Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smá^uglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Rödd úr atvinnulífinu Þrátt fyrir skiptar skoöanir um niðurfærsluna, sem nú er á hvers manns vörum, hefur það vakið óskipta athygli að tiltölulega óþekktur maður var gerður að formanni ráðgjafarnefndarinnar. Einar Oddur Kristj- ánsson er kunnur vestur á fjörðum og sömuleiðis í hópi frystihúsamanna en á landsvísu er maðurinn að mestu ókunnur. Hvað sem sagt verður um niðurfærsluna og hvort sem sú leið verður reynd eða ekki á næstu dög- um, fer ekkí á milli mála að Einar Oddur hefur sett fram sitt mál á afar skýran og skilmerkilegan hátt og á þann hátt að eftir er tekið. Einar Oddur Kristjánsson er hvorki stjórnmálamað- ur né hagfræðingur. Hann hefur hvorki tileinkað sér orðfæri stjórnmálanna né hagfræðinnar og talar það mál sem fólk skilur. Hann er fulltrúi atvinnulífsins, fulltrúi hinna einföldu staðreynda og býr að því leyti að skóla lífsins. Nú er ástæðulaust að gera lítið úr stjórn- málamönnum eða mönnum.sem hafa aflað sér menntun- ar á sviði hagfræði og efnahagsmála, en því verður samt ekki á móti mælt að þeir hafa tilhneigingu til að tala í klisjum og vefía mál sitt í tilgerðarlega og tillærða mál- lýsku. Ráðgjafarnefnd forsætisráðherra hefði mátt skipa með öðrum hætti. Þar hefði mátt gæta fleiri sjónarmiða og menn spyrja sömuleiðis til hvers ríkisstjórnin þurfi að sækja ráð og tillögur út í bæ þegar hún sjálf á að vinna verkin og móta póhtíska stefnu. En það var engu að síður snjallt hjá forsætisráðherra að fela reyndum og skynsömum manni úr atvinnulífmu forystu í ráðgjaf- arnefndinni. Fyrir vikið hefur nefndinni tekist að brjóta upp hefðbundnar hugmyndir og fara sínar eigin leiðir í tillögugerð. Ekki er það verk formannsins eins að leggja niðurfærsluleiðina til en hann hefur túlkað hana vel og sannfærandi og gefur henni ferskan og óvæntan ht. Hvort heldur niðurfærslan reynist möguleg, sem mjög verður að draga í efa, þá hefur nefndin undir for- ystu Einars Odds unnið það þarfaverk að draga fram valkostina í stöðunni og skýra þá mynd sem þjóðin hefur af efnahagsvandanum og lausnum hans. Kjarni málsins er þó sá að í fyrsta skipti í langan tíma hefur rödd atvinnulífsins og atvinnurekstrarins fengið áheyrn. í stað hins eilífa harðlífis í togstreitunni milh vinnuveitenda og launþega, hefur annarri hlið verið snúið upp og það umbúða- og átölulaust. Atvinnurekst-. urinn er ekki bara vinnuveitenda og eigenda, hann er hka og ekki síður launþega og landsbyggðarinnar allr- ar. Það er flest rétt sem ráðgjafarnefndin bendir á. Rík- ið verður að draga úr eigin þenslu. Fjárausturinn í yfir- bygginguna og óarðbæra atvinnustarfsemi í formi er- lendra lána er meinsemd. Það verður að gera uppskurð á öllu heila kerfinu. Við getum ekki lifað á launum sem atvinnureksturinn getur ekki borgað og við getum ekki hfað á lánum sem við höfum ekki efni á að taka. Þetta er þungamiðjan í ábendingum ráðgjafarnefndarinnar. Þetta hefur áður verið sagt, bæði af hagfræðingum og hagsmunaaðilum. En stjórnmálamenn hafa ekki viljað horfast í augu við það og þjóðin ekki heldur. Einar Oddur og nefnd hans hafa flutt okkur þessj skilaboð og áhrifamáttur þeirra er meiri en oftast áður. Kannski vegna þess að þau eru sögð af manni sem talar beint út og þarf ekki á pólitískum landvinningum að halda né heldur er alinn upp á opinberum stofnunum. Mættum við fá meira að heyra. Ellert B. Schram Varaforsetaraunir Allir sem gegnt hafa embætti varaforseta Bandaríkjanna ljúka upp einum munni um fánýti þess starfs. Það hefur verið kallað öllum illum nöfnum og lítilíjörlegasta embætti sem kosið er um. Samt sem áður er það fátítt og hefur ekki komið fyrir á síöustu áratugum að nokkur sem leitað er til afþakki boð um að fara i framboð. Hlutverk varaforseta er aöeins eitt, að taka við ef forsetinn sjálfur fellur frá, eða verður óhæfur til að gegna embætti sínu. Ef forsetinn heldur heilsu hefur varaforsetinn ekkert annað hlutverk en að sitja í forseta- stól á þingfundum öldungadeildar- innar, annað starfssvið er honum ekki markað í stjórnarskránni. Samt hafa hinir hæfustu menn hangið í þessu embætti í skugga forsetans árum saman og lifað í þeirri von að fá tækifæri sjálfir til að komast í Hvíta húsiö, venjulega með því að erfa útnefningu flokks- ins, eins og Bush núna. Það er samt ekki greið leið í Hvíta húsið, þrír þeir varaforsetar, sem síðast erfðu útnefningu flokksins, féllu í kosn- ingum, Mondale fyrir Reagan 1984, Humphrey fyrir Nixon 1968 og Nix- on fyrir Kennedy 1960. Það er aftur á móti' meiri von til aö komast í forsetaembættiö í forfóllum. Af 16 mönnum, sem verið hafa forsetar á þessari öld, eru fimm varaforset- ar sem hafa erft embættið. Sumir þessara fimm hafa verið merkir forsetar. Theodore Roosevelt tók við eftir að McKinley var myrtur 1901, Calvin Coolidge tók við eftir að Gamaliel Harding varð brá- kvaddur, Harry Truman tók við eftir lát Franklins Roosevelt, Lyn- don B. Johnson varð arftaki Johns F. Kennedy og Gerald Ford tók við eftir að Nixon var neyddur til að segja af sér. En hlutskipti varafor- seta er samt venjulega heldur dap- urlegt. í endurminningum Nixons gætir til dæmis nokkurrar beiskju í garð Eisenhowers, sem aldrei leit á hann sem jafningja, og bauð hon- um meira aö segja aldrei heim í híbýli sín í Hvíta húsinu. Hubert Humphrey varð að selja sálu sína og sannfæringu til að þóknast Lyn- don Johnson og galt fyrir það með ósigri fyrir Nixon 1968. Sæmt sækj- ast valdamiklir menn eftir þessu valdalausa embætti, og val varafor- seta er talin mikilvægasta ákvörð- un forsetaefna flokkanna. Landafræði og pólitík Það er einmitt í kosningabarátt- unni sem forsetaefnið hefur þörf fyrir varaforsetaefni sitt, stundum í fyrsta og síðasta sinn. Varafor- setaefnið á aö bæta upp það sem sjálft forsetaefnið skortir í augum kjósenda og hann á að tryggja kjör sitt í sínu eigin heimaríki. Forseta- kosningar í Bandaríkjunum eru óbeinar kosningar, kjósendur kjósa kjörmenn, sem í hverju ríki eru jafnmargir og þingmenn ríkis- ins í báðum deildum þingsins. Það KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður anna þar sem fylgi forsetafram- bjóðandans sjálfs er tahð veikt, eða frá ríki sem skiptir sköpum, eins og Texas núna fyrir Dukakis. Lloyd Bentsen á að skila Texas, sem er þriðja fjölmennasta ríkið, í hendur Dukakis og þar með vinna kosning- amar. Eftir það er hlutverki Bent- sens lokið. Sama er að segja um Bush, Dan Quayle er frá Indiana og fylgi Bush í miðvesturríkjunum er tahð veikt. Þar á Quayle að afla atkvæða. Hlutverk varaforseta- frambjóðanda er líka hugmynda- fræðilegt, hann á að bæta forseta- frambjóðandann upp þar líka. Bentsen til dæmis er rammur ihaldsmaður og hefur skoðanir á efnahags-, varnar- og þjóðfélags- málum sem eru í beinni andstöðu við skoðanir Dukakis. Þetta á að laða hægri menn í báðum flokkum að Dukakis. Að auki er Bentsen nú einn af valdamestu mönnum í öld- ungadeildinni og sambönd hans og reynsla í Washington eiga aö verja Dukakis fyrir ásökunum um reynsluleysi, sem Bush er óspar á. Bush aftur á móti er orðinn hálfsjö- tugur og þykir vanta skap og snerpu. Þetta á Dan Quayle, sem er aðeins rúmlega fertugur, aö bæta upp með dugnaði og æsku- Ijóma. Quayle á einnig að höfða til álmúgamanna, sem Bush þykir ekki gera, hann er of mikill yfir- stéttarmaður til þess og það háir honum um allt land. „Quayle viröist ekki jafnmikill bógur og Bentsen, og Dukakis virðist hafa sýnt meiri hyggindi en Bush,... “ er meirihluti kjörmanna sem tryggir kjör, ekki meirihluti greiddra atkvæða. Þaö hefur komið fyrir að forseti hefur verið kosinn með meirihluta kjörmanna en minnihluta atkvæða. Þaö gerðist síðast árið 1876, en það getur hæg- lega komið fyrir aftur. Til dæmis má taka aö sá sem sigraði í Nevada með milljón atkvæða mun fengi 3 kjörmenn en sá sem sigraði í Kali- forníu meö eins atkvæðis mun fengi 47 kjörmenn. Varaforsetaefn- iö þyrfti því að koma frá nokkuð stóru ríki. Umfram allt þarf hann að koma frá þeim hluta Bandaríkj- „Nú er spurningin hvort Bush geri sigurlíkur sínar aö engu með því að gera Quayle að varaforsetaefni sinu,“ segir í greininni. Vandasamt val Varaforsetaefni eru valin til að vinna kosningar, ekki til að taka við æðstu völdum. En svo getur fariö að varaforsetaefnið skaði frambjóðandann. Þaö er til dæmis almenn skoðun aö Robert Dole hafi skaðað Ford í baráttunni við Carter 1976, og það er tvímælalaust aö Eagleton skaðaði McGovern 1972, enda varð McGovern að skipta um varaforsetaefni og missti þar með alla möguleika á sigri. Varaforsetar hafa unnið kosningar, það er talið óumdeilanlegt að Lyndon B. John- son vann kosningarnar fyrir Kennedy 1960 með því aö vinna Texas. Mondale vann kosningarnar 1976 fyrir Carter með því að vinna Minnesota og ríki á austurströnd- inni þar sem Suðurríkjamaðurinn Carter átti lítið traust. Nú er spurn- ingin hvort Bush hefur gert sigur- líkur sínar aö engu með því að gera Dan Quayle að varaforsetaefni sínu. Þaö virðist þegar ljóst að Quayle bætir engu viö fylgi Bush, þvert á móti gæti hann dregið úr því vegna þeirra deilna sem upp eru sprottnar um hann. Quayle virðist ekki jafnmikill bógur og Bentsen, og Dukakis virðist hafa sýnt meiri hyggindi en Bush, þótt val hans á Bentsen hafl líka komið á óvart. Bush er þegar kominn í varnarstöðu vegna Quayle og það er ills viti fyrir hann. Kosningabar- áttan snýst nær eingöngu um per- sónur og hver sá sem gefur högg- stað á sér er miskunnarlaust höggvinn. Eagleton varð að hætta sem varaforsetaefni McGoverns 1972 vegna þess að hann hafði löngu fyrr leitað sér læknishjálpar við þunglyndi. Nú er Quayle sakað- ur um aö hafa svikist undan her- þjónustu í Víetnam með klíkuskap. Það er slæmt fyrir Bush, sem er stríöshetja úr síðari heimsstyrjöld- inni, og þetta gefur ótal færi á Qua- yle. Ef mjótt verður á mununum gæti þetta ráðið úrslitum. Þá yrði það Bentsen sem yrði að afsala sér sínum miklu raunverulegu völdum og verða áhrifalaus áhorfandi, skrýddur innihaldslausum tignar- heitum og titlum. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.