Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. 11 Utlönd Námsferill varaforsetaefnisins skoðaður Anna Bjamason, DV, Denver: Á mánudaginn hófst kennsla í lagadeild háskólans 1 Indiana þar sem Dan Quayle, varaforsetaefni George Bush, var við nám á sínum tíma. Þar hefur varla verið nokkur friður til kennslu vegna ágangs fréttamanna. Allar sjónvarps- stöðvar og öll stærstu blöð og tíma- rit Bandaríkjanna hafa sent þangað lið fréttamanna til að grafa upp allar hhðar á námsferli varafor- setaefnisins þar. Fréttamennimir vilja allir fá ljós- pt af einkunnum Quayles en lands- lög banna að þær séu afhentar eða frá þeim skýrt. Fréttamenn eru vongóðir um að úpplýsingamar um þessi námsgögn muni eigi að síður leka út. Það var dagblaðið Miami Herald sem birti frétt um að Quayle hefði komist inn í lagadeild háskólans með klíkuskap þegar hann náði ekki tiiskilinni einkunn i fomámi. Það var einmitt Miami Herald sem fyrst birti frásögnina um samskipti Gary Hart og Donnu Rice en þau samskipti bundu enda á baráttu Harts til að ná tilnefningu til vara- forsetaframboðs. Stjómmálaritstjóri Miami Herald segir að hann hafi ekki búist við því að frásögnin um klíkuskapinn varðandi laganám Quayles myndi verða fréttaefni nema í nokkra daga. Ljóst væri að skoðanaágrein- ingurinn, sem herþjónusta Quayles hefði vakið, kynti undir áhuga fólks varðandi öll atriði sem tengd- ust fortíð hans. Fyrrverandi rektor lagadeildar- innar segir að ekkert hafi verið athugavert við námsferil Quayles en stjómmálaritstjóri Miami Her- ald líkir þessari naflaskoðun á ferli Quayles við raunir Geraldinu Ferr- aro árið 1984 sem mátti þola áhts- hnekki sem varaforsetaefni demó- krata vegna umdeildra fjármá- Varaforsetaefni Republikanaflokksins, Dan Quayle. laumsvifa eiginmannsins. Ritstjórinn segir það staðreynd að þegar lítt þekkt fólk sé valið í framboð til varaforseta reyni allir í miklum flýti að grafa upp allt sem það varðar. Mikil lækk- un flugfar- gjalda Arma Bjamason, DV, Denver Fyrstu merki um lækkandi flugfar- gjöld í Bandaríkjunum í haust erv nú komin í ljós. Eastem og Contin- ental flugfélögin hafa tilkynnt mikk lækkun á fargjöldum frá átján borg- um á austurströndinni og Flórída Nemur lækkunin aUt að 138 doUur- um á fargjöldum fram og tíl baka eðt um fimmtíu prósentum. Þessi lágu fargjöld em bundin ýms um takmörkunum, m.a. að farmiðai séu keyptir fyrir 26. ágúst en flogii sé á tímabUinu frá 11. september ti 15. desember. Stoppað verður laugar daga á ákvörðunarstað og fargjöldit er ekki hægt að fá endurgreidd þót ófyrirsjáanlegar aðstæður hamU fói þegar til kastanna kemur. Lækkun flugfargjalda hefur legið loftinu um skeið því afkoma flestr; flugfélaga er góð vegna mikUlai hækkunar fargjalda í vor og sæmi legrar sætanýtingar í sumar. Er þv taUð að frekari tíðinda sé að vænt; í þessum efnum á næstunni. Nancy vill flytja Aima Bjamason, DV, Denver: Þó að Nancy og Ronald Reagan, forsetahjón Bandaríkjanna, flytji ekki formlega úr Hvíta húsinu fyrr en eftir tuttugasta janúar á næsta ári herma fregnir að for- setafrúin bföi þess áUka spennt og smátelpa að komast á sitt nýja heimili í Kalifomíu. Vinir forsetahjónanna keyptu nýja húsið fyrir hálfa þriðju millj- ón doUara i vor og leigja það for- setahjónunum fýrir fimmtán þúsund dollara á mánuöi. Eiga þau kost á kaupleigusamningi þannig að þau eignist húsið smám saman. Blaðafúlltrúi forsetafrúarinnar hefur boriö til baka fréttir um að Nancy hafi þótt lltiö til hússins koma er hún sá það fýrst, þvert á móti sé hún mjög ánægð raeð það. Unnið er að því að raála húsið og veggfóðra það sam- kværat ósk forsetahjónanna og garðyrkjumenn endurskipu- leggja umhverfið. í húsinu eru m.a. firam svefnherbergi og stór einkasundlaug í friösælu um- hverfi sem er afgirt meö háum tijám. Nancy hefur sagt að hún muni láta flytja persónulegar eigur þeirra hjóna frá Hvíta húsinu til Kalifomiu í vetrarbyrjun þó „lög- heimili" þeirra þjóna verði í Hvíta húsinu til 21. janúar. NESTSEIM f f ÁÍSIANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.