Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Utlönd Sljóm Sósíalistaflokksins i Burnia Stjórnvöld í Burma hafa látið und- an þrýstingi íbúa landsins og til- kynnt að löggiafarþingið muni koma saman til sérstaks neyðarfundar 12. september til að ákvarða hvort leggja eigi framtíö einræðisstjórnar sósía- listaflokksins í hendur almennings. Ef þingið ákveöur að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur um fjölflokkakerfi yrði hún að öllum líkindum haldin í október. Maung Maung, nýsettur forseti, sagði í gær að tæki aimenningur þá ákvörðun að fjölflokkakerfí skyldi tekið upp færu kosningar fram eins fljótt og auöið væri. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar stjórnvalda telja margir fréttaskýr- endur að stjórnvöld hafi e.t.v. tekið of seint við sér. Róstur héldu áfram í landinu í morgun og allsherjarverk- fall lamar allt atvinnulíf í Rangoon, höfuðborginni. Mótmælendur krefj- ast tafarlausrar afsagnar ríkisstjórn- arinnar -og að Sósíahstaflokkurinn verði leystur upp. Einræði í aldarfjórðung Burma hefur verið undir einræðis- stjórn Sósíahstaflokksins frá því í mars árið 1962 þegar Ne Win steypti borgaralegri stjórn U Nu forsætis- ráðherra. Frá því landið fékk sjálf- stæði frá Bretum, árið 1948, og þar Á Bakkastæði við Tryggvagötu kostar klukkutíminn 30 kr. og 40 kr. í Kolaporti. Á Tollbrú kostar hálfur dagur 80 kr. og heill dagur 150kr. Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar Mótmæii í Burma héldu áfram í morgun. Þessir stúdentar mynda með sér orðið lýðræði þar sem þeir mótmæla einræði sósíalista í Rangoon, höfuðborginni. Simamynd Reuter til herinn tók völdin í sínar hendur ríkti þingræði í landinu. U Nu var forsætisráðherra nærfellt allan tím- ann en vaxandi óánægja með stjórn hans leiddi til þess að Ne Win tók við og sat við völd í 26 ár. Þremur mánuöum eftir valdatök- una stofnaði herinn Sósíalistaflokk Burma og bannaði aila aðra stjórn- málaflokka. Árið 1974 var samþykkt stjórnarskrá landsins sem enn er í gildi og samkvæmt henni er flokkur- inn einráður. Sósíahstaflokkurinn undir forsæti Ne Win lofaði „búrmönskum sósíal- isma“, að mestu leyti grundvölluöum á búddatrú. Sósíalismi í Burma hvet- ur th sameignarskipulags þjóðfélags- ins og baráttu almúgans gegn kapít- ahsma. En heimspekin að baki hon- um er byggð á búddatrú; óstöðug- leika og breytileika. Stjómvöld í Burma hafa lagt áherslu á að halda sósíalismanum í landinu aðskildum frá marxisma og segja að hið besta úr marxisma skuli tekið upp í Burma. Æðsta valdið er í höndum löggjafarsamkundu sem ráða skal ríkjum í nafni fólksins. Forsetinn er æðsti maður landsins og í stjórnartíð Ne Wins gegndi hann bæði embætti forseta og flokksfor- manns. í hans höndum var því vald- iö. Sósíahsminn í landinu er einráður. Allt efnahagslíf er þjóðnýtt og fjöl- miðlar voru teknir í þjónustu ríkis- ins. Þó að ekki sé um samyrkjubú að ræða í landbúnaði eiga bændur engra annarra kosta völ en að selja ríkinu afurðir sínar. Burma var eitt sinn meðal ríkustu þjóða Asíu. Vegna óstjórnar og ein- angrunar í tíð Ne Wins er þaö nú talið meðal þeirra vanþróuðustu samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóöanna. Árstekjur íbúanna voru 670 dollarar árið 1960 en í fyrra voru / ihi ÍLFA / 1 - » IÁNI r JÐ,„ / $ PORl FBILL OGI 5PIT1 BATU R þær 197 dollarar. Erlendar skuldir Burma eru nú taldar nema þremur mihjörðum dollara. Einangrun landsins er nær alger. Landamærin eru lokuð og samskipti við nágrannaríkin lítil sem engin. Stjórnvöld hafa haldið sig utan póli- tískrar baráttu stórveldanna en haldið góðum tengslum við Kína. Fréttaskýrendur telja aö samband Burma og Kína hafl kólnað á fyrri hluta þessa áratugar vegna stuðn- ings Kínverja við kommúnista í Burma en sá stuðningur hefur smám saman minnkað. Hið ríkjandi þjóðarbrot í Burma eru Burmar. Þeir eru taldið um 70 prósent ríflega 38 milljóna íbúa. Hin þrjátíu prósentin eru margs konar önnur þjóðarbrot sem alla tíð hafa barist fyrir sjálfstæöi. í norðri ráða kachinar, vesturhlutinn er að mestu byggður chin- og arkenese-ættbálk- unum, í suðri eru shanar og karenar byggja suðausturhlutann. Burmar eru ráðandi í stjórnmálum en í flestum ríkisstjórnum síðan sjálfstæði var lýst yfir hafa setið full- trúar minnihlutahópa. Flestir íbú- anna eru búddatrúar en nokkrir minnihlutahópanna eru ýmist kristnir eða múhameðstrúar. Stjórnarandstaða minnihlutahóp- anna, s.s. sjálfstæðishreyfing kac- hena og frelsisher karena, hefur ekki ógnað einræði sósíalista svo orð sé á gerandi. Kommúnistar og stjórnar- hermenn hafa marga hildi háð en hernum hefur ekki tekist að brjóta á bak aftur andstööu kommúnistanna. Það eru stúdentar og munkar sem borið hafa hitann og þungann af þeim róstum sem geisað hafa í Burma mestan hluta þessa árs. Báðir þessir hópar eiga aö baki langa sögu mótmæla gegn einræði sósíahsta en þaö er ekki fyrr en nú aö þeir virð- ast hafa náð undirtökunum. Tveir leiðtogar landsins hafa sagt af sér embætti og ríkisstjórn þess þriðja, Maung Maung, riðar nú til falls. Mótmælin í Burma hófust fyrir al- vöru í désember þegar hluti gjald- miöils landsins, kyat, var lagður nið- ur. Æ meira fór að bera á kröfum um aukið lýðræði og bætt lífskjör og í mars á þessu ári brutust út blóðug uppþot. Mótmæhn breiddust fljótt út og voru barin niður af óeirðalög- reglunni undir stjórn Sein Lwin sem síðar var útnefndur forseti. Mörg hundruð manns létu lífið og Ne Win, þáverandi forseti, sagði af sér. Sein Lwin tók viö af Ne Win 26. júlí sl. og hélt völdum í átján daga. Hann kom á herlögum í landinu og hermenn og lögregla reyndu án ár- angurs að berja almenning til hlýðni. Tahö er að a.m.k. þúsund manns hafi fallið í vahnn. Maung Maung, sem tók við af Lwin nú fyrr í ágúst, lofaði úrbótum. Hann setti á laggirnar nefnd til að kanna vilja almennings, lofaði að létta ein- ræöi ríkisins á efnahagslífinu og að feröafrelsi yrði rýmkað. í gær beygði stjómin sig svo loks fyrir kröfum íbúanna og lofaði að kanna hvort vilji væri fyrir fjölflokkakerfi. Fréttskýrendur telja að stjórnvöld hafi e.t.v. tekið of seint við sér. Bar- áttuvilji fólksins hefur aukist og það vih láta einræði sósíalista lokið. En margir óttast aö stjórnleysi fylgi í kjölfarið ef einræðinu veröur aflétt strax. Stjórnarandstaðan á engan sameiginlegan leiðtoga. Aung Gyi, einn helsti andófsmaður landsins, sem látinn var laus úr fangelsi í gær, er tahnn hklegur til að taka við því hlutverki, að áhti fréttaskýrenda. Annar hugsanlegur stjórnarand- stöðuleiðtogi er Aung San Suu Kyi. Samvinna þeirra tveggja er talin óhugsandi. Landamæri Burma hafa verið lokuð frá því að sósialistar komust til valda fyrir 26 árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.