfendur. Nánar verður sagt frá úrslitaleiknum ííþróttablaðiálaugardag. HH Akureyri: Þór-KA íkvöid íylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; KA-menn fá í kvöld þriðja tækifæri umarsins til að vinna erkifénduma i ■ór er liðin mætast á Akureyrarvelli kl. 9. Leikurinn er í Akureyrarmótinu og er ðeins leikinn einn leikur í því móti annig að liðið sem sigrar í kvöld telst ikureyrarmeistari. Opið stórmót að Jaðri Opna Coca Cola mótið verður haldið ijá Golfklúbbi Akureyrar á Jaðarsvelh im helgina og hefst keppni í fyrramáliö. í mótinu, sem er svokallaö „viðmiðun- irmót" fyrir landsliöseinvald Golfsam- lands islands, verða leiknar 36 holur neð og án forgjafar í karla og kvenna- lokkum. íþróttir ^ Sigfried Held um leikinn gegn Sovétmönnum: _ Eigum raunhæfa möguleika Islendingar leika, eins og kunn- ugt er, gegn Sovétmönnum í und- ankeppni heimsmeistaramótsins í knattspymu næstkomandi mið- vikudag. Allir atvinnumenn okkar í knattspyrnu munu mæta til leiks- ins og því er Ijóst að íslendingar geta teflt fram sínu sterkasta liði. Siegfried Held mun ekki velja end- anlega 16 manna hópinn fyrr en á mánudag þegar allir atvinnumenn- irnir veröa mættir til landsins. Leikurinn á miðvikudag kemur augljóslega til með að verða gífur- lega erfiður en Sovétmenn tefla fram geysisterku liöi og þess er skemmst að minnast að þeir léku til úrslita á EM í V-Þýskalandi í júní en töpuðu þá fyrir Holiending- um. Sovétmenn ætla sér án efa mjög stóra hluti í HM-keppninni og eftir bókinni ættu þeir að vera með sterkasta hðið í undanriðlin- um. Þeir eru hins vegar alls ekki ósigrandi eins og sjá mátti þegar þeir rétt sluppu með jafntefli af Laugardalsvellinum í undan- keppni EM. Getum lagt þá á góðum degi „Þaö er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og það er sannkölluö knattspyrnuveisla aö fá hingað jafnfrábært hð og Sovét- menn. Viö áttum góðan leik á móti þeim fyrir tveimur árum hér í Laugardalnum og getum gert þeim skráveifu aftur. Við erum ekki eins hátt skrifaðir og Rússar eða hinar þjóðirnar en á góðum degi getum viö lagt hverja sem er aö vehi,“ sagði EUert B.-Schram. Raunhæfir möguleikar „Það er gott að fá alla atvinnu- mennina heim í leikinn. Við höfum óneitanlega nokkuð sterkt liö á pappímum en endanlegi 16 manna hópurinn verður valinn á mánu- dag. Þetta verður erfiður leikur á móti Sovétmönnum á miövikudag. Þeir eru með frábært lið en samt sem áður tel ég aö við eigum ágæta möguleika gegn þeim. í sambandi viö framhaldið held ég að það sé ekki óeölilegt aö við setjum stefii- una á 2. sætiö í riðhnum. Þaö myndi gefa okkur sæti í úrslitun- um á Italíu. Mörgum finnst þaö kannski fjarlægur draumur en ég held aö við eigum raunhæfa mögu- leika á því,“ sagði Sigi Held lands- hðsþjálfari í samtali við DV á blaöamannafundi í gær. Það er því augljóst aö forráömenn Knattspyrnusambandsins eru all- bjartsýnir fýrir heimsmeistara- keppnina og kannski er ástæöa til. Það er vonandi að íslenskir áhorf- endur komi á landsleikina og styðji vel við bakið á landsliðinu í þessum mikilvægu leikjum. -RR Liverpool með fjóra í framlínu? - enska deildakeppnin hefst á laugardag Kenny Dalghsh, framkvæmda- stjóri Liverpool, veltir því nú fyrir sér að stilla upp í vetur einhverri ógurlegustu framlínu sem sést hefur í ensku knattspymunni. Hann hyggst leika með fjóra framherja en slík uppstilhng er orðin nánast eins- dæmi á síðari ámm. “ Á köntunum verða þá John Bames og Peter Beardsley en inni á miðj- unni John Aldridge og Ian Rush. Flestir áttu von á að Aldridge yrði látinn víkja fyrir Rush en eftir að Aldridge skoraði tvö mörk gegn Wimbledon í leiknum um góðgerðar- skjöldinn sl. laugardag hefur Dalgl- ish endurskoðað þá afstöðu sína. Annars er ljóst að þessi uppstilling verður ekki strax að veruleika, Rush getur ekki leikið'með Liverpool í fyrstu leikjum 1. deildarinnar þar sem hann á við veikindi að stríða. Keppni í 1. deild hefst á laugardag- inn og þá eru eftirtaldir leikir á dag- skrá: Aston Viha - Millwall Charlton - Liverpool Derby County-Middlesboro Everton - Newcastle Manch.Utd - Q.P.R. Norwich - Nottingham Forest Sheffield Wed. - Luton Southampton-West Ham Tottenham - Coventry Wimbledon - Arsenal Eftir hin miklu kaup og sölur milli ensku liðanna í sumar verða nokkrir leikmenn mjög í sviðsljósinu á laug- ardaginn. Ekki síst þeir tveir sem keyptir voru fyrir hæstu upphæðir sem um getur milh enskra liða, Tony Cottee, sem Everton fékk frá West Ham fyrir 2,5 milljónir punda, og Paul Gascoigne sem Tottenham keypti frá Newcastle fyrir 2,2 mi ónir. -VS Úrslitakeppni 3. flokks: Blikar gerðu 12 mörk Úrslitakeppni íslandsmótsins í 3. flokki hófst í gær í Kópavogi. Leiknir hafa verið fjórir leikir. Mesta athygli vakti 12-1 sigur Breiðabliks á Þór frá Akureyri. Úrslit annarra leikja urðu þessi: Fram-ÍBK 4-1 Stjarnan-ÍA 1^4 Fylkir-KA 2-3 í dag verða fjórir leikir: Fram- Fylkir leika kl. 16.00 í Garðabæ. í Kópavogi verða þrír leikir: Stjarn- an-Breiðablik kl. 16.00, ÍBK-KA einnig kl. 16.00 og Þór, Ak.-ÍA kl. 18.00. HH. Olís-mótið um helgina Opna Olís BP-mótið í golfi er um opnum flokki með forgjöf. Olís gefur helgina í Grafarholti. Um er að ræða verðlaun en þátttakendafjöldi er tak- 36 holu keppni án forgjafar í karla- markaður við 130. Keppnisgjald er og kvennaflokki og 36 holu keppni í 1500 krónur. -JÖG Sigur h)á Keflvíkingum ÍBK-stúlkur unnu Fram í 1. deild þar með endanlega fahnar í 2. deild. kvenna í gærkvöldi með einu marki Kristín Blöndal skoraði eina mark gegn engu í mjög daufum leik á leiksins á 65. mínútu eftir einleik frá Framvellinum og eru Fram-stúlkur miðju. -mhm Nafn; Bjarki Sigurðsson. Fæðingardagur/ár: 16,11. 1967. Hæð: 1,83 m. Þyngd: 76 kg. Félag: Víkingur. DV kynnir íslensku ÓL-farana Verður sérstök tilfinning „Mér líst auðvitað mjög vel á ólympíuleikana. Ég er hræddur um að það verði sérstök tilfmning að spUa í Seoul. Ég hef áldrei leik- ið áneinu alvöru stórmóti þannig að þetta verður sérstök reýnsla. Undirbúningur okkar er nú að komast á lokastig. Við erum bún- ir að leika á Flugleiðamótinu og áttum þar misjafna leiki sem er kannski ekki óeðlilegt. Það er samt Ijóst að við verðum að ná meiri stöðugleika í leikjunum í Seoul. Við áttum afleita leiki gegn Spáni og Sviss þar sem mann- skapurinn virkaði þreyttur og þungur. Síðan náðum við topp- leik á móti Rússum þar sem menn nutu þess virkUega að spila hand- bolta og við lékum sem ein sterk heUd. Nú taka síðan við erfiðar þrekæfingar fram að leikunum og síðan spilum við tvo leiki við Dani í byijun september. Það verða síðustu æfingaleikirnir og síðan mætum við tvíefldir til leiks í Seoul,“ sagði Bjarki Sigurðsson, hornamaðurinn snjalli, sem vann hug og hjarta manna með frábær- um leik gegn Rússum í fyrra- kvöld. Bjarki er aðeins 21 árs gamall en er samt orðinn einn af okkar albestu leikmönnum. Hann er gífurlega útsjónarsamur og almennt stórsnjall leikmaður. Markverðirnir eiga sjaldnast neinn möguleika þegár Bjarki svífur inn úr horninu og síðan getur pilturinn auk þess lyft sér upp og skotið fyrir utan eins og hann gerði gegn tveggja metra múr sovéska liðsins. „Eftir ólympíuleikana verð ég síðan í slagnum með Víkingum í íslandsmótinu. Ég held að ís- landsmótið í vetur komi til með að verða mjög spennandi og skemmtilegt. En eins og er þá eru ólympíuleikarnir að sjálfsögðu númer eitt og erfitt aö einbeita sér fullkomlega að öðru þangað tn.“ -rr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.