Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. 15 Framsóknarflokkur- inn og rikisstjórnin „Hvar í flokki sem menn standa er það hagur þjóðarinnar sem er i fyr- irrúmi," segir m.a. i greininni. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að stjórnarandstaðan hef- ur fengið liðstyrk og nýjan oddvita, Framsóknarflokkinn með sjálfan utanríkisráðherrann innanborðs, vinsælasta mann þjóðarinnar. Ég á von á að flestir stjórnarandstæð- ingar fagni tilkomu flokksins en undrist hins vegar að utanríkisráð- ,herra virðist ætla að setja sjálfan sig í forsöngvarahlutverk gagnrýn- enda ríkisstjórnarinnar, á sama tíma og hann gegnir ráðherraemb- ætti í ríkisstjórninni. Það er furðulegt sjónarspil sem Framsóknarflokkurinn leikur á leikvangi stjórnmálanna þessa dagana. Einn daginn er hann í rík- isstjóm en annan í stjómarand- stöðu, allt eftir því hvemig vindar blása og hvaö er til vinsælda falliö hveiju sinni. Furðulegast er aö út á þetta stefnuleysi skuli flokkurinn vaxa og styrkjast. Að vera dæmdur af verkum sínum Ef horft er til baka og athugað hverjir eiga mestan þátt í hvernig komið er í okkar litla landi kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjóm síðustu 17 ár og hefur mestallan þann tíma haft með höndum forustuhlutverk KjaHarinn Guðmundur Ágústsson alþingismaður í stjórnun efnahagsmála. Hefur hann þannig átt drýgstan þátt í að skapa það ófremdarástand sem nú ríkir í þjóðmálunum. Er hann sá flokkur sem fann upp verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga, sá flokkur sem bannaði vísitölubindingu launa, sá flokkur sem gaf vexti frjálsa og sá flokkur sem skapaði grundvöll kaupleigu- og verðbréfa- fyrirtækjanna. Þær hrollvekjur sem flokkurinn gagnrýnir nú há- stöfum. Það verður því ekki sagt að flokkurinn verði dæmdur af verkum sínum. Hver á krógann? Það liggur í augum uppi að þess- ari ríkisstjórn hefur mistekist að ná tökum á efnahagsvanda þjóðar- innar, svo hrapallega að skipbrot hggur við. Þó illa hafi til tekist em allir flokkarnir samábyrgir fyrir efnahagsstefnunni og því hruni sem blasir við. Að reyna að komast upp með það að gangast ekki við króganum og vefengja faðernið fer Framsóknarflokknum illa. Ef ein- -hver ber ábyrgð á stöðu mála er það Framsóknarflokkurinn. Ekki ætla ég að dásama hina flokkana sem standa að þessari ríkisstjórn. Hins vegar finnst mér það keyra um þverbak hvemig einn aðihnn reynir að firra sig allri ábyrgð á aögerðum sem hann þó hefur tekið þátt í að móta. Með sýndar- mennsku og ábyrgðarlausu blaðri er verið að stefna hagsmunum þjóðarinnar í voða í vinsældaleik. Hvar í flokki sem menn standa er það hagur þjóðarinnar sem er í fyrirrúmi. Þótt leiðirnar og áhersl- urnar séu ólíkar, sem hver og einn vill fara, þá hlýtur markmiðið að vera það sama, þ.e. að hugsa fyrst og fremst um hag þjóðarinnar og þegnanna. Ýfingar af þeim toga, sem Framsóknarflokkurinn hefur efnt til, leiða í ljós að hann er ekki trausts þjóðarinnar verður. Þær eru aðeins til stundarvinsælda fahnar, á kostnað þeirra sem vilja finna lausnir á aökallandi vanda. Að vera eða ekki vera Annaðhvort er flokkur í ríkis- stjórn eða ekki. Ef hann er óánægö- ur með stjórnarstefnuna er best fyrir hann og þjóðina að slíta þessu samstarfi svo fólkið í landinu þurfi ekki að þola erjur og hálfvitlausar ákvarðanir sem teknar eru á þess kostnað. Þjóðin á kröfu til þess að landinu sé stjórnað og þær fórnir, sem hún færir, séu til þess að styrkja stoðir efnahagslífsins. Því miður hafa þær fómir, sem þegar hafa verið færðar, orðið til lítils vegna stefnuleysis ríkisstjórnar- innar og hálfmáttlausra aðgerða hennar. Borgaraflokkurinn Borgarflokkurinn sækist ekki eftir sæti í þessari ólánsömu ríkis- stjórn. Hins vegar var hann stofn- aöur að kröfu fólksins í landinu til að vinna að málefnum þess og hlýt- ur því aö axla þá ábyrgð sem kann að verða á hann lögð. Guðmundur Ágústsson „Þjóðin á kröfu til þess að landinu sé stjórnað og þær fórnir, sem hún færir, séu til þess að styrkja stoðir efnahags- lífsins.“ Maður vikunnar „En ekki hefur heyrst að Davið sætti sig ekki við borgarstjórastól og völd,“ segir greinarhötundur m.a. Sjónvarpsþátturinn Maður vik- unnar, sem sýndur var laugardag- inn 13. ágúst, var einhver sá undar- legasti af shku tagi sem ég hef séð og heyrt. Það er að sjálfsögðu hafið yfir allan vafa að þátturinn var svið- settur til að reyna að bæta bág- borna stööu Davíös Oddssonar sem var maöur vikunnar í þetta sinn. Fallandi gengi hans að undanfornu hefur vafalaust valdið taugatitringi bæði hjá honum sjálfum og flokki hans sem ef að líkum lætur sér sitt óvænna með meirihluta í borgar- stjórn eftir næstu kosningar. Örlög ráöa Það er nú svo þó að Davíð segðist aldrei hafa ætlað að verða borgar- stjóri að samt er staðreynd aö hann varð og er borgarstjóri. Því miður. Þaö er svo sorglegt að hann skyldi ekki geta orðið eitthvað af því sem hann ætlaði aö verða ... Svona geta örlögin veriö snúin. En ekki hefur heyrst aö Davíð sætti sig ekki við borgarstjórastól og völd. Hitt er annað mál að það er alvarlegur hlutur þegar upp í valdastól er lyft manni sem kann sér ekki hóf þegar valdsvið er ann- ars vegar og tekur sér þá völd langt fram yfir það sem umboðiö veitir honum. Shkir gjörningar hafa oft skapað mannlegu samfélagi óblíð örlög. En Davíð sagðist elska borgina sína og reyndar landið allt. Eða var ekki svo? Og varla dettur nokkrum í hug að það séu innantóm orö eða að hann reynist illa þeim sem hann elskar. Ekki er það ætlan mín að rekja hér öll ummæli borgarstjórans í þessum sjónvarpsþætti. Þeim sem innan borgarmarkanna búa ætti að nægja að kynnast vinnubrögð- unum hans. En óneitanlega var ýmislegt í þeim orðaflaumi athygl- isvert og gaf til kynna að snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Meðmælendur Það er vel þess vert að hugleiða ofurlítið ummæli þeirra tveggja KjaUarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður manna sem fengnir voru til aö veg- sama borgarstjórann í þessum sjónvarpsþætti. Áreiðanlega reyndu þeir eftir bestu getu að þjóna tilganginum. Listamenn geta að sjálfsögðu gert misgóða hluti. En þá hygg ég að snilligáfu þeirra sé mest hætta búin þegar þeir láta segja sér fyrir verkum. Annar þessi maður var einn þeirra frægu listamanna er gáfu yfirlýsingu um það fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að hann kysi mann en ekki flokk, þess vegna kysi hann Davíð. Borgin átti nefnilega 200 ára af- mæli á kjörtímabilinu og Davíö ætlaði að halda veglega afmælis- veislu. Á svo stórum stundum er aö sjálfsögðu mikill markaður fyrir skapandi list. Daginn fyrir kosn- ingarnar birti Mogginn svo for- síðumynd af þessum frægu með- mælendum. Einhver ráð þurfti Davíð líka að nota til að afla sér fylgis þar sem flokkur hans fékk ekki jafnlangan ræðutíma á sam- eiginlegum kosningafundi eins og allir hinir flokkarnir til samans, svo aö hann lét ekki sjá sig fyrir vikið. Enginn skilur hjartað Háværar raddir heyrðust um auðan stól. í gömlu ljóði segir: „Enginn skilur hjartað...“ - Ja, mér er spurn, hvaða óbreyttur borgari getur sett sig í spor borgar- stjóra og skilið hans leyndarráö? Hefur hann ekki séð í leyndum hjarta síns að auöur stóll væri ekki það versta? Því trúi ég statt og stöð- ugt. Ja, þetta allt gerðist í þátíðinni, fyrir rúmum tveimur árum. En hvað nú? Hvaö sagði þessi skap- andi listamaður sem enn var kall- aður fram til að flytja lofgjörð? Var það ekki eitthvað á þá leið að þeim sem illa líkaði við Davíð líkaði illa við hann af því hvað hann væri skemmtilegur? Ja, það var og ... Ekki er nú ein báran stök hjá blessuöum borgar- stjóranum ef skemmtanagleðin gengur svo langt að fólki geti ekki líkaö við hann. En svona geta hlut- irnir víst æxlast ef menn kunna sér ekki hóf - hvort heldur er í gamni eða alvöru. Aldrei hefði mér nú getað dottið slíkt sem þetta í hug. En skáldið hefur talaö og ein- hvern veginn hafði ég á tilfinning- unni að allir ættu að vita að það sem framreitt var væri ómenguð matreiðsla úr Mímisbrunni. En hvaö hafði svo hinn listamað- urinn fram að færa sem uppljúka skyldi munni sínum til lofgjörðar. Allvel virtist hann gera sér grein fyrir því hvers konar stjórnmála- maður þarna var á ferðinni. En ekki þurfti DaVíð að kvarta undan málsmeðferð því allt það sem sýn- ist vítaverðast við stefnu. Davíðs, s.s. ólýðræðisleg vinnubrögð og valdahroki, varð til þess að snill- ingurinn fann þarna ofurmenni sem átti engan sinn líka. Vel má vera að þetta séu eölis- þættir sem höfða sterkt til rithöf- undarins og vekja aðdáun hans. Þó var annað veifið eins og lofgjörðin yrði ofurlítið galli blandin, hring- iða þar sem hvað rakst á annars horn. Hvað var t.d. að óttast ef vald- sviö Davíðs færðist út fýrir borgar- mörkin? Var ofurmennið þá orðið hættulegt umhverfi sínu? Ja, alla vega var þá timi til kominn að biðja fyrir sér. Einkar athyglisverð var máls- meðferðin út af andstöðu gegn ráð- húsi í Tjörninni, þar sem ofurmen- niö stendur hnarreist, óhagganlegt og lætur sig engu varða vilja borg- aranna. Slíkt var ekki ámælisvert, að mati lofsöngvarans, heldur sýndi einstakt þor. Ótrauður áfram! Aldrei að víkja! Hins vegar geröi sá góði maöur miklu minna úr andstöðunni en efni stóðu til, því að 10% Reykvík- inga, sem skrifuðu undir andmæli gegn ráöhúsi í Tjörninni, voru að- eins lítill hluti andstæðinganna að eðlilegum hætti þar sem allt var gert til að koma í veg fyrir að undir- skriftasöfnun gæti farið fram, nema aö litlu marki. En það er ekkert skrítið að rithöf- undurinn læði þessari blekkingu að þar sem þetta er í samræmi við túlkun Davíðs og þar sem ráðhús í Tjörninni er óskadraumur hans sjálfs. Ég man ekki betur en hann hafi gefið yfirlýsingu um það í sjón- varpsþætti að hann væri ekki inn- fæddur Reykvíkingur og hann vildi hafa ráðhúsiö i Tjörninni, þar ætti þaö aö vera. Vel mættu þeir menn hugleiða það sem láta nota sig til að veija einræðisbrölt borgarstjórans, vald- níðslu og tillitsleysi við umbjóð- endur sína, aö þótt þeir skrum- skæli málin og segi svart hvítt get- ur það ekki gert Davið Oddsson góðan borgarstjóra eða mikinn mann. Aðalheiður Jónsdóttir „Þaö er að sjálfsögðu hafið yfir allan vafa að þátturinn var sviðsettur til að reyna að bæta bágborna stöðu Davíðs Oddssonar, sem var maður vikunnar 1 þetta sinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.